Entries by Ómar

Keilir – myndun

Gengið var á Keili frá Oddafelli. Keilir er keilulaga móbergsfjall á Reykjanesskaga. „Fjallið hefur myndast á ísöld við gos undir jökli án þess að gosið næði upp úr. Hæð Keilis er um 379 metrar yfir sjó. Keilir er keilulaga og sést víða að, þegar ekið er í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík er Keilir beint […]

Dollan – Gíghæð

Farið var í Dolluna, sem er rétt við gamla Grindavíkurveginn, við bílastæðið á Gíghæð. Dollan opnaðist er þakið féll niður undan vörubíl þegar verið var að vinna við nýja veginn, en þá var svæðið þarna notað sem athafnasvæði verktakans. Opið er vestan til í svæðinu. Dýptin á fast er um tvær mannhæðir og hallar síðan […]

Eldfjallagarður á Reykjanesskaganum

Á fundi Borgarstjórnar í dag [17.11.2009] var samþykkt samhljóða að undirbúa vinnu um Eldfjallagarð á Reykjanesi. Tillagan kom frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðsflokki og VG, að því er segir í tilkynningu. Fram kemur í greinagerð að garðurinn sé hugmynd að samnefnara fyrir sérstöðu Reykjanesskagans sem geti tengt saman hinar fjölbreyttu auðlindir svæðisins og markað stefnu um nýtingu […]

Óbrennishólmi – Húshólmi

Gengið var um Ögmundarstíg, sem reyndar Hlínarvegur hefur verið lagður yfir, framhjá Ögmundardys, niður með Latsfjalli og um stíg suðaustur inn í Ögmundarhraun, áleiðis að Óbrennishólma, en þangað var ferðinni heitið. Staldrað var við í Óbrennishólma, kíkt á garðinn, sem hraunið (1151) stöðvaðist við, óskilgreinda tóft og fjárborgina fornu. Þá var haldið um stíg yfir […]

Grindavík – staðarhúsin

Fyrr á öldum var öðru vísi um að litast í Grindavík en nú má sjá. Lögbýlin; Ísólfsskáli, Hraun, Þórkötlustaðir, Hóp, Járngerðarstaðir, Húsatóftir og Staður voru í dreif með hjáleigur sínar, tómthús og þurrabúðir umleikis. Vísir var orðinn að hverfamynduninni, sem nú þekkist. Allt frá því á 16. öld, og þó einkum þeirri 17., átti Skálholtsstóll […]

Ómar Smári Ármannsson – viðtal

Fáir, ef nokkur núlifandi Grindvíkinga, þekkja sögu samfélagsins, þróun, landamerki og landsgæði bæjarins sem og umhverfi Reykjanesskagans betur en Ómar Smári Ármannsson, hvort sem um er að ræða örnefni, minjar og sögulega staði. Hann ólst upp, á sínum tíma, í gamla útvegsbændasamfélaginu, sem enn á sterkari rætur í grindvísku samfélagi, en marga grunar. Hann fékk […]

Seljavogur – Stafnessel – Hafnasel

Á landakortum er örnefnið „Seljavogur“ merkt við norðaustanverða Ósa í Höfnum. Örnefnið bendir til að þar hafi verið selstaða og það fleiri en ein. Hingað til hefur ekki verið vitað um aðra selstöðu norðan Ósa en Stafnessel norðan Djúpavogs. Í vettvangsferð FERLIRs átti hins vegar annað eftir að koma í ljós. Magnús Þórarinsson lýsir eftirfarandi […]

Blikdalur – Brautarholtssel – Saurbæjarsel – II

Í Blikdal (Bleikdal) eiga, skv. Jarðabókinni 1703, að vera leifar af a.m.k. 7 selstöðum. FERLIR hafði staðsett þær í fyrri ferðinni um dalinn (sjá Blikdalur – Brautarholtssel – Saurbæjarsel – I). Skv. upplýsingum Páls Ólafssonar, bónda að Brautarhóli, átti Brautarholt sunnanverðan dalinn að mestu og Saurbær hann norðanverðan. Nes og Hof tilheyrðu Brautarholti, en Hof […]

Fjárskjólsklettaskjól – Steinhússkjól

„Ofan Straumsselshellra syðri er Gamlaþúfa. Vestur af henni liggja Bringurnar. Þar er Steinhús, klapparhóll mikill og áberandi. Rétt austan við það er fjárskjól eða skúti, sem mun ekki hafa neitt sérstakt nafn. Í skrá Gísla Sigurðssonar er skúti þessi nefndur Gústafsskjól. En þetta nafn hafði Gísli sjálfur gefið, þegar hann var í örnefnaleiðangri ásamt Gústaf […]

Úrbóta er þörf…

Í fjölmiðlum að undanförnu (júlí 2008) hefur talsvert verið fjallað um aðstöðuleysi ferðafólks á áhugaverðum áfangastöðum þess, s.s. við Dettifoss, Kerið og reyndar víðast hvar um landið, nema ef vera skyldi á Þingvöllum, við Geysi og við Gullfoss (sjá t.d. umfjöllun HÉR). Lítið hefur reyndar verið bent á allt hið jákvæða sem gert hefur verið í […]