Entries by Ómar

Grindavík – kenning um landnám

Í Landnámu (Sturlubók) er þess getið að Molda-Gnúpur Hróflsson hafi numið Grindavík, líkleg aum 934, og Þórir haustmyrkur Vígbóðsson nam Selvog og Krýsuvík Synir Molda-Gnúps voru Gnúpur, Björn, Þorsteinn og Þórður. Einkona Gnúps var Arnbjörg Ráðormsdóttir og Björn giftist Jórunni dóttur Arnbjargar og Svertings Hrolleifssonar (á Hrauni). Í annarri útgáfu Landnámu (Hauksbók) segir að Gnúpur […]

Gerðisstígur – Kolbeinshæðarstígur – Kolbeinshæðarskjól – Kolbeinshæðarhellir

Ætlunin var að ganga frá Gerði og fylgja Gerðisstíg upp á Kolbeinshæðarstíg. Hann liggur í Kolbeinshæðarskjól. Í örnefnalýsingur fyrir Þorbjarnarstaði segir m.a.: „Í suðvestur uppi á hrauninu frá Efri-Hellrum er hraunhæð, nefnd Kolbeinshæð, og er vel gróið kringum hana. Sunnan í henni er vestanvert Kolbeinshæðarskjól, en austanvert er Kolbeinshæðarhellir. Uppi á hæðinni er Kolbeinshæðarvarða. Kolbeinshæðarstígur […]

Hrísbrúarsel – Markúsarsel

Skoðaðar voru seljarústir við Leirvogsá norður undir Mosfelli (sennilega frá Hrísbrú) og síðan norðaustan við Leirtjörn (Markúsarsel). Selrústirnar selsins frá Hrísbrú er norðan undir austanverðu Mosfelli, á milli Mosfells og Leirvogsár. Í örnefnaskrá Minna-Mosfells segir m.a.: “ Neðar við Leirvogsá [ norðan Mosfells] heita mýrarnar Stóra-Sveinamýri og Litla-Sveinamýri. Það er allmikið flæmi öðru nafni nefnt […]

Klofasteinn – Klofningssteinar – Kaupmannsklettur

Eftirfarandi umfjöllun er dæmi um hversu litla virðingu nútímafólkið ber fyrir fortíðinni. Á einum mannsaldri hafa sögulegar minjar verið nánast afmáðar, ýmist vegna vanþekkingar og/eða hugsunarleysis: Í „Fornleifaskrá Kópavogs – Endurskoðuð“, skráð af Bjarna F. Einarssyni 2019 segir m.a. um landamerkjasteininn Klofastein: Klofasteinn vestri „Vestan í malarstíg, um 14 m N af Fossvogslæk. Innan skógræktargirðingar […]

Draugaklettar – Draugasteinar – Álfhóll

Draugaklettar eru í Breiðholsthvarfi á móts við Árbæinn, ekki háir en dökkir að lit. Þar fer ekki sögum af draugum; hins vegar átti huldufólk að búa í þeim. Einnig er talað um Draugasteina skammt frá suðurenda Árbæjarstíflu. Uppi á Breiðholtshvarfinu, eða við fjölbýlishúsið Vesturberg 2-6, er önnur álfabyggð í hól einum, skv. Fornleifaskrá Reykjavíkur. Trúin […]

Reykjanes – Hringferð 02 – Keflavík – Hafnir

2. Keflavík – Hafnir -Nikkelsvæðið Nefnt svo vegna meintrar nikkelmengunar á svæðinu neðan við Háaleiti. Einnig olíumengun. Nú er Vatnarliðið búið að afhenta Reykjanesbæ svæðið, olíugeymar hafa verið fjarlægðir, skipt hefur verið um jarðveg að mestu og svæðið undirbúið undir íbúðarbyggingar. -Hitaveitutankarnir Rauðu pípurnar frá Svartsengi – heita vatnið… Hitaveita Suðurnesja hf. er sameignarfyrirtæki sveitarfélaganna […]

Reykjanes – Hringferð 09 – Grindavík – bæjarferð

9. Grindavík – bæjarferð 1. Talið er að byggð hafi hafist í Grindavík mjög snemma. Í landnámsbók er talað um tveir landnámsmenn hafi komið til Grindavíkur kringum árið 934 voru það þeir Molda-Núpur Hrólfsson sem nam Grindavik og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson en hann nam Selvog og Krísuvík. Synir Moldanúps settust að í þeim þremur hverfum […]

Reykjanes – Hringferð 17 – Vogar – Ytri-Njarðvík

17. Vogar – Ytri-Njarðvík -Vogar Vogar á Vatnsleysuströnd er kauptún, sem varð til við breytingar á útgerðarháttum, þegar vélbátaútgerð gekk í garð með stærri skipum, sem kröfðust góðs lægis eins og er við Voga. Um aldamótin voru tæplega 800 íbúar í Vogum, fleiri en í Keflavík og Grindavík samanlagt. Fyrrum hétu Vogar Kvíguvogar en það […]

Reykjanes – Hringferð 05 – Reykjanesviti – Gunnuhver

5. Reykjanesviti – Gunnuhver -Karlinn Sést utan við Reykjanesið. Gígtappi úr einum gíga gígaraðarinnar í Stömpunum, sá syðsti (frá Stampagosinu hinu Yngra). Karlinn um 50 metra hár og þétt setinn fugli. -Kerlingin Horfin, var einnig einn gígtappinn í gígaröðinni vestan við Karlsgígaröðina. Annars eru raðirnar fjórar frá mismundandi tímum. Hörslin eru elst og austast, þá […]

Reykjanes – Hringferð 13 – Seltún – Vatnsskarð

13. Seltún – Vatnsskarð -Jarðhiti Jarðhiti á yfirborði myndast þegar vatn kemst niður á nokkur hundruð til nokkur þúsund metra dýpi. Þetta getur bæði verið grunnvatn eða leysinga-og úrkomuvatn sem rennur niður í berggrunninn. Vegna þess hve jarðlögin undir Íslandi eru heit, hitnar vatnið. Varminn sem hitar grunnvatnið kemur frá kviku eða heitu bergi í […]