Entries by Ómar

Aðrar Dimmuborgir – í Ögmundarhrauni

„Suðurhluti Reykjanesskaga er ekki í alfaraleið. Þjóðbrautin liggur tugi kílómetra frá, og því hefur svo verið lengi að fáir ferðamenn hafa lagt leið sína til þessa landshluta. Það verður að teljast miður, ef höfð er í huga sú merkilega en jafnframt hrikalega náttúrufegurð sem þar gefst að skoða. Einhver sérstæðasti staður suðurstrandar Reykjanesskagans er án […]

Rambað um Reykjanesið II

„Gamlir annálar segja mér, að eldar hafi á liðnum öldum brunnið við Reykjanes, svo sem það ber merki um enn í dag. Árið 1210 var eldgos við Reykjanes og þá komu eldeyjar upp, sem svo sukku síðar í sjó. Eldgosin við Reykjanes raðast svo sem dökkar perlur á band. Að vera uppi á Valahnúk og […]

Skála-Brandur – hrakfarir 1911

„Ísólfsskáli er austasta býli Staðarkirkjusóknar í Grindavík og afskekkt mjög. Jörðin er fremur lítil. Í sóknarlýsingu séra Geirs Bachmanns 1840 er jörðin talin 16 hundruð, en í Jarðatali Johnsens er hún sögð 4,5 hundrað. Hlunnindi nokkur fylgja jörðinni. Rekar allmiklir og allskonar og selalátur. Rjúpnaveiðar á fjalli og í hálsum og hér fyrrum allgóð hreindýraveiði […]

Gerði – Þorbjarnarstaðir og nágrenni

Starfsmannafélag álversins í Straumsvík ákvað að halda góðan vorfagnað í sumarbyrjun. Að sjálfsögðu varð Gerði, starfsmannahús fyrirtækisins, fyrir valinu sem vettvangur blótsins. Leitað var til FERLIRs um upphitunina – því hvað er lystugra en góð gönguferð fyrir lambalundirnar. Gengið var um nágrennið og rifað upp ýmislegt það er tengdist minjum, íbúum, sögu og náttúru þess. […]

Herdísarvík – gestir

Ólafur Þorvaldsson ritaði m.a. um gestakomur í Herdísarvík, „Gestir af hafi“, í Sjómannablaðið Víking árið 1953: „Á þeim árum, sem ég bjó í Herdisarvík, vorum við hjónin oft spurð að því, hvort ekki væri ákaflega leiðinlegt að búa þar, hvort ekki væri þar voðalega afskekkt og einangrað, hvort nokkum tíma sæist þar maður. Tveimur fyrri spurningunum […]

Silfurgjá

Utan við Vatnsstæðið á Járngerðarstöðum í Grindavík er gjá; Silfurgjá. Hún var jafnan nefnd Silfra af heimamönnum. Um þessa gjá, sem er ein af nokkrum, s.s. Stamphólsgjá, Bjarnagjá og Hrafnagjá, á þessu svæði, hefur spunnist eftirfarandi þjóðsaga: „Í utanverðri Grindavík eru margar hyldjúpar gjáarsprungur með vatni í sem á yfirborði er að mestu ósalt og […]

Um Ögmundarhraun og Selatanga – Gestur Guðfinnsson

„Ekki er ein báran stök úti fyrir Selatöngum frekar en Landeyjasandi. Boðarnir skálma í í lest upp að klettaströndinni, svartri og úfinni, sem virðist allt annað en árennilegur lendingar staður, jafnvel í tiltölulega hóglátu sjóveðri. Hvað skyldi þá í sunnlenzkum veðraham og foráttubrimi, þegar úthafsaldan brotnar þarna á töngunum af fullum krafti og þunga. Enda […]

Hafnarfjarðarkaupstaður 100 ára

Í Fjarðarpóstinum 29. maí 2008 birtist eftirfarandi fróðleikur um aðdraganda kaupstaðaréttinda Hafnarfjarðar.  Reyndar fylgdi dagskrá um væntanlega afmælishátíð, en þar var ýmsu sleppt, sem ákveðið hafði verið – og varð. „Árið 1786 var gefin út tilskipun um kaupstaði áÍslandi, réttu eftir afnám einokunarverslunar. Sex íslenskum vesrslunarstöðum var veitt kaupstaðarréttindi og var Hafnarfjörður ekki þar á […]

Seltún – bætt aðstaða

Komið hefur verið fyrir þjónustu- og salernishúsi við Seltún í Krýsuvík. Það mun hafa verið Grindvíkingurinn Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfiskseturs Íslands og fulltrúi Grindavíkur í Reykjanesfólksvangsnefnd, sem af einskærri atorkusemi stuðlaði manna helst að uppsetningu húsanna. FERLIR var við Seltúnið þegar komið var með þau á tveimur pallbílum frá Grindavík í dag kl. 10:35, laugardaginn […]

Beitiland Vatnsleysustrandarbænda gert að skotæfingasvæði

Í Nýja tímanum árið 1953 segir frá því er „Guðmundur Í. heimtaði beitiland Vatnsleystrandarbænda til skotæfinga fyrir herinn„, eins og segir í fyrirsögninni: „Guðmundur Í. heimtar beitiland Vatnsleysustrandarbænda til skotæfinga fyrir herinn. Heiðin frá Grindavíkurvegi allt inn hjá Keili á að vera bannsvæði fyrir Íslendinga. Guðmundur Í. Guðmundsson, varnarmálanefndarmaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og þingmaður […]