Entries by Ómar

Vífilsstaðasel II

Í ritinu Heima er best árið 2012 ritar Þorkell Jóhannesson, „Þankabrot um Vífilsstaðasel, sel og selbúskapur á Íslandi„. Þar segir hann m.a.: „Örugglega má telja, að landnámsmenn hafi í árdaga flutt með sér þekkingu á seljum og selbúskap til nýrra heimkynna á Íslandi og þá væntanlega mest frá vestanverðum Noregi. Um þetta vitna frásagnir í […]

Hveragerði – söguhringur

Hveragerði hefur að geyma marga áhugaverða staði, bæði hvað varðar upphaf bæjarfélagsins sem og sögu þess. Listamannahverfið Árin 1940-1965, bjuggu eða dvöldu fjöldi þekktra listamanna í Hveragerði,- skáld, rithöfundar, tónskáld, listmálarar og myndhöggvarar. Af þeim eru þekktust skáldin og rithöfundarnir Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk, Gunnar Benediktsson, Sr. Helgi Sveinsson, Kári Tryggvason […]

Kúagerði

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1903 segir m.a. um „Kúagerði„: „Í Kúagerði, fyrir sunnan Hvassahraun, má sjá vott þess, að þar hafi bær verið fyrir löngu. Sér þar til rústa innan til við sjávarkambinn, og nokkru vestar sést langur partur af niður sokknum grjótgarði og hverfur norðurendi hans í sjávarkambinn. Hefir sjórinn gengið þar á […]

Básendaorustan 1532 – Björn Þorsteinsson

Björn Þorsteinsson skrifaði um „Básendaorustuna 1532“ í Faxa árið 1980. Skrifin voru fyrri hluti og aðdragandi af skrifum hans um Grindavíkurstríðið sama ár. „Þann 11. marz 1532 hélt allstórt kaupskip úr höfn í Hamborg. Þetta var rammbyggt skip og skipshöfnin, um 30 manns, alvopnuð byssum, sverðum, lásbogum og öxum. Undir þiljum voru fimm fallbyssur fólgnar, […]

Eldgos á Reykjanesskaga

„Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu, sem liggur um Ísland þvert og er í beinu framhaldi af Reykjaneshryggnum, sem neðansjávar teygir sig langt suðvestur í haf og raunar er hluti af Atlantshafshryggnum mikla. Frá því að síðasta kuldaskeiði lauk hefur mikil eldvirkni verið á þessu svæði bæði ofansjávar og í hafi. Sú eldvirkni hefur á umliðnum […]

Sæfinnur með sextán skó

Raunasaga „Sæfinns með sextán skó“ hefur þegar verið skráð. Sæfinnur Hannesson, þekktastur undir nafninu Sæfinnur með sextán skó, var einn af vatnsberum í Reykjavík á seinni hluta nítjándu aldar. Hann var hinn ókrýndi konungur þeirrar stéttar þótt ekki hafi það verið glæsimennska, sem hóf nafn hans upp úr hópi hinna nafnlausu og nafngetnu vatnsbera því […]

Sjötta eldgosið ofan Grindavíkur á níu mánuðum

Eldgos hófst af miklum krafti við Sundhnúk ofan Grindavíkur um klukkan 22.00 þann 22. ágúst 2024. Gosmökkurinn var mikill í upphafi goss. Sást hann greinilega í kvöldskímunni. Gosið virðist stærst gosanna í undanförnum hrinum. Umfangs hraunsins gæti orðið um 6 ferkílómetrar. Væntanlega mun draga úr gosinu fljótlega. Nú þegar er kominn upp tæplega helmingur þeirrar […]

Umhverfis Keili – Sesselja Guðmundsdóttir

Eftirfarandi er frásögn Sesselju Guðmundsdóttur í Lesbók Morgunblaðsins árið 2001 af „Umhverfi Keilis; einkennisfjalls Reykjanesskagans„: „Umhverfis Keili eru fjöll, gígar, lækir, hverir, hraun, vötn og víðáttumiklir vellir. Þar getum við líka séð fornminjar eins og seljarústir og gamlar götur sem sumar hverjar eru vel markaðar af hestum og mönnum. Við beygjum af Reykjanesbrautinni rétt sunnan […]

Reykjanesskagi – útivistarperla II

Eftirfarandi er upprifjun, að gefnu tilefni, úr fyrrum FERLIRsferð frá Hrauni í Grindavík og nágrenni: FERLIR gekk um sunnanverð Suðurnes s.l. laugardag. Tekið var hús á fjölfróðum merkismanni, Sigurði Gíslasyni, bónda á Hrauni austan Grindavíkur. Leiddi hann hópinn og sýndi honum m.a. fallega tilhöggvin stein, sem gæti verið forn skírnarfontur úr gömlu bænahúsi eða kirkju, […]

Krýsuvík eða Krísuvík

„Hvort er réttara að skrifa „Krýsuvík“ eða „Krísuvík„? Báðar útgáfur af þessu orði koma fyrir í fræðiritum og frásögnum. Í Landnámu (Íslensk fornrit I:392 og víðar) og fornbréfum er nafnið ritað Krýsuvík. Uppruni þess er óviss. Alexander Jóhannesson taldi að forliður nafnsins gæti verið Crisa, fornháþýskt kvenmannsnafn (Über den Namen Krýsuvík. Mittelungen der Islandfreunde 1929, […]