Entries by Ómar

Alþingishúsið

„Á Alþingi 1867 var samþykkt ályktun um að minnast þúsund ára Íslandsbyggðar með þjóðhátíð árið 1874 og með því að reisa í Reykjavík alþingishús af íslenskum steini. Til að hrinda því í framkvæmd var skorað á stiftamtmann, biskup og landfógeta að ganga í nefnd með tveimur alþingismönnum til að veita viðtöku og ávaxta það fé […]

Þjóðminjasafn Íslands

Þjóðminjasafnið telst stofnað 24. febrúar 1863. Þann dag færði Jón Árnason stiftsbókavörður stiftsyfirvöldum bréf frá Helga Sigurðssyni á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi þar sem hann býðst til að gefa Íslandi 15 gripi með þeirri ósk „að þeir verði fyrsti vísir til safns íslenskra fornmenja.” Íslenskir gripir höfðu fram að þessu einkum verið varðveittir í dönskum söfnum. […]

Flatahraun – Bakkastekkur – Flatahraunsrétt – heytóft

Gengið var um vestanvert Flatahraun norðan Hrafnistu. Í hrauninu er margt minja, s.s. rétt, stekkur, heytóftir, kví og stöðull, en utan þess, ofan við Dysjamýrina er Völvuleiðið. Á Völvuleiði hvíla álög. Algengt var að sjá dysjar við gamla þjóðvegi sbr. dysirnar við Kópavogslæk og uppi á Arnarneshálsinum. Eftirfarandi upplýsingar um svæðið eru komnar frá Jónatani […]

Forsætisráðherrabústaðurinn á Þingvöllum

Löng hefð er fyrir því að forsætisráðherra hafi bústað á Þingvöllum til einkaafnota og opinberra gestamóttaka. Vorið 1907 var reist timburhús á Þingvöllum sem ætlað var Friðriki konungi VIII til bústaðar í heimsókn hans til Íslands um sumarið. Húsið var reist ofan við eða við Vellina, rétt fyrir neðan Öxarárfoss, og var í eigu Landsjóðs. […]

Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu

Húsið við Tjarnargötu 32 sem nefnt er Ráðherrabústaðurinn var reist af Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands, árið 1906 og flutti hann þangað inn með fjölskyldu sína 26. mars 1907. Húsið var upphaflega reist af Norðmanninum Hans Ellefsen hvalveiðiforstjóra á Sólbakka við Önundarfjörð árið 1892 en hann flutti starfsemi sína þaðan 1901 og bauð síðar vini […]

Stjórnarráðshúsið

„Hugmynd um byggingu hegningarhúss á Íslandi mun fyrst hafa komið fram árið 1734, þegar stiftamtmaður bauð amtmanni að reifa málið á alþingi í framhaldi af konungsbréfi um fangavist í stað líflátshegningar áður. Amtmaður taldi það annmörkum háð að koma hér á fót slíkri stofnun, og þegar lögmenn og sýslumenn vísuðu málinu frá vegna kostnaðar, féll […]

Arnarseturshraun – aldur

Ætlunin var að skoða hluta Arnarseturshrauns norðvestanvið Arnarsetur. Þar er hraunið nokkuðs létt og mikið um yfirborðsrási, auk þess sem þar eru þekktir hellar, s.s. Hnappur og Hestshellir. Afstapahraun er frá sögulegum tíma þrátt fyrir að í Vallholtsannáll segi frá gosi þarna 1661. Við rannsókn kom í ljós að landnámslagið (dökkt að ofan og ljóst […]

Alfaraleiðin – frá Hafnarfirði

Alfaraleiðin er elsta kunna samgönguleiðin milli Útnesja og Innnesja Reykjanesskagans. Um Alafaraleiðina fóru allir fólks- og vöruflutningar fyrr á öldum. Vermenn sem fóru um norðanverðan skagann fylgdu þessari götu á ferðum sínum í og úr verinu. Bændur og kaupmenn, ferðamenn og vinnuhjú fylgdu þessum fjölfarna götuslóða allt þar til Gamlivegur, fyrsti vagnfæri Suðurnesjavegurinn var lagður […]

Eldborg – Mosar – Hálsagötur – skjól

Ætlunin var að ganga spölkorn eftir hinni gömlu og djúpt mörkuðu þjóðleið er lá eftir endilöngum Reykjanesskaganum um Mosa og framhjá Eldborg undir Trölladyngju. Skammt frá götunni leyndist m.a. skjól með mannvistarleifum (fyrirhleðslu) og e.t.v. einhverju fleira. Sesselja Guðmundsdóttir frá Brekku undir Vogastapa (Kvíguvogastapa) er mannakvenna fróðust um uppland Vatnsleysustrandar-hrepps. Fróðleikur hennar hefur m.a. birst […]

Stardalur – fornar minjar

Í Stardal, dalnum ofan bæjarins Stardals í Kjalarneshreppi, eru a.m.k. fornar tóftir á tveimur stöðum; selstaða ofan Stardalsáar og u.þ.b. 14 metra langur skáli ofan dalsins (í Skálafelli). Við síðarnefndu tóftina má einnig sjá tóftir af öðrum minjum. Bendir það til þess að báðir staðirnir hafi verið fornir nytjastaðir. Vestari hluti dalsins er mýrar og […]