Geitafell

Ætlunin var að ganga frá Arnarkeri til norðurs vestan Hlíðarendahjalla að Götugjá (Nesgjá), Réttargjá og Strandargjá suðvestan Geitafells.

Stekkur undir Fjallsenda

Undir vegg Réttargjár er hin forna Geitafellsrétt. Í nágrenninu eru hleðslur á nokkrum stöðum sem ætlunin var að skoða. Þá er örnefnið Selsvellir undir Geitafelli og líklegt þótti að það hefði ekki komið af engu.
Eins og venjulega kom ýmislegt óvænt í ljós. Undir Fjallsenda komu t.a.m. í ljós leifar af fornum mosavöxnum stekk. Beint upp af honum, uppi á Fjallsendabrúninni er smalaskjól. Vestar er Fjallsendahellir með þekkri fyrirhleðslu inni í miðri rásinni. Að öllum líkindum hefur stekkurinn gegnt hlutverki þarna um tíma ásamt hinum mannvirkjunum tveimur. Þessa mannvirkis er hvorki getið í örnefnalýsingu né fornleifaskráingu af svæðinu. Smalaskjólið er fremur lítið, en á góðum stað þar sem smalinn hefur haft ágæta yfirsýn yfir undirhlíðina.
SmalaskjolInn undir Fjallsendahelli er Gjögur, djúpt hringlaga jarðfall. Það gæti hafa verið notað sem nátthagi meðan fé var haldið til haga við Fjallsenda.
Skammt ofar er Árnahellir, friðlýstur dropsteins-hellir. Hann var ekki heimsóttur að þessu sinni, en rásin sem hann fæddi er greinilega í annarri myndun en helluumhverfið umleikis. Bæði þar og skammt vestar er apalhraun. Í því er ein fallegasta hraunmyndun hér á landi, lóðrétt hellugólf. Svo er að sjá sem hraunkvika hafi runnið í stórri rás undir storknuðu hraunyfirborðinu til suðurs. Þegar hún hafi mætt fyrirstöðu, annað hvort hæð eða lægð, hefur þrýstingurinn ofar í henni lyft storknuðu loftinu á nokkrum kafla. Við það risu jaðrarnir upp lóðrétt og mynduðu þessa líka tilkomumiklu veggi. Erfitt er að kom auga á fyrirbærið nema fara ofar í Gjögurhraunið og horfa til suðurs. Þá sést þetta vel, en þangað koma varla nokkrir menn lengur eftir að smalar hættu að fara þar um. Nú er fé Selvogsbúa komið í beitarhólf ofar í hrauninu.

Bergveggur

Sjá mátti nokkrar götur í Gjögurhrauni, en allar virtust þær vera eftir fé. Frá Geitafellsrétt (Selsvallarétt) mátti þó sjá varanlegri götu, þ.e. frárekstrargötuna áleiðis að Ölfusi. Hún var allgreinileg svo til alla leiðina.
Á miðju Gjögurhrauni er varða á lágum hraunhól er sést víða að. Þegar hún var skoðuð  sem og nágrennið var talið líklegt að hún væri vísbending refaskyttna á greni þarna í hrauninu. Sjá mátti víða stein á steini við op í hrauninu, einkum norðvestan við vörðuna. Þar er stærri varða, greinilega við op á greni. Ekki var að sjá að skolli væri í hreiðrinu að þessu sinni, en af umhverfinu að dæma gæti hann átt víða innangegnt á svæðinu, ef honum sýndist svo.
Varda i GjogurhrauniSkammt norðar var komið í skeifulaga stóran gróinn bala. Í honum miðjum virtist vera forn tóft. Af ummerkjum að dæma gæti þarna hafa verið nátthagi fyrrum. Greinileg gata lá upp frá honum alla leið upp á Selsvelli. Balinn er gróinn og skjólsæll. Allt umleiki er graslendi undir hólum er gefur til kynna að þarna hafi búpeningur legið fyrrum. Líklegt má telja að þarna hafi verið tímabundin útstöð frá Selsvöllum. Hafa ber í huga að selstaðan frá Hlíðarenda er allnokkru austar í heiðinni og er þar all greinileg. Þessi staður gæti verið yngri en sú selstaða, enda svo til beint ofan við Fjallsenda.
Þegar komið var upp á Selsvelli var svæðið leitað mjög vel m.t.t. hugsanlegra mannvistarleifa. Einu slíkar var að finna undir Stekkhól. Þar eru miklar fornar leifar, mjög líklega sú selstaða sem Selsvellir draga nafn sitt af. Heimildir eru um að Selsvellir hafi verið slægjuland frá Nesi, en líklegt má telja að Nes eða Strönd hafi haft þar tímabundið í seli einsog minjar þessar benda til.

Toft i Gjogurhrauni

Að vísu er Nessel þekkt suðaustan undir Hnúkum, en hún virðist hafa verið frá þeim tíma er selstöður voru að leggjast af um 1870. Ætla mætti að Stekkhólssminjarnar gætu verið eldri, en svo er hins vegar að sjá sem þær gætu verið enn yngri ef tekið er mið af tiltölulega heillegum hleðslum og fyrirkomulagi. Strönd hafði selstöðu í Staðarsel undir Svörtubjörgum. Þótt ekki séu til skriflegar heimildir um selstöðu þarna gæti hún mögulega verið leifar einnar slíkrar frá því um aldamótin 1900, þ.e. hún hefur einungis verið í notkun sem slík í tiltölulega stuttan tíma. Minjar í selstöðunni, sem er ein af 267 slíkum þekktum á Reykjanesskaganum (fyrrum landnámi Ingólfs), eru keimlíkar þeim er sjá má t.d. í Krossseli og Vallaseli í Ölfusi.
Selsvallasel við geitafellGeitafellsrétt (Selsvallarétt) er undir Réttargjá þar sem hún rís hæst. Um er að ræða nokkra dilka og almenning. Veggirnir standa nokkuð heillegir. Þegar Geitafellsrétt var aflögð um aldamótin 1900 var hlaðin rétt á Vörðufelli í Strandarheiði. Hún þótti erfið til rekstrar svo Selvogsréttin nýrri (Girðingarrétt) var hlaðin í heiðinni milli Hnúka og Urðarfells (Svörtubjarga). Réttin hefur einnig verið nefnd Gamlarétt, en hún var aflögð árið 1957.
Ofar er svo Strandargjá og ofanverð Heiðin-há.
Skrifari þessarar göngugreinar FERLIRs skilaði fyrir nokkrum árum BA-ritgerð um selstöður á þessu landssvæði, en síðan hefur vegna þrautseigju ýmislegt bæst við sem skoða mætti nánar. Þetta segir þeim hinum sama að vinna sem þessi verður aldrei lokið að fullu – fyrr en fullreynt er.
Í örnefnalýsingu fyrir Hlíðarenda í Ölfusi segir m.a. um þetta svæði: “Hlíðarendafjall er standberg frá Glámubóli vestur á Hellisnef. Það heitir Hellisberg , einnig Hlíðarendaberg og Berg, í Hlíðarenda var sagt vestur með Bergi, uppi á Bergi. Hellisnef heitir hornið, þar sem Bergið skagar lengst til suðvesturs. Það er hvasst.
Yst undir Hellisbergi er Helli eða Hlíðarendahellir, ágætt fjárból. Hellirinn er sjávarhellir frá lokum Selsvallasel við geitafell-2ísaldar. Hefur um 40 m langur veggur verið hlaðinn upp með slútandi berginu. Kumltótt er þar neðan við Hellinn. Frá Hellinum er örskammt vestur í Hellisnef, en þar endar Bergið. Tvö skörð, Eystraskarð austar og Vestraskarð utar, skerast inn í Hellisberg, miðleiðis, og eru fallegir grashvammar ofan við þau. Vestan við Hellisnef er skarð í brúnina vestan í móti. Það heitir Hellisskarð, og er hestfært. Vestan við Hellisskarð er stór grashvammur, klettalaus í brún og grónar flatir neðan við. Hann heitir Fagrabrekka, og nær vestur að Fjallsenda, en svo heitir þar sem hlíðin, sem byggðin hefur fylgt austan frá Kömbum, hverfur undir hraun. Hraunið, sem við tekur vestan við Fjallsenda heitir Gjögrahraun, og nær vestur í Selvogsmörk. Vestan í Fjallsenda er Fjallsendahellir. Hann er hraunhellir. Inn úr opi hans eru tvennar dyr. Til hægri er sjálf-ur hellirinn, 1 m til 1,7 m hár og um 2 m víður, gólfið er allslétt. Hlaðinn garður lokar honum fyrir fé um l0 m fyrir innan dyr. Til vinstri er niður að fara í annan hellir, sem er að mestu hruninn, svo myndast hefur jarðfall um 4 – 5 m djúpt og 8 – 10 m í þvermál. Það heitir Gjögur. Úr því er skammt í hellisbotn.

Geitafellrett-22

Nálægt miðleiðis frá Fjallsenda að þjóðvegi, en rétt ofan við gömlu götuna út yfir Hlíðarendaheiði, er annað jarðfall, álíka stórt og Gjögur. Það heitir Arnarker. Hrafn hefur átt þar hreiður. Úr botni þess eru hellrar til norðausturs og suðvesturs. Allt svæðið milli fjallshlíðarinnar og sandsins heitir Heiði, Hlíðarendaheiði.”
Á skilti við Arnarker stendur eftirfarandi: “Leitahraun og allir hellar þess mynduðust fyrir um 5000 árum. Eftir að gosinu lauk stóð eftir feikimikil dyngja og í kolli hennar stír gígur, Leitargígur, skammt austan Bláfjalla. Arnarker er einn af hellum Leitarhrauns. Í daglegu tali kallast hellirinn yfirleitt Kerið sem er einföld stytting úr nafninu Arnarker og lýsandi nafngift fyrir niðurfallið. Niðurfallið er eina opið í hellinn en í heild er hann um 516 metra langur. Út frá opinu gengur rás um 100 metra til suðurs en um 400 metra til norðurs.

Geitafellrett-21

Í hellinum er víðast vítt til veggja og hátt til lofts. Hellrinn er þó mjög mikið hrauninn. á nær eina bettinum þar sem ekki hefur hrunið ú rloftinu eru sérkennilegir spenar. Er það innarlega í suðvesturgöngunum.”
Ennfremur segir: “Fyrir ofan Hellisberg, vestur undir Fjallsenda og Gjögrahrauni, eru litlir hólar sem heita Langhólar, segir Sæmundur.
Geitafell er um tvo og hálfan kílómetra í norðvestur frá Búrfelli. Það er 509 m hátt, með brattar hlíðar. Það er hálft í Selvogslandi. Bókfærð hreppamörk eru Vífilsfell – Ólafsskarð – norðaustantil á Geitafell – Fálkaklettur. Úr Fálkakletti eru mörkin svo um Markhóla í Þrívörður, við sjó.
Gjogurhraun- fjarrekstrargata

Fálkaklettur heitir landamerkjasnösin sunnan í Geitafelli. Austan við hann er stórt gil sem heitir Hrútagil. Neðan undir því eru Grasvellir sem heita Hrútagilsflatir. Austan við Hrútagil er allmikil grasbrekka sem heitir Gránubrekka. Austan við Gránubrekku er grasflöt sem heitir Skilflöt. Þar mun hafa verið skipað í leitir í fyrstu smölun á haustin.
Gjár og sprungur eru margar í hrauninu milli Búrfells og Geitafells. Mest þeirra er Þvergjá, öðru nafni Götugjá, sama gjáin sem í landamerkjabréfinu er nefnd Stóra-gjá. Gjáarsvæðið suðvestur og vestur frá. Geitafelli heitir Gjár og Gjáarsporðar, í Sel-vogslandi. Suðvestan við Geitafell eru Sel(s)vellir. Þar eru Selvallaréttir. Kálfahvammur er vestan í Geitafelli, en sunnan í því er Miðflatagil og Miðflatir niður frá því, í Selvogslandi. Vestan við Fálkaklett.”
FallsendahellirÍ örnefnalýsingu fyrir Nes í Selvogi segir m.a.: “Austur af Hnúkunum er komið á svæði, sem einu nafni er kallað Gjárnar eða Á Gjánum. Þetta svæði er milli Hnúka og Geitafells. Um það liggja gjár, sem það dregur nafn af. Þær liggja allar í sömu átt, frá Geitafelli.  Austust og næst landamerkjum er Nesgjá.  Vestar og nær Geitafelli er Réttargjá. Við hana var áður fyrr rétt, Geitafellsrétt, austur undir Geitafelli.  Það var fyrrum aðalrétt Selvogsmanna og Ölfusinga. Við austurenda Réttargjár eru Selsvellir alveg inn undir Geitafelli. Það var slægjuland frá Nesi. Þar fékkst gott hestahey. Götugjá er neðsta gjáin. Hún er áframhald af Nesgjá eða Réttargjá. Hún hverfur undir Hnúkana, en kemur upp aftur niðri í heiði, í Gjáardal, og er sagt, að hún liggi niður í Götutún.” 
Arnahellir-21Í Andvara 1884 birtist ferðasaga Þorvaldar Thoroddsens um Suðurland. Í ferðinni skoðaði hann m.a. Heiðina há og Selvogsheiði. Hann nafngreinir gjárnar, en fjallar að öðru leiti ekkert sérstaklega um þær. Greinin heitir “Ferðir á suðurlandi sumarið 1883”.
Litlu fyrir vestan Hjalla taka við mikil hraun því nær óslitin vestur í Selvog. Austast er Lambafellshraun; nær það vestur að Hlíðarbæjum; hraun þetta hefir runnið í mjög breiðum fossi niður af fjallinu fyrir austan Vindheima nálægt Lágaskarðsvogi; hraunfossinn hallast um 5—6°; breiðist það síðan út, er afarmikið og nær alveg niður að sjó; það er víðast flatt að ofan, breiðar hraunhellur með rákum og rósum, bugðum og öldum eptir rennslið; víða eru stórar, flatar hraunblöðrur og sumstaðar roksandur. Nokkru austar hefir mjór hraunfoss runnið niður af fjallinu; er þetta hraun miklu nýlegra og hefir fallið í mjóum straumi yfir eldra hraunið niður fyrir Hraunhverfi; það er mjög úfið og sýnist vera enn nýrra en Hellisheiðarhraunið, or rann árið 1000, og er því að öllum líkindum runnið síðan Ísland byggðist.

Selsvellir - Geitafelli

Ýmsar líkur eru til þess, að þetta hraun sje einmitt það hraun, sem getið er um í Landnámu að hafi runnið árið 10001. Þó er jeg enn ekki alveg viss um að svo sje. Svo er um mörg fleiri hraun á Reykjanesskaga, að þau hafa eflaust runnið á sögutímanum, en annálar geta eigi um það, og sögur hafa lítt verið ritaðar á þessum útkjálka; hefir slíkt því alveg dottið úr minni manna, enda eru hjer fáir, sem hafa löngun til að grennslast eptir slíku, og varð jeg var við það á ferðinni, að þeir voru sárfáir, sem nokkuð vissu um upptök hraunanna.
Gotugja - bruSelvogsheiði er breið og mikil hraunbunga; er hún auðsjáanlega gamalt eldfjall, þó lág sje (580 fet); hún hallast 1—2—3° á allar hliðar. Hraunin í henni eru mjög gömul og sandorpin, sumstaðar dálítill jarðvegur á sandinum, en hraundrangar og hraunkúpur upp úr; víða eru flatar hraunhellur með mosaverki, sumstaðar hellisskútar, og hafa sumir verið notaðir til fjárgeymslu; í einum hafði karl búið um nokkur ár. Á miðri heiðarbungunni hefir verið ákaflega stór gígur; sjást merki hans enn, þó hann sje nú fullur af hrauni; standa upphvassar hraun-nybbur þar, sem gígrandirnar hafa verið. Fyrir ofan Hlíðarvatn eru snarbrattar hamrahlíðar, 8—900 fet á hæð; fram af þeim hafa 4 stórir hraunfossar fallið, tveir hjá Stakkavík og tveir hjá Herdísarvík. Hraunfossar þessir eru einhverir hinir hæstu á Íslandi, um 800 fet; hefir það verið ógurleg sjón að sjá, þegar glóandi hraunið fjell fram af hömrunum. Hraun þessi hafa komið úr eldgígnum í Brennisteinsfjöllum, líklega kringum Kistufell. Hraun það, er fallið hefir niður hjá Stakkavík, er eldra en það, sem fallið hefir niður hjá Herdísarvík. Herdísarvíkurhraun hefir fallið í tveim bunum niður af fjallinu; þar sem hraunleðjan hefir fallið fram af þverhnýptum hömrum, hefir hún eigi getað tollað samanhangandi í hlíðinni; svo er í eystra fossinum.

Rettargja 22

Í sjálfri hlíðinni eru utan í klettunum langar hraunsljettur og hraunhrúgur fyrir neðan; sumstaðar hafa þó kvíslazt mjóir hraunlækir niður milli hamranna. Hallinn á þessum fossi er 30° eða meira. Vestari fossinn er samanhangandi buna og miklu stærri en hinn, en hallinn minni (25°). Hraun þetta hefir runnið alveg fram í sjó; er það ákaflega úfið og sundurtætt, eintómar hraunskarir, nybbur og klungur, og sumstaðar naumlega fært nokkurri skepnu; allt er það þó mosavaxið, en hvergi er þar gras; í gjám þar eru fjarska stórir og fagrir burknar (Zastræa); eru sumir þeirra 3—4 fet á hæð og eitt fet á breidd, laufið margskipt og prýðis-fagurt; er því að sjá niður í hraungjótunum eins og maður væri kominn í burknaskóg á Nýja-Sjálandi.

Heidin ha 22

Þess er getið í annálum, að árið 1390 hafi hraun runnið úr Trölladyngju (!) niður í Selvog. Að hraun hafi þá runnið niður í Selvog er víst enginn efi á, en úr Trölladyngju hefir það eigi getað komið, eptir landslagi er það ómögulegt; hjer hefir því blandazt málum sökum ókunnugleika annálsritarans; vera má, að Trölladyngja hafi gosið um sama leyti; en þetta hraun er komið ofan úr Brennisteinsfjöllum.
Upp af Selvogsheiði er fjarska-mikil hraunhunga, sem kölluð er »Heiðin há«. Þangað fórum við með sjera Ólafi frá Vogsósum. Heiðin há er 2030 fet á hæð, geysimikil flatvaxin eldfjallsbunga, lík í lögun og Skjaldbreiður; hún er hlaðin upp úr óteljandi, gömlum hraunlögum suður af Bláfellshlíðum; hallast hún jafnt og pjett niður að Selvogshciði (3°), og eru margar og langar gjár í lægðinni, þar sem þær mætast. Efst er Hrossagjá; hún er styzt, og er utan í heiðarhlíðinni sjálfri; þar næst Strandagjá, mjög löng, nær frá Svörtubjörgum upp undir Geitafell; svo er Rjettargjá; hún byrjar í slakkanum milli heiðanna, og nær upp í Geitafell; og syðst er Götugjá (eða Nesgjá); hún nær frá sjó yfir hlíðina á Selvogsheiði upp í Lambafellshraun fyrir norðan og austan Geitafell; neðri (syðri) brúnin, sem er utan í Heiðinni há, er lægri, svo landið hefir auðsjáanlega sigið í slakkanum milli heiðanna.

Gjogur - 24

Efst á heiðinni markar fyrir gígnum, sem öll þau fjarskalegu hraun hafa komið úr, sem mynduðu heiðina. Gígurinn er nú fullur af hrauni, en hofir verið afarstór, sem sjá má af leifum þeim, sem eptir standa af gígröndinni; það eru dálitlir hraunhnúkar, sem standa í kring; gígurinn hefir verið allt að 100 faðmar að þvermáli; sunnanverðu við þenna gíg er að auki 2 eða 3 bollar miklu minni, hálffullir af hrauni. Sjálf er heiðin mjög stór um sig; eintóm gömul hraun, með holum og gjótum og hallast lítið, 2°, til vesturs, og 3° til austurs.
Heiðasljetturnar milli »Heiðarinnar há» og Brennisteinsfjalla eru einn storkinn hraunsjór; hafa þessi hraun flest fallið ofan úr austurhallanum á Brennisteinsfjöllunum, því þar eru stórir gígir svo tugum skiptir allt norður fyrir Grindaskörð: úr þessum hraunum hafa straumarnir komið, er fjellu niður hjá Stakkavík og Herdísarvík.

Arnarker - 25

Gömlu hraunin í Selvogi, sem víðast eru nú mjög sandorpin, munu flest komin úr Selvogsheiði, og saman við þau hafa að ofan runnið hraun úr Heiðinni há.”

Um Geitafellsrétt er fjallað í auglýsingu í Þjóðólfi 1875: “Um leið og eg geri almenningi kunnugt, að eg samkvæmt tilmælum amtmannsins yfir suðr- og vestrumdæminu hafi verið skipaðr lögreglustjóri til upprætingar fjárkláðans í Geitafellrett-23suðrhluta Gullbringusýslu, í Selvogi og í Út-Ölfusinu inn fyrir Hjallahverfið, skal hér með skorað á fjáreigendr þá, sem kindr kynnu að eiga í rettum þeim, sem sótt er að úr þessu lögsagnarumdæmi mínu, að koma sem tímanlegast, að réttunum og hirða kindr sínar.
Mun almenn skoðun á réttarfénu, fyrren það er dregið, fara fram í Gjáarrétt mánudaginn 20. p. m., í Geitafellsrétt þriðjudaginn 21. s. m. og í Hveragerðisrétt miðvikudaginn 22. s. m. allar kindr þær, sem pá finnast með kláða eðr kláðavotti, munu samkvæmt 4. gr. tilsk. frá 5. jan. 1866 verða stranglega aðskildar frá hinu fénu og skornar þegar [stað við réttina, ef eigandinn er ekki við til að hirða þær á tryggjandi hátt, svo að þær ekki nái samgöngum við annað fé, eða ef enginn annar vill taka pær að sér til hirðingar. – Reykjavík 15. september 1875, Jón Jónsson.”
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimild:
-Andvari, 10. árg. 1884, bls. 17-27.
-Þjóðólfur, 27. árg. 1874-1875, bls. 109-110.
-Örnefnalýsing fyrir Hlíðarenda.
-Örnefnalýsing fyrir Nes.

Geitafellsrétt

Geitafellsrétt.