Entries by Ómar

Gvendarsel

„Af hæðinni innan Blesaflatar liggur gatan inn á Breiðdal, sem sendinn er að sunnanverðu, en að austan og norðan samfelldur harðvellisgróður og sem tún yfir að líta. Upp úr norðurbotni Breiðdals er farið yfir allbratt melhaft, og þegar norður af því kemur, er komið í Syðri-Leirdal, sem er aðeins sandur og leir, og má svo […]

Hrauntúnsbærinn

Sigurveig Guðmundsdóttir skrifaði um Hrauntún á Þingvöllum í Lesbók Morgunblaðsins árið 1984. Þar lýsir hún m.a. Hrauntúnsbænum. „Það var orðið kvöldsett, bjart yfir fjöllum og bláleit sumarmóða brá undursamlegri mýkt yfir umhverfið. Túnið fyrir innan garðinn var allt í mjúkum öldum þar sem hraunhólarnir lágu undir grassverðinum. Mitt í þessu fagra ilmandi grængresi reis bærinn […]

Tjörvamál

„Í ritgerð þessari vil ég minnast Guðmundar Tjörva Guðmundssonar. Hann bjó að Straumi í Hraunum. Hraunabæir nefndist syðsta byggðin í Garðahreppi, nema allra syðsti bærinn, Hvassahraun, en það er í Vatnsleysustrandarhreppi. Sú jörð liggur syðst í hraunjaðrinum að norðanverðri Vatnsleysuvík. Þó bóndi þessi bæri tvö nöfn var hann ævinlega bara nefndur Tjörvi. Í mínum stráksaldri […]

Selsvellir – Selsvallastígar

Gengið var inn á Selsvelli til suðurs með vestanverðum Núpshlíðarhálsi. Fagurt umhverfið allt um kring. Trölladyngjan að baki, Keilir og Moshóll á hægri hönd, Kúalágar og Selsvallafjall á þá vinstri og Hraunsels-Vatnsfell framundan. Á tveimur stöðum á Völlunum er miklar selsrústir. Allir Grindavíkurbæirnir nema Hraun höfðu þar selstöðu. Hraunsselið er nokkru sunnar með hálsinum, neðan […]

Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp

Málfríður Ómarsdóttir skrifaði í apríl 2007 ritgerð með yfirskriftinni; „Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp„. Þar sem efnið er vel unnið og á brýnt erindi til áhugafólks um Reykjanesskagann verður hluti textans birtur hér. „Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu sem liggur þvert í gegnum Ísland og er í raun ofansjávarhluti af Reykjaneshryggnum en hann liggur neðansjávar […]

Prestastígur – Sauðabæli – Rauðhóll

Gengið var upp eftir Prestastíg frá Hjálmagjá ofan við Húsatóptir og upp að Rauðhól ofan við Eldvörp. Tilgangurinn var að reyna að staðsetja svonefndan „Hamrabóndahelli“, sem enn er ófundinn. Nefndur hellir er sagður verða sauðahellir, sem Þorsteinn, bóndi frá hjáleigunni Hamri, hlóð einhvers staðar uppi í hrauninu eftir að honum sinnaðist við hreppsstjórann á Húsatóptum. […]

Skipstapi við Galmannstjörn

„Um skipstapann frá Galmannstjörn 10. þ. mán. 1865, (eptir kandid. Odd V. Gíslason). Þann 10. þ. m. milli dagmála og hádegis, fórst skip á Gálmatjörn í Hafnahrepp með 15 manns, af hverjnm að 7 náðust lifandi, en 8 drukknuðu og vorn þeir: 1. Formaðurinn Þorgils Eiríksson frá Kambi í Holtum, 2. Hannes Ólafsson, vinnumaður á […]

Hóp – gönguhátíð 2009 – I

Um var að ræða fyrsta áfanga af fjórum í menningar- og sögutengdri ferð í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins í tilefni að Gönguhátíð í Grindavík 2009. Ferðin hófst við Saltfisksetrið, Hafnargötu 12a. 105 manns gengu niður á hafnarsvæðið, Kvíabryggju, þar sem rifjuð var upp 70 ára gömul saga af forsögu og opnun Hópsins. Rifið var grafið út árið […]

Kirkjur í Höfnum

„Hafnir eru á vestanverðu Reykjanesi, sunnan Miðness. Í bókinni „Landið þitt Ísland„, eftir Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson segir að Hafnir skiptist í þrjú hverfi, Kirkjuvogshverfi, Merkineshverfi og Kalmans-tjarnarhverfi.  Einnig segir í sömu bók að stórbýli sveitarinnar hafi verið þrjú, Kirkjuvogur, Kotvogur og Kalmanstjörn. Sandhöfn og Kirkjuhöfn voru einnig stórbýli á árum áður og mun […]

Óbrennishólmi – Latur – sæluhús

Gengið var inn í Ögmundarhraun frá Lat áleiðis í Óbrennishólma. Gata liggur niður með vestanverðum Lat og beygir til austurs sunnan hans. Stígnum var fylgt yfir úfið hraun, en þegar því sleppti lá gata til hægri niður í hraunið. Eftir að hafa fylgt henni spölkorn var komið að skúta með fallegri dyralaga hleðslu. Um er […]