Entries by Ómar

Brundtorfuhellir

Lárus Kristmundsson á Brunnastöðum hafði upplýst að hann hefði eitt sinn gengið fram á fallegt fjárskjól ofan skógræktargirðingarinnar vestan Krýsuvíkurvegar, sunnan við Brundtorfur (Brunatorfur/Brunntorfur). Framan við það væri krosshleðsla. Þann 8. apríl 2004 var gengið upp fyrir girðinguna og litið yfir hraunið. Það virtist óvinnandi vegur að finna þarna nokkurn skapaðan hlut – hraunhólar, hæðir, […]

Óttarsstaðir – Sauðaskjól

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Óttarsstaði segir m.a. um svæðið umleikis Óttarsstaðafjárborgin (Kristrúnarborg): „Vestur af Löngubrekkuhæðum er gömul fjárborg glögg, sem heitir Borg, og þar vestar og niður að vegi er hóll, Sauðaskjól. Nú er á honum hár rafmagnsstaur. Norðvestur frá Sauðaskjóli eru Högnabrekkur í Lónakotslandi. Ofan við Borgina eru svonefndir Litluskútar, og þar ofar […]

Kolhólaselsstígur – dæmigerður selsstígur

Ákveðið var að reyna að rekja stíg, sem fannst nýlega þegar farið var í Kolhólassel undir Kolhólum. Stígur lá til norðurs úr selinu og niður Efri-Heiði í Vatnsleysuheiði. Nú átti að kanna hversu langt upp fyrir selið hægt væri að rekja stíginn og einnig hversu nálægt Vatnsleysu hann lægi. Heyrst hafði af svonefnum Höskuldarvallastíg er […]

Höskuldarvellir – umleikis

Gengið var um svæðið umleikis Höskuldarvelli. Í bók Árna Óla , „Strönd og Vogar – úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarssonar“, er m.a. fjallað um eldfjöll og örnefni á Reykjanesskaga. „Vatnsleysuströndin hefur ekki af mörgum fjöllum að státa, en þau eru þeim mun merkilegri. Þar er Keilir og þar er Vesturháls eða Trölladyngjur, […]

Fjósið í Krýsuvík

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar 10. des. 1949 er m.a. fjallað um fyrirhugaða mjólkurframleiðslu í Krýsuvík sem og byggingu fjóssins norðan Grænavatns: „Ráðgert er að stofna til búreksturs til mjólkurframleiðslu í Krýsuvík með ca. 100 mjólkandi kúm, til að byrja með. Síðar verði kúnum fjölgað fljótlega upp í 300, og meira síðar. Með 300 kúm í Krýsuvík, […]

Saga Reykjavíkur – Hvar er Víkursel?

B.B. í Grafarholti skrifaði eftirfarandi í Lesbók Morgunblaðsins árið 1930 undir fyrirsögninni „Saga Reykjavíkur“ – Hvar var Víkursel? „Bls. 9-10: „….jörðin átti sel, Víkursel, er var notað með vissu ennþá um 16OO, en hvar það sel hafi verið, er óljóst…. hefir mjer helst dottið í hug, að það hafi verið upp í Seljadal…. Víkursel er á […]

Básendaflóðið 1799 – Lýður Björnsson

„Sjávarflóð hafa oft valdið stórtjóni og ekki síst á síðustu árum. Flóðbylgja skall Asíu olli mjög miklu manntjóni en flóðbylgjurnar haustið 2005 fyrst og fremst eignatjóni. Jarðskjálfti olli fyrrnefndu flóðbylgjunni (slíkar flóðbylgjur nefnast tsunami á japönsku og alþjóðamáli) en fellibyljir flóðunum við Karíbahaf. Tilfæra mætti miklu fleiri dæmi um tjón af völdum sjávarflóða og hafa […]

Þingvellir – aftökustaðir (Árni Björnsson)

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur leiddi kvöldgöngu á Þingvöllum. Fræddi hann þátttakendur um, refsingar, aftökur og aftökustaði á þessum gamla þingastað. Í útvarpsviðtali fyrr um daginn sagði hann m.a.: „Alþingi var á tímum nöturlegur staður. Þarna fóru fram refsingar. Skipta má refsingunum í tvennt; dauðrefsingar og aðrar líkamlegar refsingar sem ekki áttu að valda dauða. Þingvellir; fyrst […]

Hlíð – Hlíðarskarðsvegur – Vesturásar – op – stigi

Skoðaðar voru tóftirnar í Hlíð við Hlíðarvatn. Elstu tóftirnar, landnámsbærinn, voru þar sem nú er nes út í vatnið skammt austan við veiðihús SVFH. Þegar hækkaði í vatninu fóru þær á kaf, líkt og gamli Stakkavíkurbærinn. Vestar eru tóftir útihúsa og ofan vegar eru tóftir og garðar enn eldri minja. Í Hlíð var síðast búið […]

Húshólmi – Óbrennishólmi VII

Ætlunin var að ganga um Húshólma og skoða einar elstu fornleifar landsins, ganga síðan um Brúnavörðustíg og venda þaðan yfir í Óbrennishólma ofan við Miðreka þar sem einnig eru að finna hinar elstu fornaldarleifar á landinu.  Gengið var upp frá Óbrennishólmanum um fornan stíg og gamli Ögmundarstígurinn síðan fetaður til baka. Allir áhugasamir Grindvíkingar – […]