Hnaus

Í örnefnalýsingu Þorsteins Bjarnasonar frá Háholti, sem hann safnaði og skráði um Krýsuvík, segir m.a. um bæina Hnausa og Garðshorn:

Krýsuvík

Hnausar.

“Norður frá Krýsuvík var býlið Snorrakot. Skammt frá því var Hnausakot, öðru nafni Hnaus. Landnorður frá Krýsuvík voru bæirnir Stóri-Nýjabær og Litli-Nýjabær. Upp frá þeim eru hæðirnar Hryggir. Í þeim eru Miðauga og Efraauga. Fyrir austan Krísivík var bærinn Lækur. Vestan í Arnarfelli var bærinn Arnafell. Bærinn Fitjar stóð vestan undir Selöldu. Bærinn Bali var hjá Vigdísarvöllum. Fell (hefir verið nálægt Nýjabæjunum. Hvar Austurhús og Garðshorn hafa staðið mun óvíst.”

Krýsuvík

Krýsuvík – Garðshorn.

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um Krýsuvík er getið um bæina: “Traðirnar láu frá austurvegg bæjarins bak við Kirkjugarðinn og síðan til suðurs og niður að Læknum. Norðurtúnið lá allt að Norðurkoti, sem virðist hafa verið eitt af aðalhjáleigunum. Eiginlega stóð Norðurkotsbærinn utan túns. Norðurkotstraðir láu úr túninu heim að bænum og framhjá honum. Norðurkotsrústirnar, eru gleggstu rústirnar sem enn eru sjáanlegar í Krýsuvíkurhverfinu. Úr tröðunum liggur stígur yfir að Snorrakoti rétt norðan við Norðurkot og lengra út á mýrinni er Garðshorn, sem einnig var nefnt Hnaus.”

Sjá meira um bæinn Hnaus og aðra Krýsuvíkurbæi HÉR.

Heimildir:
-Örnefnalýsing Þorsteins Bjarnasonar frá Háholti fyrir Krýsuvík.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík seinni tíma – uppdráttur ÓSÁ.