Entries by Ómar

Þórir haustmyrkur – Selvogsgata – Grindarskörð

Eftirfarandi upphafslýsing á ferð upp Grindarskörð birtist í Mbl. árið 1980. Lýsingin er betri en margar aðrar, sem birst hafa um þetta stórbrotna svæði í seinni tíð. Af frásögnum fólks virðist flest það, sem ætlaði að ganga hina sögufrægu Selvogsgötu, aldrei hafa ratað inn á hana, en samt talið sig hafa elt hana að Hlíð […]

Esjubergssel – Sumarkinn – Svínaskarð

Í tilefni dagsins (sumardagurinn fyrsti) var gengið upp í Sumarkinn undir vesturhlíðum Skálafells um Haukafjöll og Þríhnúka. Milli kinnarinnar og Þverfells, undir Móskarðshnúkum, liggur gamli vegurinn um Svínaskarð. Stórbrotið útsýni er úr skarðinu. Að handan er Svínadalur og að ofan norðar er Trana. Í leiðinni var komið við í Þerneyjarseli og Varmárseli ofan við Tröllafoss […]

Strandarhæð – Strandarborg og hellar

Í Árbók HÍF 1930-1931 má lesa eftirfarandi um hella á Strandarhæð sem og í Krýsuvíkurhrauni (Klofningi) úr „Lýsingu Strandarkirkju- og Krýsuvíkursókna“ eftir séra Jón Vestmann, 1840. Herdísarvíkurhraun kemur úr Brennisteins-fjöllunum, engir eru þar hellirar eður stórgjár; — þó er þar 1 hellir, kallaður Sængurkonuhellir, því kvenpersóna hafði einhvern tíma alið þar barn; þessi hellir er […]

Sængurkonuhellir IV (Klifshæðarhellir)

Í örnefnalýsingu GS fyrir Herdísarvík segir m.a. af gömlu alfaraleiðinni til vesturs; „Alfaravegurinn gamli liggur þarna um hraunið um Klifhæð, sem einnig ber eftirtalin nöfn: Klifið, Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur mikil og stæðileg varða verið hlaðin í Klifið, Klifsvarða, og ofan hennar er svo Sýslusteinn, og liggur (svo) þar um landa- og sýslumörk. […]

Skútaklettur

Skútaklettur var fyrrum hornmark á landamerkjum Fífuhvamms og Arnarness. Kletturinn, eða steinninn öllu heldur, er skammt vestan gatnamóta Dalssmára og Arnarsmára í Kópavogi. Í bókinni „Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar“ eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson er fjallað um „landamerkjalýsingar og örnefnaskrár„. Þar segir um Skútaklett: „Hornmark Arnarness, Kópavogs og Fífuhvamms er í öllum lanamerkjalýsingum þessara […]

Reykjanes – Einhver einkennilegasti staður í nágrenni Reykjavíkur

Eftirfarandi grein birtist í Lesbók MBL 13. júní 1926:  “Fæstir Reykvíkingar þekkja hið eiginlega Reykjanes, þó undarlegt megi virðast. Er óhætt að fullyrða, að  margir hafi dvalið hjer langvistum í höfuðstaðnum, án þess að vita, hvar á Reykjanesskaga hið einkennilega Reykjanes er; en það er skagatotan syðst og vestast á Reykjanesskaga, þar sem vitinn mikli, […]

Skógrækt Hafnarfjarðar – saga

„Síðasta dag sumars árið 1946, nánar tiltekið þann 25. október, mætti 21 Hafnfirðingur til fundar þar sem ákveðið var að stofna Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Mætingin var nokkuð lakari en fundarboðendur reiknuðu með því þá þegar höfðu 100 Hafnfirðingar gerst félagar í Skógræktarfélagi Íslands sem var stofnað á Alþingishátíðinni á Þingvöllum. Skógræktarfélag Íslands hafði sinnt ræktunarstörfum á […]

Sængurkonusteinn – Saumakonuhellir

Í Huld I, bls. 52, er frásögn um Sængurkonustein „eptir handr. Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi, tekin upp eptir húsfrú Katrínu Hannesdóttur á Eyrarbakka“. Í henni segir: „Fyrir utan og ofan Helli í Ölfusi er fjöldi af stórum steinum, sem hrunið hafa úr Ingólfsfjalli. Undir einum þeirra er skúti; það er eitthvert stærsta bjargið, og heitir […]

Lambúsabryggja – Hrólfskáli I (brunnur)

Gengið var um sunnanverða vesturströnd Seltjarnarness með það fyrir augum að líta nokkur örnefni og nokkrar fornleifar augum, s.s. Lambastaðavör, Melhúsabryggju (eystri og vestari, Sandskarð, Fjósaklöpp, Hestastein, Hrólfskálavör, Hrólfskálabrunn (Steinabrunn), Stóruklöpp, Steinavör, Nónbjörg, Litluklöpp og Sandvík augum. Til er ágæt loftmynd af svæðinu frá 1979 þar sem Guðrún Einarsdóttir merkti inn helstu örnefnin sem lið […]

Núpshlíðarháls (Vestur-Móháls)

Ætlunin var að ganga til norðurs eftir Núpshlíðarhálsi með það fyrir augum að skoða flugslysstað frá 1943 og staðsetja landamerkjapunkta á Núpshlíðarhorni, ofan við Gamlaveg með sjónhendingu í miðja öxl Borgarfjalls, Framfell, Selsvallaháls, Selsvallafjall og Sogadal. Miðað við gildandi landamerkjabréf lá markalínan eftir hálsinum frá Dágon á Selatöngum í vesturöxl Trölladyngju. Skv. því er Hraunssel […]