Entries by Ómar

Dysjar hinna dæmdu II – Hallberuhellir

Í rannsókn á „Dysjum hinna dæmdu – Rannsókn á Hallberuhelli í Lækjarbotnum„, sem fram fór árið 2019, má t.d. lesa eftirfarandi: Rannsókn Þann 7. ágúst 2019 fór fram rannsókn á Hallberuhelli í Lækjarbotnalandi. Í hellinum er talið að Margrét Símonardóttir og Eyvindur Jónsson hafi haldið til um tíma en þau voru tekin af lífi á […]

Dysjar hinna dæmdu I – áfangaskýrsla

Í áfangaskýrslu um „Dysjar hinna dæmdu“ frá árinu 2018, segir m.a.: Inngangur „Skömmu eftir siðaskiptin færðist réttur til refsinga frá kirkju til veraldlegra valdhafa. Var þá farið í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr að beita líkamlegum refsingum fyrir hvers kyns afbrot. Nýjum lagabálki, Stóradómi, var einnig bætt við gildandi lög en dæmt var eftir […]

Eldborg – Stóra-Sandfell – Lakadalir – Lakakrókur – C64

Í leit að C-64 herflugvél er fórst 22. okt. 1944 um kl. 15:00 á Skálafellssvæðinu og Anson farþegaflugvélar í eigu Loftleiða er fórst árið 1948 á svipuðum slóðum frétti FERLIR af braki úr flugvél í Lakadal við Stóra-Sandfell sunnan Lakadals, millum Norðurhálsa og Suðurhálsa Skálafells. Um væri að ræða hjólastell og fleira. Ætlunin var m.a. […]

Krýsuvíkur-Guðmundur II

Í „Byggðasögu Grafnings og Grímsness“ eftir Sigurð Kristinn Hermundarson segir m.a. eftirfarandi um Guðmund Bjarnason, svonefndan Krýsuvíkur-Guðmund: „Guðmundur hét maður Bjarnason, er bjó á Gljúfri í Ölfusi, en var síðar nefndur Krýsuvíkur-Guðmundur  (Krýsuvíkur-Gvendur). Hann var bæði stór vexti og sterkur, hagur til smíða og starfsmaður mikill. Gæfur var hann í byggðalagi, óáleitinn við aðra menn […]

Hvaleyri – sögulegt yfirlit

 Í „Fornleifaskráning í landi Hvaleyrar, 2005“ segir m.a. um sögu Hvaleyrar: „Hér er stiklað á stóru í sögu Hvaleyrar. Heimildir um nafnið Hvaleyri er að finna allt frá Hauksbók Landnámu frá því að Hrafna-Flóki fann hval á eyri einni og kallaði það Hvaleyri. Í Landnámu er síðan sagt frá að bróðursonur Ingólfs hafi numið land […]

Grindavík – Svavar Árnason

Í Faxa 1977 fjallar Svavar Árnason um Grindavík undir yfirskriftinni „Landkostir rýrir en stutt á fengsæl fiskimið„. „Alþingi veitti Grindavík kaupstaðarréttindi með lögum nr. 18, 10. apríl 1974. Grindavíkurkaupstaður er því með alira yngstu kaupstöðum landsins. Saga hans er að vonum ærið stutt og naumast annálsverð enn sem komið er, en Grindavíkurhreppur, sem er eðliiegur […]

Örnefni á Hólmsbergi – Ragnar Guðleifsson

Í Faxa, 8. tbl. 01.10.1967, fjallar Ragnar Guðleifsson um „Örnefni á Hólmsbergi„. „Í janúarblaðinu á síðastliðnu ári birtist mynd af Keflavíkurhöfn og Vatnsnesi, þar sem á voru merkt örnefni, er ég þá hafði vitneskju um. Við merkingu þessara örnefna studdist ég við upplýsingar Guðjóns M. Guðmundssonar, fyrrv. fiskimatsmanns, að Túngötu 9 í Keflavík. Hér verður […]

Út á brún – og önnur mið – Haukur Aðalsteinsson

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar gaf árið 2022 út bókina „Út á Brún og önnur mið; útgerðarsaga Vatnsleysustrandarhrepps til 1930„. Höfundur er Haukur Aðalsteinsson. Um er að ræða umfangsmikið ritverk um efnið. Í 1. kafla bókarinnar um „Sögusvið og forsögu“ á bls. 15 má lesa eftirfarandi um „Landnámið“: „Frá því að Ingólfur Arnarsson nam hér land […]

Garðhús á Vatnsleysuströnd

Húsið Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd var byggt 1886. Það var timburhús. Það gerði Lárus Pálsson „hómapati. Árið 1885 keypti Lárus hálfa jörðina Innri-Ásláksstaði og árið 1886 skrifaði hann undir landamerkjasamning milli Ásláksstaðahverfis og Knarraneshverfis sem einn landeigandi að hálflendunni Innri-Ásláksstöðum. Árið 1925 keypti Friðfinnur Stefánsson frá Hafnarfirði Sjónarhól, en hann átti þessa eign ekki lengi því […]

Krýsuvíkurkirkja – sagan

Talið er að bændakirkja hafi risið í Krýsuvík á fyrstu áratugum eftir kristnitöku. Er hún því samkvæmt heimildum ein elsta bændakirkja landsins, en bændakirkja er kirkja, sem taldist eign bónda, þ.e. bóndi eða einhver einstaklingur átti a.m.k. helming jarðarinnar, sem kirkjan stóð á, og fékk tekjur kirkjunnar, en annaðist viðhald hennar og rekstur. Hann var […]