Entries by Ómar

Fuglavíkurleið

Ætlunin var að ganga með Sigurði Eiríkssyni í Norðurkoti III (Bjarghús) um gömlu Fuglavíkurleiðina milli Fuglavíkurhverfis og Sandgerðisgötu þar sem leiðirnar mætast við Einstæðingshól á Miðnesheiðinni. Sigurður er að öllum líkindum sá eini núlifandi sem þekkir þessa gömlu þjóðleið. Hún hefur víða blásið upp í heiðinni, en ummerki má þó enn sjá eftir hana nánast samfellt […]

Vernd sérstæðra jarðmyndana

Þröstur Sverrisson, starfsmaður Náttúruverndarráðs, skrifaði grein í aprílmánuði árið 2001 um sjálbæra þróun á nýrri öld og fjallaði um drög að stefnumörkun Umhverfisráðuneytisins fyrir tímabilið 2001-2020. Vakin er sérstök athygli á kaflanum um „Vernd sérstæðra jarðmyndana„. „Náttúruverndarráð(NVR) sat Umhverfisþing dagana 26. – 27. janúar 2001 þar sem drög að sjálfbærri þróun á nýrri öld voru […]

Rósel I og II

Við leit að Rósaseli (Róseli) utan Rósaselsvatna (-tjarna) ofan Keflavíkur var eftirfarandi lýsing m.a. höfð að leiðarljósi: „Róselsvötn heita einu nafni tjarnir tvær skammt ofan við Keflavíkurkaupstað, annað vatnið er innan flugvallargirðingar-innar. Þangað er nú byggðin sem óðast að teygjast. „Vötnin“ eru tjarnir kallaðar í daglegu tali manna á milli í bænum, og börn og […]

Helgadalur – stekkur – Rauðshellir – Valaból – Tröllin

Gengið var frá Kaldá til austurs, yfir hlaðna vatnsstokkinn frá fyrstu tímum vatnsveitunnar skömmu eftir þarsíðustu aldarmót (1916), framhjá opi Níutíumetrahellisins og áfram ofan barms Helgadalsgjár að fallegum reglulega lögðum klettum mitt á milli Búrfellsgjáar og Helgadals. Frá þeim sést gamla Selvogsgatan mjög vel þar sem hún liggur vestan Smyrlabúðar og á ská til suðurs […]

Einstæðingur

Í örnefnalýsingu fyrir Bæjarsker er getið um Einstæðing. En hvað eða hver er Einstæðingur? Löngum var vafi á hver eða hvar hann (það) væri. Sumir töldu hann vera í landi Bæjarskerja, en aðrir að hann væri í Leirunni. Hvað, sem öðru leið, Einstæðingsmelur, átti að vera þar í kring, eins og segir í fyrrnefndri skrá. […]

Nös í Krýsuvík

Einungis ein heimild virðist vera til um eyðibýlið Nös í Krýsuvík. Líklegt má því telja að í kotinu hafi einungis verið búið stuttan  tíma, svo stuttan að ekki hafi verið talin ástæða til að geta þess í jarðabókum, manntölum eða sóknarlýsingum. Heimildin um Nös er að finna á uppkasti af dönsku herforingjaráðs-kortunum, sem síðan voru […]

Haus(ar) og Garðshorn í Krýsuvík

Í örnefnalýsingu Þorsteins Bjarnasonar frá Háholti, sem hann safnaði og skráði um Krýsuvík, segir m.a. um bæina Hnausa og Garðshorn: „Norður frá Krýsuvík var býlið Snorrakot. Skammt frá því var Hnausakot, öðru nafni Hnaus. Landnorður frá Krýsuvík voru bæirnir Stóri-Nýjabær og Litli-Nýjabær. Upp frá þeim eru hæðirnar Hryggir. Í þeim eru Miðauga og Efraauga. Fyrir […]

Krýsuvík – saga

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar XI I – Krýsuvík“ frá árinu 2021 má m.a. lesa eftirfarandi um sögu Krýsuvíkur: „Elstu heimildir um Krýsuvík má finna í Hauksbók Landnámu, þar sagði að Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík. Þarna er þó verið að tala um Gömlu-Krýsuvík sem líklega hefur staðið í Húshólma en þar má sjá fornar […]

Vigdísarvellir – Bali  og Fell

Í „Fornleifaskráningu fyrir Krýsuvík – Trölladyngju“ árið 2008 er m.a. fjallað um bæina Vigdísarvelli, Bala og Fell: „Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls frá 1703 var á Vigdísarvöllum selstaða frá Þórkötlustöðum í Grindavík. Henni var lýst sem góðri en langt og erfitt að fara. Selstaðan var í landi Krýsuvíkur en Þórkötlustaðabændur fengu að nýta hana í […]

Gestsstaðir í Krýsuvík

Gestsstaðir í Krýsuvík, sunnan Gestsstaðavatns, eru að öllum líkindum elstu bæjarleifar á svæðinu tan þeirra er sjá má glögglega í og við Húshólma ofan hinnar fornu Krýsuvíkur. Ari Gíslason segir í örnefnalýsingu sinni um Krýsuvík að „Gestsstaðir eru eða voru norðvestan við Krýsuvík sunnan undir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar fyrir […]