Entries by Ómar

Kúagerði – Afstapahraun

„Það eru margir arnstaparnir í þessu Afstapahrauni“ varð einum að orði er hann gekk um hraunið norðanvert. Víða standa háir stöplar upp úr úfnu apalhrauninu, sem varla væri fótum fært nema vegna hins þykka gambra er þekur það að miklu leyti. Hraunið er skreytt margvíslegum steinmyndum auk þess sem steingert víkingaskipt trjónir þar á brúninni […]

Leiðarendi – verndun

Hellaferð í Leiðarenda er spennandi ferð fyrir ævintýraþyrsta hópa. Hentar vel eftir vinnu eða sem hluti af lengri ferð. Hellirinn er aðeins í u.þ.b. 10 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Einn slíkur, samsettur af fólki á öllum aldri, fór í Leiðarenda nú eitt síðdegið. Í ljós kom að Árni Stefánsson er kominn langt með að ganga […]

Síðasti bóndinn í Reykjavík

Í Lesbók Morgunblaðsins 1981 má lesa eftirfarandi um „Síðasta bóndann í Reykjavík“ eftir Agnar Guðnason: Einar í Lækjarhvammi er hálf-nírœður og fyrir löngu þjóðkunnur maður. En borgin óx yfir Lœkjarhvamm og nú sjást engin merki umþennan bæ, sem stóð nálœgt gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar. Agnar Guðnason segir hér frá búskap Einars. Einar Ólafsson fæddist 1. […]

Gamli Kirkjuvogur – Magnús Grímsson

„Ósar heitir sá vogur sá hinn mikli, sem hér gengur til austurs inn í landið. Norðan megin við Ósana, gagnvart Kirkjuvogi, er kölluð preststorfa, því þar er presturinn vanur að fá flutning yfir að Kirkjuvog, þegar hann fer þá leiðina. Litlu innar í Ósnum er einstakur hólmi dálítill, sem heitir Einbúi. Þar á eru rústir […]

Básendar – Magnús Grímsson

„Skammt suður frá túninu á Stafnesi eru Básendar, þar sem kaupstaðurinn var. Ganga þar inn í landi tveir vogar, eigi stórir, og neskorn fram á milli. Nes þetta hefir verið slétt og grasi vaxið, þó nú sé það mjög af sér gengið. Það snýr í útsuður. Fremst á nesinu sér til rústanna af bænum á […]

Uppblástur og gróðureyðing

Rétt eftir landnám jókst uppblástur hér á landi. Síðan hefur uppblástur verið eitt stærsta vandamál sem við Íslendingar eigum við að etja. Um landnám var rúmlega helmingur (yfir 60%) landsins gróinn, en nú einungis tæplega fjórðungur. Meira en helmingur gróðurlendis er horfinn og svo mun verða enn um sinn. Helstu orsakir uppblásturs eftir landnám eru […]

Kópavogur – fornleifar

Fornleifaskráning fór fram í hluta af landi Kópavogs árið 2000 undir umsjón Bjarna F. Einarssonar, fornleifafræðings. Þó voru staðir eins og Þingnes ekki skráðir að öllu leiti. Staðurinn er í raun bæði í landi Reykjavíkur og Kópavogs og hann hefur verið rannsakaður í nokkur skipti, en aldrei að fullu. Margt bendir til þess að eldra […]

Kálfadalir – Víti – Æsubúðir – Deildarháls

Gengið var frá Stóra-Nýjabæ yfir í Kálfadali, upp Víti og inn að eldborgunum norðan Æsubúða. Kíkt var  eftir hugsanlegum hellisopum á leiðinni. Þaðan var haldið til suðurs að Æsubúðum og um Hvítskeggshvamm niður að Deildarhálsi ofan við Stóru-Eldborg. Gamla þjóðleiðin til Krýsuvíkur var síðan rakin að upphafsstað. Í dag er venjulega talað um að landamerki Árnessýslu og Gullbringusýslu hafi […]

Dönsku herforingjaráðskortin

Upp úr aldamótunum 1900 var lagður grunnur að þeim mælingum hér á landi sem stór hluti korta af Íslandi hefur byggst á til þessa. Danska hermálaráðuneytið gaf út tilskipun til landmælingadeildar herforingjaráðsins um að leggja grundvöll að nýjum landmælingum og kortagerð á Íslandi. Þetta mikla verkefni stóð yfir í 27 sumur á árunum 1900 til […]

Leynidalir og Grófir

Leynidalir eru í hraunklofa ofan við Þórðarvík mitt á milli Hvaleyrar og Straums. Ofan við víkina er Hellnahraun en við hana vestanverða er (var) Bruninn (Kapelluhraun). Upp með honum lágu landamerki Hvaleyrar, Þorbjarnarstaða og Lambhaga í Hraunum – upp í gegnum Leynidali. Neðanvert í þeim er Hellnahraun, en í þeim ofanverðum er lágbruninn. Línan liggur […]