Entries by Ómar

Síldarmannagötur – leiðarlýsing

Gengið var um Síldarmanngötur frá Botnsdal í Hvalfirði yfir í Skorradal um Svínadal. Gatan er brött beggja vegna, en vel vörðuð. Síldarmannagötur lágu upp frá bænum Botni lá Grillirahryggjaleið yfir í Skorradal, um Reiðskarð og yfir að Sarpi eða Vatnshorni í Skorradal og áfram Hálsaleið í Borgarfjarðardali. Göturnar eru, sem fyrr segir, varðaðar upp fjallið […]

Brennisteinsfjöll – Vörðufell – Eldborg – hellir

Ætlunin var að finna Lýðveldishellir þann er Þröstur Jónsson lýsir í Surti og á að vera austan við Eldborg í Brennisteinsfjöllum. Dagurinn var 17. maí. Ekið var upp frá Sýslusteini á hæðirnar vestan við Vörðufall. Þaðan var gengið til austurs með norðanverðum grasigrónum hraunkanti með aflíðandi sandfjallshrygg á vinstri hönd. Til suðurs mátti sjá í […]

Stakkavíkursel

Haldið var upp í Stakkavíkursel á Stakkavíkurfjalli; um Selskarðsstíginn ofan Hlíðarvatns og síðan Selstíginn í selið. Sigurjón Sigurðsson í Traðarkoti skráði heimildir um Stakkavík í febrúar 1982. Eggert Kristmundsson, Brunnastöðum, er heimildarmaður. Hann er fæddur 1919 í Stakkavík og alinn þar upp; var í Stakkavík til 1942. Móðir hans, Lára, 94 ára, ættuð úr Selvogi, […]

Maístjarnan, Húshellir o.fl.

Það var vel við hæfi að kíkja í Maístjörnuna í byrjun maímánuðar. Gengið var…… (má ekki segja því um er að ræða einn af fegurstu, en jafnframt viðkvæmustu hraunhellum landsins). Fyrst var þó komið við í Húshelli til að afhræða þátttakendur. Húshellir er bæði víður og hár hellir með a.m.k. tveimur breiðum hliðarrásum og því […]

Landnámssýningin 872+/-

Fornminjar í Aðalstræti Þann 12. maí 2006 var Landnámssýningin 871±2 opnuð í kjallara Hótels Reykjavíkur í Aðalstræti 16 í Reykjavík. Frá því að fyrst var hugað að slíkri sýningu til þess tíma hafði mikið vatn runnið úr Tjörninni til sjávar. Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur, var m.a. í verkefnastjórn borgarráðs Reykjavíkur er annaðist undirbúning að sýningu fornminjanna […]

Fjörusverta

Fjaran er ævintýralegt svæði þar sem margt er að skoða og rannsaka. Þar mætast tveir ólíkir heimar, land og haf. Á Íslandi er auðvelt að nálgast fjörur og þar leynast undur við hvert fótmál. Fjörur hafa margvísleg hagnýt gildi fyrir vistkerfi og mannlíf. Þær eru t.d. búsvæði fjölbreytilegra lífvera, vinsæl útivistarsvæði og kjörnar til notkunar […]

Kirkjuklettur – Bæjarskersvör

Við sjóinn neðan við Bæjarsker við Sandgerði er klettarhöfði. Nefnist hann Kirkjuklettur. Höfðinn er gróinn í kollinn, en sjórin hefur smám saman verið að fletta ofan af honum. Undir má sjá móta fyrir hleðslum. Skammt ofan við höfðann eru allheilar leifar hlaðinna sjóbúða. ástæðan fyrir staðsetningunni er sú að vestan við Kirkjuklett var gamla Bæjarskersvörin, […]

Þingvellir – gjárnar

Almannagjá er líklega upprunalegt nafn. Framhald hennar er gjárnar Stekkjargjá, Snókagjá og Hvannagjá, sem teygir sig inn að Ármannsfelli. Samtals eru þessar gjár um 8 km langar. Suður undir Hakinu eru Hestagjá, Lambagjá og Hrútagjá, sem bera allar samnefnið Almannagjá. Enn austar er Háagjá og Flosagjá. Við austurjaðar sigdældarinnar eru Hrafnagjá, Guldruholtsgjá og Heiðargjá, Brennugjá […]

Gálgaklettar og Flekkuvíkurstígur (Refshalastígur)

Þegar FERLIR barst eftirfarandi ábending var talin ástæða til að skoða hana nánar, þ.e. örnefnin Gálgaklettar. Við þá leit álpaðist hlutaðeigandi leitandi inn á Flekkuvígurstíginn svonefnda, öðru nafni Refshalastíg skv. örnefnaskrám, stíg sem ekki átti að vera lengur til skv. nýjustu heimildum. Ábendingin var svona: „Reynir heiti ég og er mikill aðdáandi Reykjanessins. Les ég […]

Stefánsvarða

Þegar vegfarendur aka um Vatnsleysustrandarveg eða ganga um Almenningsveginn, hina fornu þjóðleið um Ströndina, er Stefánsvarðan eitt helsta kennileitið á leiðinni. Varðan er óvenjuheilleg og stendur skammt neðan þjóðvegarins á hæstu hæðinni norðan Kálfatjarnar, eða öllu heldur austan Litlabæjar. Varðan er nánar tiltekið á há Hæðinni norðan Vatnsleysustrandarvegar. Almenningsvegurinn lá um Hæðina skammt sunnan við […]