Skógarnefsskúti
Í örnefnalýsingu fyrir Hvassahraun segir að Skógarnefsskúti, fjárskjól, sé á mörkum Hvassahrauns og Óttarsstaða, í beina línu milli Hrauns-Krossstapa og Klofningskletts ofan Skógarnefs. Í skilgreiningunni er skógur sagður í Skógarnefi, kjarri vaxinni hlíð. Skógarnefsgren eru sögð neðar. Samkvæmt þessu á skútinn, sem svo mikið hefur verið leitað að, að vera svo til í beinni línu […]