Entries by Ómar

Hvarf í maí 1924

Fundin bein drengsins, sem týndist fyrir 5 árum úr Hafnarfirði. „Laugardaginn 24. maí 1924 hvarf 7 ára gamall drengur úr Hafnarfirði, Þórður Guðjónsson, skósmiðs, Magnússonar. Var drengurinn á leið úr Hraunrétt til Hafnarfjarðar. Það er um kl.-stundar gangur. Hafði hann áður farið þá leið. Eftir að drengurinn hvarf var hans leitað dögum saman. Var oftast […]

Stafnes – Básendar

Sem lið í Sandgerðisdögum – innan seilingar, dagana 5. -7. ágúst, var boðið upp á göngu um og frá Stafnesi yfir að Básendum. Gengið var að dómhringnum á Stafnesi, yfir og eftir gömlu þjóðleiðinni (Kaupstaðaleiðinni) að Draughól sunnan við Básenda. Þaðan var haldið niðurá Brennitorfu (Brennihól) og yfir að minjasvæðinu við Básenda ofan við Brennitorfuvík. […]

Húshöfði – skógrækt

Eftirfarandi umfjöllun um skógrækt Skógræktarfélags Hafnarfjarðar birtist í 24stundir í ágústmánuði árið 2008. „Mörg hundruð hektarar af skógrækt með yfir 200 tegundum af trjám – Náttúruperla í útjaðri Hafnarfjarðar. Í Hafnarfirði leynist sannkölluð náttúruperla sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Þar eru mörg hundruð hektarar af skógrækt með yfir 200 tegundum af trjám […]

Bláa lónið – Skipsstígur – Reykjavegur – Árnastígur – Húsatóftir

Um var að ræða í gönguröð um hluta gamalla þjóðleiða á Suðurnesjum undir heitinu „Af stað“ til tengingar loftmyndagönguleiðarkorti Ferðamálasamtaka Suðurnesja er þau gáfu út fyrir trekvart misserum síðan. Markmiðið er bæði að hvetja fólk til að nýta sér hina skemmtilegu og fornumbúnu þjóðleiðir á Suðurnesjum til útivistar, fróðleiks og hollrar hreyfingar og um leið […]

Herbraggar – minjar um merka húsagerð

Friðþór Eydal skrifaði um „Herbragga – minjar um merka húsagerð“ í Bændabæaðið árið 2013: „Síðari heimsstyrjöldinni hefur verið lýst sem mesta umbrotatíma í sögu þjóðarinnar. Skyndileg opnun markaða í Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir allar útflutningsafurðir þjóðarinnar á margföldu verði og atvinna sem skapaðist við það og fjölbreytt umsvif erlends herliðs í landinu hleypti af stað […]

Kaldárselshellar – Sléttuhlíðarhellar

Farið var í hellana sunnan Þverhlíðar norðan Sléttuhlíðar, haldið í Náttaga norðan Kaldársels og þaðan austur yfir hraunið í Kaldárselsfjárhellana gegnt Smalaskála. Gengið var um Lambagjá, skoðuð hleðslan undir vatnsleiðsluna frá Kaldárbotnum. Farið var undir haftið í Lambagjá og upp í Áttatíumetrahellirinn, litið í hellana í norðanverðum Helgadal (Vatnshelli) og síðan gengið að Hundraðmetrahellinum og […]

Fiskur á seilum

Um fiskimið við Grindavík Síðan á landnámstíð hafa Íslendingar stundað veiðiskap, af miklum dugnaði og elju, bæði í vötnum og sjó. Svo er skráð um Hrafna-Flóka landnámsmann, að hann hafi misst fé sitt um veturinn, því hann gætti ekki þess að afla heyjanna um sumarið, vegna veiðanna, því Vatnsfjörður var fullur af fiski. Frumstæðasta hvöt […]

Sumarhátíð í Svartsengi

„Ungmennafélag Grindavíkur hélt sumarhátíð sína á hinum gamla samkomustað Grindvíkinga, Svartsengi, helgina 18. og 19. júlí. Umf. Grindavíkur hefur undanfarin ár unnið að endurbótum á þessum sérstæða útisamkomustað og endurvakið hinar gamalkunnu Svartsengis-skemmtanir í nýju formi. Dagskrá mótsins var fjölbreytt: íþróttir, tónlist, gamanþættir og fallhlífastökk, og tókst hún í alla staði mjög vel. Formaður UMFÍ, […]

Stafnes – gömul sögn

Svo er sagt að endur fyrir löngu hét Stafnes ekki því nafni, heldur aðeins Nes. En sú saga er til þess, að nafnið breyttist, er hér fer á eftir: Í fyrndinni bjó maður nokkur í Nesi og mun bærinn þá hafa staðið þar sem nú er kallað Urð. Er þar nú rif sem kemur aðeins […]

Skjólgarður – Pétursvarða

Gengið var upp í Stafnesheiðina með Jóni Ben Guðjónssyni frá Austur-Stafnesi. Hann þekkir svæðið líkt og lófann á sér. Við fyrstu sýn virðist fátt áhugavert við ofanvert Stafneslandið, en þegar betur er að gáð er því öðruvísi farið. „Landið er skjóllaust yfir að líta og í rauninni hvergi hægt að skíta“, segir í einni hendingu ferðalangs […]