Entries by Ómar

Krýsuvíkurgata – Vesturengjavegur – Steinabrekkustígur

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Krýsuvík segir um Krýsuvíkurveg: „Þegar kemur niður úr Seltúninu niður á láglendið, er leiðin til Krýsuvíkur um Vaðla.“. Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um sömu leið segir: „Þegar Krýsuvíkurgatan kemur austur um Réttarholtið og reyndar alveg að heiman frá Krýsuvíkurbæ, nefnist hún Vesturengjavegur eða Vesturengjastígur. Liggur hér áfram upp lágt holt milli […]

Alfaraleiðin – Hvassahraun og Þorbjarnarstaðir

Ætlunin var að ganga til baka og fram eftir Alfaraleiðinni, hinni gömlu þjóðleið milli Innnesja (Hafnarfjarðar) og Útnesja (Voga, Njarðvíkna, Hafna, Keflavíkur, Garðs og Sandgerðis). Vestari hluti leiðarinnar, milli Hvassahrauns og Voga, hefur jafnan verið nefnd Almenningsleið (Menningsleið), en kaflinn frá Hvassahrauni til Hvaleyrar Alfaraleið. Gangan hófst við nýlegt bílastæði sunnan undirgangna Reykjanesbrautar innan (austan) […]

Kirkjusandur – sagan

Í Byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir „Kirkjusandssvæðið“ árið 2016 kemur m.a. eftirfarandi fram um sögu þess: Saga svæðisins – Staðhættir og örnefni Svæðið sem hér er fjallað um nær yfir hluta af því landi sem á öldum áður tilheyrði jörðunum Rauðará og Lauganesi. Samkvæmt landamerkjalýsingu frá árinu 1883 lágu merki á milli þessrar jarða eftir Fúlutjarnarlæk, […]

Gerðistjarnir – dvergbleikja

Gerðistjarnirnar milli Gerðis og Þorbjarnastaða í Hraunum eru þrjár, auk tveggja baktjarna. Tjörnin næst Gerði heitir Gerðistjörn. Stærri tjörnin sunnar hefur ýmist verið nefnd Gerðistjörnin syðri eða Þorbjarnarstaðatjörn. Þar var tjörnin jafnan nefnd Brunntjörn, líkt og önnur minni vestan núverandi Reykjanesbrautar. Lítil tjörn vestan Gerðistjarnar nefnist Stakatjörn. Þorbjarnarstaðatjarnir, Gerðistjarnir og umhverfi eru á náttúruminjaskrá. Tjarnir […]

Stórhöfðastígur syðri

Stórhöfðastígur greinist í tvær leiðir. Ætlunin var að skoða syðri leið Stórhöfðastígs frá Hraunhólum, yfir Mosana áleiðis að Hrúthólma. Í leiðinni var ætlunin og að reyna að staðsetja Moshella og Sauðahelli er Gísli Sigurðsson nefnir í örnefnalýsingunni sinni fyrir Krýsuvík. Í lýsingunni segir hann m.a. að „[Stórhöfðastígur] nyrðri liggur norðan Hraunhólanna og Fjallsins eina, vestur […]

Fléttur og skófir

Þegar gengið er um bergsvæði Reykjanesskagans og umhverfið barið augum má víðast hvar sjá skófir, glæður eða fléttur, hvort sem um er á 300.000 ára gömlu grágrýti, 12.000 ára móbergi eða yngra en 11.000 ára hrauni. Oftast nær má sjá litskrúðugar skófir og fléttur við ólíkar aðstæður. Gulleit fuglaglæðan er t.d. áberandi niður við ströndina (keimlík steinmerlu, veggjaglæðu, klettaglæðu og […]

Rambað um Reykjanesið I

„Það hefur margt rekið á fjörur þeirra Suðurnesjamanna, allt frá maðksmognum trjábolum, sem liggja þar á fjörum, ásamt skeljum og þaraþöngl um — auk þessa hefur margt annað kynlegt rekið þar á fjörur. — Einn dag rak þar á fjörur, beint inn í Ósabotna, skip nokkurt, sem „James“ hét. Fór það mannlaust yfir brimgarðinn og […]

Hraunagata II

Um Hraunin milli gömlu götunnar millum Innnesja og Útnesja, Alfaraleiðar, og strandar virðist hafa legið gata, nefnd Hraunagata og Hraunavegur. Hún er enn greinileg og vörðuð á stuttum köflum, en í heild er gatan torlæs – nema þeim er lesninguna kunna. Við götuna eru, ef vel er að gáð, mannvistarleifar á báðar hendur. Gatan virðist […]

Dysjar við alfaraleið

„Í ritgerð eftir próf. Matthías Þórðarson í Árbók Fornleifafjelagsins 1829, er nofnist „Nokkrar Kópavogsminjar“, hyggur hann að hálsinn, sem Eyólfur talar um, sje Arnarnesháls, en ekki Kópavogsháls (Digranesháls). Nokkrar dysjar eru á Arnarneshálsi. Er talið að undir einni liggi danskur maður, sem tekinn hafi verið af fyrir einhvern glæp, en M.Þ. þykir líklegra að þar […]

Flekkuvíkursel IV

Ætlunin var að skoða dæmigert sel á Reykjanesskaganum, eitt af þeim 400, sem FERLIR hefur skoðað hingað til í hinu upprunalega landnámi Ingólfs. Flekkuvíkurselið hefur að geyma húsaleifar typískrar húsaskipan seinni tíma selja á Skaganum sem og öll tilheyrandi mannvirki; stekk, kví, vatnsstæði, selstíg og selvörðu auk eldri selminja, sumar hverjar m.a.s. torráðnar. Auk þess […]