Entries by Ómar

Óskot – Tóftin

Þegar gengið var nýlega um norðvestanverða jörðina Óskot var gengið fram á tóft, sem virtist mjög gömul. Hún var augljós ofan frá heiðarbrúninni að sjá; grasi gróinn blettur í mólendinu. Þegar nær dró sást móta fyrir hleðslum, auk þess gera mátti ráð fyrir húsaskipan. Við fyrstu sín virtist þarna vera um fjárhústóft að ræða. Og […]

Fóelluvötn að Lækjarbotnum

Leiðir frá Fóelluvötnum að Lækjarbotnum. Við Fóelluvötn (í Vötnum eða á Vatnavöllum) eru sléttir grösugir vellir og voru fyrrum áfangastaður ferðamanna og leiðir lágu að völlunum frá öllum áttum. Frá norðri af Alfaraveginum gamla og Laufdælingastíg. Frá austri af Dyravegi og frá Kolviðarhóli (Hellisheiðarvegi) og Ólafsskarði. Úr suðri kom leið frá Sandskeiði (Sæluhúsinu), úr vestri […]

Plöntum, vökvum rein við rein… – Garðar Þorsteinsson

Hörður Zóphaníasson tók viðtal við formann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er birtist í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, jólablaðinu, árið 1964 undir fyrrisögninni „Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann„: „Jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar hafði hug á að kynna fyrir lesendum sínum Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og heimsótti því formann félagsins, séra Garðar Þorsteinsson, og lagði fyrir hann ýmsar spurningar um skógræktarstarfið. […]

Lækjarbotnar – vatnsveita; skilti

Þegar gengið er upp með læknum er kemur úr Lækjarbotnum má sjá hvar hann liðast með norðurjaðri Stekkjarhrauns og Gráhelluhrauns (Lækjarbotnahrauns). Við upptökin eru hleðslur undan timburhúsi, sem þar stóð um tíma á vatnsþró. Frá húsinu lá trépípa niður til bæjarins. Sjá má leifar hennar neðan við hleðslurnar. Skammt neðar er stíflumannvirki, steypt og hlaðið. […]

Víkingaheimar

Víkingaheimar eru í Reykjanesbæ. Setrið það tekur fyrir þátt Íslands í landafundum Norður-Ameríku. Þar má finna víkingaskipið Íslending sem sigldi til Ameríku sumarið 2000, og sýningu sem Smithsoninan stofnunin í Bandaríkjunum gaf til Víkingaheima. Hún gefur gestum tækifæri til að læra um sögu og lifnaðarhætti víkinga við Norður-Atlantshafið fyrir þúsund árum. Frá stofnun hafa Víkingaheimar […]

Athvarfið sunnan Suðurár

Sunnan Suðurár, í lágu grasigrónu dalverpi, er tóft; lítið hús með heillegum hlöðnum veggjum. Dyr snúa á móti suðsuðvestri. Við hlið hússins eru og grónar hleðslur. Ekkert þak er á húsinu og ekkert timburverk að sjá við steinhleðslurnar. Framan við húsið er lítið skilti frá Minjavernd Reykjavíkur; friðlýstar minjar. Að sjá virðist húsið alls ekki […]

Stafnesselin – Hvalsnesselin

Í upplandi Stafness og Hvalsness voru selstöður bæjanna fyrrum. Í Jarðabókinni 1703 er þeirra getið, en þá, er það var skrifað, höfðu þær verið í eyði um árhundraðabil. Þegar FERLIR skoðaði selstöðurnar árið 2014 var aðkoman eftirfarandi: Stafnessel: Vitað er um leifar þriggja selstöða í Landi Stafness, allar mjög gamlar og grónar, líklega frá því […]

Hrútagjárdyngja II

 Ætlunin var að ganga um Hrútagjárdyngju, skoða hana og reyna að glöggvast á tilurð hennar. Þá var tilgangurinn að halda niður fyrir dyngjusvæðið og skoða nokkra hraunhella norðan hennar, s.s. Steinbogahelli, Maístjörnuna, Húshelli, Snagann, Híðið sem og fleiri hella. Eitt af stærstu hraununum í kringum Hafnarfjörð er komið úr Hrútagjárdyngju. Upptök þess eru nyrst í […]

Ögmundar- og Katlahraun – Aðrar dimmuborgir

Í Dagblaðinu Vísir, helgarblaði árið 1983 er fjallað um Ögmundar- og Katlahraun undir fyrirsögninni „Aðrar dimmuborgir“ og undirsögninni „svipast um á skrítnum slóðum í Ögmundarhrauni við Grindavík„. „Suðurhluti Reykjanesskaga er ekki í alfaraleið. Þjóðbrautin liggur tugi kílómetra frá, og því hefur svo verið lengi að fáir ferðamenn hafa lagt leið sína til þessa landshluta. Það […]

Byrgi í Eldvörpum

Gengið var suður fyrir Eldvörpin, yfir mosagróna hleðslu, inn á Brauðstíginn og áfram áleiðis eftir Reykjaveginum til suðvesturs. Af honum var stefnan síðan tekin að Tyrkjabyrgjunum í vesturkrika Sundvörðuhrauns. Gömul gata liggur reyndar frá Árnastíg frá Húsatóttum og þaðan inn í krikann. Frá honum liggur stuttur stígur að byrgjunum. Er komið var að þeim fyrir […]