Entries by Ómar

Blesaflöt – Vatnsskarð

Til vefsíðunnar berst mikill fróðleikur frá lesendum, bæði til viðbótar upplýsingum sem fyrir eru eða nýjar (gamlar) um áður ókannað efni. En þar sem viðfangsefni FERLIRs er einungis bundið við minjar, örnefni, sögu, náttúru og umhverfi í fyrrum landnámi Ingólfs (Reykjanesskagann) þarf að leggja margan fróðleikinn til hliðar. Og þótt eindreginn vilji væri fyrir hendi […]

Ísólfsskáli – Mölvík – Veiðibjöllunefn – Katlahraun

Gengið var um Ísólfsskála, verminjarnar á og við Nótarhól ofan við Gvendarvör austan Rangagjögurs neðan Skálabótar, og haldið með ströndinni um Tranta, Hattvík og Kvennagöngubása út í Hraunsnes. Þaðan var gengið um Veiðibjöllunef og Mölvík í Katlahraun uns staðnæmst var við fjárskjólið þar uppi í hrauninu. Hraunið ofan við Hraunsnes, austan Ísólfsskála, nefnist Skollahraun, en […]

Götugjá – Réttargjá – Strandargjá – Selsvallasel

Ætlunin var að ganga frá Arnarkeri til norðurs vestan Hlíðarendahjalla að Götugjá (Nesgjá), Réttargjá og Strandargjá suðvestan Geitafells. Undir vegg Réttargjár er hin forna Geitafellsrétt. Í nágrenninu eru hleðslur á nokkrum stöðum sem ætlunin var að skoða. Þá er örnefnið Selsvellir undir Geitafelli og líklegt þótti að það hefði ekki komið af engu. Eins og venjulega kom ýmislegt […]

Hafnarfjörður 1903

Í „Alþýðublaði Hafnarfjarðar, jólablaði“ árið 1965 er birtur uppdráttur dönsku mælingarmannanna af bænum frá árinu 1903 og farið um hann af nokkrum fróðleik: Hér birtist kort af Hafnarfirði, eins og hann leit út um og eftir síðustu aldamót. Er þar allmikinn fróðleik að finna, fyrir þá sem vilja setja sig niður til þeirra hluta, frá […]

Arnes Pálsson og Arnesarhellir í Elliðaárdal

Í Huld, safni alþýðlegra fræða íslenskra, er m.a. fjallað um Arnes Pálsson útilegumann. Er frásögnin „eptir handriti séra Jóns Yngvaldssonar á Húsavík (dáinn 1876) rituðu eftir sögn séra Arnórs Jónssonar í Vatnsfirði (dáinn 1853), en Arnes sagði honum sjálfur kringum 1790. Í handritinu er líst ástæðu fyrir útilegu Arnesar eftir að hann varð uppvís að […]

Ölfusvatn – Skinnhúfuhellir – fjárhellir – fjárborg – letursteinn

Ætlunin var að skoða ystu norðausturmörk hins forna landnáms Ingólfs, m.a. þjóðsagnakenndan og einstígsaðgengilegan Skinnhúfuhelli norðan í Björgunum austan Hellisvíkur við Ölfusvatnsvík, fjárhelli frá Villingavatni, sem notaður hefur verið frá ómunatíð allt til loka síðustu aldar, fjárborg í Borginni vestan Úlfljótsvatns, beitarhús og nokkrar aðrar tóftir á svæðinu, auk þess sem ætlunin var að koma […]

Á Hausastöðum gerðist merkileg saga – Ólafur Þ. Kristjánsson

Grein þessi er erindi, lítið eitt breytt, sem höfundur flutti á kvöldvöku í Barnaskólanum í Garðahreppi 18. október síðastliðinn, þegar kennarar þar og nokkrir fleiri minntust 15 ára starfsemi skólans. Óskaði skólastjórinn, Vilbergur Júlíusson, eftir erindi um þetta efni, en höfundurinn liafði þá fyrir skömmu verið ráðimi til að taka saman sögu skólanna á svæðinu […]

Flug yfir Reykjanesi

Haldið var í flug yfir Reykjanesið. Stefnan var tekin yfir öll helstu minja-, sögu- og náttúrusvæði skagans. Flugmaðurinn reyndist þrautþjálfaður, Ólafur Örn Ólafsson, hafði þekkingu á svæðinu og átti auðvelt með að finna hin helstu svæði. M.a. var flogið yfir Bessastaðanesið, Þorbjarnastaði í Hraunum, Óttarstaði og Straum, Straumssel, Gapið í Almenningum, Kleifarvatn, Austurengjahver, Grænavatn, Krýsuvíkurheiði, […]

Arnesarhellir við Elliðaár

Í Huld, safni alþýðlegra fræða íslenskra, er m.a. fjallað um Arnes Pálsson útilegumann. Þar er frásögnin „eptir handriti séra Jóns Yngvaldssonar á Húsavík (± 1876) rituðu eftir sögn séra Arnórs Jónssonar í Vatnsfirði (± 1853), en Arnes sagði honum sjálfur kringum 1790. Í handritinu er líst ástæðu fyrir útilegu Arnesar eftir að hann varð uppvís að þjófnaði, […]