Entries by Ómar

Skógarnefsskúti

Í örnefnalýsingu fyrir Hvassahraun segir að Skógarnefsskúti, fjárskjól, sé á mörkum Hvassahrauns og Óttarsstaða, í beina línu milli Hrauns-Krossstapa og Klofningskletts ofan Skógarnefs. Í skilgreiningunni er skógur sagður í Skógarnefi, kjarri vaxinni hlíð. Skógarnefsgren eru sögð neðar. Samkvæmt þessu á skútinn, sem svo mikið hefur verið leitað að, að vera svo til í beinni línu […]

Hraunhveli

Víða í apalhraunum Reykjanesskagans eru úfnir hraunhólar. Í helluhraununum eru hraunhveli, jafnan þversprungin. Eitt myndrænasta hraunhvelið er við Reykjanesbraut nálægt Hvassahrauni með Snæfellsjökul í baksýn. Upp á hraunkollunum, hvort sem um er að ræða hraunhóla eða hraunhveli, er mosi, skófir en beiti,-kræki- og bláberjalyng inn á milli, jafnvel burnirót, tófugras og/eða burkni. Hraunhvel myndast vegna […]

Skógfellastígur – landamerki II

Í fyrri lýsingu um leit að LM-merki á steini við gömlu götuna (Skógfellastíg/Vogaveg) – (sjá HÉR) – er sagt frá leitinni að staðfestu staðsetningar á réttum landamerkjum Vatnsleysustrandar-hrepps og Grindavíkur. Í framhaldi af henni var ákveðið að fara með upplýsingaraðila á vettvang merkjanna. Þegar inn á svæðið var komið virtist ljóst að málið var alls ekki auðvelt viðureignar. Forsagan lét þó tilfinningar […]

Skógrækt og fornminjar I

Hin forna lögrétt Kjósverja við Fossá er ágætt (slæmt) dæmi um hvernig skógrækt hefur gengið óþarflega nærri fornleifum. Furutrjám hefur verið plantað í og í kringum réttina án sýnilegrar ástæðu, enda stangast gjörningurinn á við ákvæði Þjóðminjalaga. Það eru Skógræktarfélög í Kópavogi, Kjós og Mosfellsbæ, sem þarna voru að verki. Þegar gengið er um skógræktarsvæði […]

Þorlákshöfn – nafngiftin

 „Þorlákshöfn er kennd við Þorlák biskup helga.  Sögn er, að Þorlákur biskup hafi stigið þar á land, er hann kom frá biskupsvígslu 1178, af því sé nafnið komið.  Hálfdán Jónsson lögréttumaður á Reykjum í Ölfusi ritaði þetta um Þorlákshöfn: Þorlákshöfn hefir sitt nafn af Þorláki biskupi Þórhallssyni hinum helga í Skálholti, er þar meinast fyrst […]

Ölfus = Álfós?

Svo skrifar Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi um örnefnið „Ölfus“ eða „Álfsós“ árið 1895: „Svo segir í Landnámu (V. 13.): »Álfr enn egðski stökk fyrir Haraldi konungi af Ögðum úr Noregi; hann fór til Íslands ok kom skipi sínu í ós þann, er við hann er kendr, ok Álfsós heitir; hann nam lönd fyrir utan Varmá […]

Brúsapallar

Í frétt Minja- og sögufélags Vatnsleysustrandar má lesa eftirfarandi um „brúsapalla“ í sveitarfélaginu: „Brúsapallar voru víða um sveitir landsins á árunum 1940 til 1970. Þar þjónuðu þeir hlutverki sínu fyrir mjólk sem beið þess að verða sótt, á leið sinni í mjólkurbúið. Þar beið líka stundum heimasætan og annað fólk sem þurfti bílfar um sveitina. […]

Auðnar, Höfði, Landakot, Þórustaðir o.fl. bæir

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum, Áfangaskýrslu I“, er m.a. fjallað um bæina Auðna, Höfða, Bergskot (Auðnakot), Landakot, Hellukot, Þórustaði, Norðurkot og Tíðagerði. Þessum bæjum fylgdu og nokkur önnur kotbýli sem og mannvirki, sem enn sér móta fyrir. Auðnar Jarðadýrleiki óviss, konungseign 1703. JÁM III, 137-139. 1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs, 1 hdr í fríðu […]

Vatnsleysuströnd að leggjast í eyði

Eftirfarandi frásögn með myndum birtist í Alþýðublaðinu 1977: „Vatnsleysuströnd á Reykjanesi er nú sem óðast að leggjast í eyði. Fæst húsanna eru nýtt sem mannabústaðir og á enn færri stöðum er rekinn búskapur. Hér hefur orðið á mikil breyting á síðustu árum. En hvers vegna? Ástæðurnar eru sjálfsagt margar. Okkur Alþýðublaðsmönnum var tjáð, að hún […]

Fyrstu skólabílarnir

„Síðastliðið haust keyptu tvö skólahverfi bíla til að flytja á skólabörn, og eru það fyrstu skólabílarnir. Hafa hinir framtakssömu forráðamenn þessara skólahverfa þar með stigið spor, sem markað getur tímamót í skóla- og félagsmálasögu sveitanna. Skólahverfi þessi eru Ölfusskólahverfi í Árnessýslu og Vatnsleysuströnd í Gullbringusýslu. Hagar ágætlega til á Vatnsleysuströnd, þar sem sveitin er mjó […]