Entries by Ómar

Lögberg í Lækjarbotnum

Í Ísafold árið 1908 má lesa eftirfarandi um „Stofnun nýbýlis á Lögbergi“: „Lögberg nefni eg greiðasöluhús mitt, nýtt og vandað steinhús, bygt við Fossvallaklif, fyrir ofan Lækjarbotnabæinn sem eg hefi lagt í eyði. – 15. des. 1908. – Guðni H. Sigurðsson.“ Í Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins árið 1963 er fjallað um Lögberg: „Sögu Lögbergs er lokið. Síðustu […]

Gíslagata – Sandfellsvegur – Svínaskarðsvegur II

Stutt var síðan Kirkjugatan milli Reynivalla og Fossár var rakin. Nú var ætlunin að fara um Gíslagötu austar á Reynivallahálsi, upp á Selgötuna (Sandfellsleið), fylgja þeim niður í Fossárdal og ganga síðan til baka eftir Svínaskarðsvegi, hinni fornu þjóðleið, að Vindáshlíð. Á hálsinum eru Dauðsmanns-brekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar […]

Reykjavík – torbæjaborgin

Í Lögbergi 1949 fjallar Árni Óla um „Reykjavíkurhúsin„: Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1786. „Um 1940 voru talin vera rúmlega hundrað torfbýli í borginni. Um 1840 hafa þau verið nokkru fleiri, en þá voru íbúðarhús úr timbri um 40 að tölu. Mannfjöldi í Reykjavík var þá 900 og þar af áttu 300 heima í timburhúsum, en […]

Byggð bernsku minnar

Mánudaginn 28. des. 2009, frá kl. 18:00-20:00, var skipulögð dagskrá í sal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns við Seljabót í Grindavík undir heitinu „Byggð bernsku minnar„. Yfirskriftin var vísan til fyrra bindis æviminninga Tómasar Þorvaldssonar, en dagskráin var tileinkuð 90 ára afmæli hans. Tómas fæddist 26. des. 1919. Hann lést 2.des. 2008. Kristinn Þórhallson, Óskar Sævarsson og fleiri […]

Arnarseturshraun – Benediktshellir

Birni Hróarssyni, hellafræðingi, barst nýlega (2009) upplýsingar um hellarásir í Arnarseturshrauni frá áhugasömu hellaskoðunarfólki, Christoph og Sarah Hess. Þau hjónin höfðu verið að skoða undir yfirborð hraunsins á svæði suðaustan við Hestshelli og norðvestan við Arnarseturshelli, eins og sjá má á eftirfarandi lýsingum: „Exploring the area. First (a) there were a cave with a VERY […]

Skógargata – Fjárborgargata

Gengið var um svonefnda Skógargötu frá Óttarsstöðum, um Eystraklif og upp á Alfaraleið ofan við Löngubrekkur. Gatan liggur áleiðis upp í Óttarsstaðasel. Önnur gata, oft nefnd Skógargata, liggur vestar (Óttarsstaða-selsstígur). Þær sameinast skammt norðan Alfaraleiðar. Milli Bekkja og Meitla eru aftur gatnamót þar sem Skógargatan beygir til suðvesturs áleiðis að Skógarnefi en Óttarsstaða-selsstígurinn liggur upp í […]

Reykjadalur – Dalaskarð – Grændalur

Þegar gengið er hring um Reykjadal og Grændal (Grensdal) ofan Hveragerðis um Dalaskarð (um 8 km ganga) er áður áhugavert að skoða örnefnalýsingu Ólafar Gunnarsdóttur, sem lengi var í Reykjakoti og m.a. smali þar. Á svæðinu, auk örnefnanna, eru allnokkrar fornar minjar, s.s. selstöður, sauðahús og stígar. Hægt er að taka mið af Varmá er […]

Glaumbær í Hraunum II

Eftir að baráttan við berklaveikina fór að bera árangur og staða berklasjúklinga í þjóðfélaginu að batna, beindist líknarstaf Kvenfélagsins Hringsins inn á nýjar brautir. Þá fór félagið að styrkja fátæk og veikluð börn úr Hafnarfirði til sumardvalar í sveit. Barnaverndarfélag Hafnarfjaðar átti mikinn þátt í, að barnaheimilið Glaumbær var stofnað 1957 og lagði því talsvert […]

Strípshraun – Strípur – Elliðavatnsfjárhús

Gengið var um vestanvert Elliðavatnsland ofan við Vatnsvík við suðaustanvert Vatnsendavatn (Elliðavatn). Þar eru fjárhústóftir frá Elliðavatni. Tóftirnar standa hátt á grónum hól ofan við skógræktarlund og sjást vel víða að. Líklega er það tilviljun ein að mikil plöntuárátta hlutaðeigandi hefur ekki náð að hylja tóftirnar með trjám líkt og sjá má svo víða. Á […]

Þjóðmenningarhús

Þjóðmenningarhúsið var byggt fyrir Landsbókasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands á árunum 1906 til 1908 og opnað almenningi vorið 1909. Þjóðminjasafn Íslands og Náttúrugripasafn Íslands voru einnig í húsinu um langt árabil. Í Safnahúsinu, eins og það var fljótlega kallað, voru því lengi vel undir einu þaki allir helstu dýrgripir íslensku þjóðarinnar. Helsti frumkvöðull að byggingu […]