Færslur

Vífilsstaðasel

Árið 2007 skrifaði Ómar Smári Ármannsson BA-ritgerð í fornleifafræði við Háskóla Íslands um “Sel og selstöður á Reykjanesskaganum“.
Viðfangsefni ritgerðarinnar var að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæði fyrrum lanadnáms Ingólfs; frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman,  kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 17032 svo og helstu útlitseinkennum.

Sel - tilgátuhús

Sel – tilgátuhús

Selin og selminjar, sem fjallað er um í ritgerðinni, eru ein tegund sérstakra búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Minjarnar voru leitaðar uppi eftir heimildunum, örnefndum og eldra fólks minni, og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð í u.þ.b. 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem hvergi er getið um í heimildum. Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá gpsstaðsetningarhnitum. Skráin  fylgir ritgerðinni. Byrjað er á að lýsa tilteknum seljum á Reykjanesskaganum og tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, gerð og ástandi eins og það var í byrjun 21. aldar. Bornar eru saman upplýsingar úr Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 um þekkt sel og reynt verður að ráða í aldur þeirra með hliðsjón af ummerkjum á vettvangi og skráðum heimildum. Einnig er reynt að áætla hvenær seljabúskapur lagðist af á svæðinu og af hvaða ástæðum.

Höfundur telur líklegt að í öllu landnámi Ingólfs megi finna leifar eftir tæplega 400 sel og/eða selstöður – á svæðinu í vestur frá Botnsá,  Ölfusvatni og Ölfusárósum að Reykjanestá.

Selsvellir

Uppdráttur af selminjunum á Selsvöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Á þessu svæði, vestan Esjuhlíða, fundust heimildir, vísbendingar og ummerki á 152 stöðum er geymt geta selminjar. Í Jarðabókinni 1703 er þetta svæðið sem skilgreint er sem Grindavíkurhreppur, Hafnahreppur, Rosmhvalaneshreppur, Vatnsleysu-strandarhreppur, Álftaneshreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellssveit og Kjalarneshreppur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk Ölves (Ölfuss) og Selvogs í Árnessýslu. Selin geta hafa verið í notkun frá fyrstu tíð landnáms hér á landi fram til aldamótanna 1900. Þau spanna því u.þ.b. 1000 ára tímabil í búskaparsögu svæðisins. Einungis eitt sel hefur verið rannsakað og aldursgreint.  Skoðuð verða lítillega skrif Hitzlers4 um sel hér á landi, einkum þau sem hægt er að heimfæra upp á seljabúskap á Reykjanesskaganum, en hafa ber í huga að Hitzler skoðaði þau sel ekki sérstaklega. Einnig verður tekið mið af skrifum Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel, umfjöllun Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin.

Seljagerðir

Þróun selja – Hér má sjá hvernig húsakostur í seljum á Reykjanesskaganum hefur þróast í gegnum tíðina, allt frá kúaseljum í fjársel. Elstu húsin voru einföld, lítil og óregluleg; tóku mið af landfræðilegum aðstæðum, en breyttust smám saman yfir í reglulegri og heilstæðari þrískiptar byggingar: eldhús, búr og baðstofu. Svo virðist sem byggingarlagið hafi tekið að nokkru leyti mið af  gerð bæjarbygginga á hverjum tíma og þróun þeirra. 

Ekki verður komist hjá því að fjalla lítillega um skilgreiningar á selminjunum sem fornleifar með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. Selminjar hafa bæði sögulegt gildi og eru áþreifanlegur vitnisburður um lífshætti og atvinnu fólks á svæðinu um aldir. Uppdrættir af minjum og minjasvæðum og ljósmyndir eru eftir höfundinn. Tilgangurinn með hvorutveggja er fyrst og fremst sá að reyna að fá yfirsýn um selminjarnar á hverjum stað, útlit þeirra og ástand. Teknar hafa verið 17.000 ljósmyndir og gerðir 100 uppdrættir af einstökum minjum eða minjasvæðum á Reykjanesskaganum.  Í ritgerðinni er ýmist fjallað um sel eða selstöður. Skilgreiningin er sú að með seli er átt við staðinn þar sem selstaðan var. Á einum stað getur hafa verið selstaða frá fleiri en einum bæ, s.s. í Knarrarnesseli (3 selstöður), Gjáseli (3 selstöður), á Selsvöllum (6 selstöður), í Selgjá (11 selstöður) og Auðnaseli (3 selstöður).

Selvogsheiði

Selvogsheiði – minjar. Uppdráttur ÓSÁ.

Í yfirliti um sel og selstöður í VI. kafla er listi yfir selin í númeraröð og í viðauka aftast fylgir heildarlisti yfir selin í stafrófsröð. Í þeim lista koma fram staðsetningar m.v. Jarðabókina 1703, hvort þau hafi fundist, hnit einstakra selja og hvaða bæ það tilheyrði skv. heimildum. Listinn, líkt og yfirlitið, gefur jafnframt upplýsingar um hvort tiltekið sel hafi verið þekkt, að önnur selstaða hafi verið á sama stað, selið hafi eyðst af völdum náttúrunnar eða verið eytt af mannavöldum eða vafi geti leikið á að um sel hafi verið að ræða.  Jafnframt er tiltekið ef sel gæti hafa verið kolasel og hvaða sel urðu loks að bæjum. Seljaorðalisti fylgir aftan við heimildarskrána, en í honum er hægt að sjá hvar fjallað er um einstök sel í ritgerðinni. Í viðauka fylgir ritgerðinni kort af svæðinu þar sem öll selin vestan Esju eru merkt inn á með viðkomandi númeri.

Viðfangsefni ritgerðarinnar er að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæðinu frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman,  kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 17032 svo og helstu útlitseinkennum.  Selin og selminjar, sem fjallað er um í ritgerðinni, eru ein tegund búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Skráðar heimildir voru um þriðjung seljanna, þriðjungur fannst eftir munnlegum heimildum fólks er þekkti til á sérhverjum stað og þriðjungur fannst við leitir, annað hvort vegna vísbendandi örnefna, s.s. Sellækur, Selholt og Selhæðir, eða líklegra staðsetninga m.t.t. búskaparhátta fyrrum.

Selsstígur

Dæmigerður selsstígur.

Minjarnar voru leitaðar uppi eftir heimildunum og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð í u.þ.b. 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem ekki er getið um í heimildum. Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu. Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá gpsstaðsetningarhnitum. Skráin  fylgir ritgerðinni. Byrjað verður á því að lýsa seljum á Reykjanesskaganum og tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, gerð og ástandi eins og það var í byrjun 21. aldar. Bornar eru saman upplýsingar úr Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 um þekkt sel og reynt verður að ráða í aldur þeirra með hliðsjón af ummerkjum á vettvangi og skráðum heimildum. Einnig verður reynt að áætla hvenær seljabúskapur lagðist af á svæðinu og af hvaða ástæðum.

Bjarnastaðasel

Bjarnastaðaból – uppdráttur ÓSÁ.

Höfundur telur líklegt að í öllu umfjölluðu landnámi Ingólfs megi finna leifar eftir fleirri en 400 sel og/eða selstöður – þ.e. á svæðinu í vestur frá Botnsá,  Ölfusvatni og Ölfusárósum að Reykjanestá. Flestar höfðu þær þegar verið staðfestar áður en ritgerðin var samin. Á þessu svæði, vestan Esjuhlíða, fundust heimildir, vísbendingar og ummerki um sel og selstöður hins vegar á 152 stöðum. Í Jarðabókinni 1703 er þetta svæðið sem skilgreint er sem Grindavíkurhreppur, Hafnahreppur, Rosmhvalaneshreppur, Vatnsleysustrandarhreppur, Álftaneshreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellssveit og Kjalarneshreppur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk Ölves (Ölfuss) og Selvogs í Árnessýslu. Selin geta hafa verið í notkun frá fyrstu tíð landnáms hér á landi fram til aldamótanna 1900. Þau spanna því u.þ.b. 1000 ára tímabil í búskaparsögu svæðisins. Einungis eitt sel hefur verið rannsakað og aldursgreint.

Baðsvallasel

Baðsvallasel – uppdráttur ÓSÁ.

Skoðuð verða lítillega skrif Hitzlers um sel hér á landi, einkum þau sem hægt er að heimfæra upp á seljabúskap á Reykjanesskaganum, en hafa ber í huga að Hitzler skoðaði þau sel ekki sérstaklega. Einnig verður tekið mið af skrifum Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel, umfjöllun Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin.  Ekki verður komist hjá því að fjalla lítillega um skilgreiningar á selminjunum sem fornleifar með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. Selminjar hafa bæði sögulegt gildi og eru áþreifanlegur vitnisburður um lífshætti og atvinnu fólks á svæðinu um aldir. Uppdrættir af minjum og minjasvæðum og ljósmyndir eru eftir höfundinn. Tilgangurinn með hvorutveggja er fyrst og fremst sá að reyna að fá yfirsýn um selminjarnar á hverjum stað, útlit þeirra og ástand. Teknar hafa verið 17.000 ljósmyndir og gerðir u.þ.b. 200 uppdrættir af einstökum minjum eða minjasvæðum á Reykjanesskaganum.

Reykjanesskagi

Spákonuvatn, Sesseljupollur og Keilir á Reykjanesskaga.

Í ritgerðinni er ýmist fjallað um sel eða selstöður. Skilgreiningin er sú að með seli er átt við staðinn þar sem selstaðan var. Á einum stað getur hafa verið selstaða frá fleiri en einum bæ, s.s. í Knarrarnesseli (3 selstöður), Gjáseli (3 selstöður), á Selsvöllum (6 selstöður), í Selgjá (11 selstöður),  og Auðnaseli (3 selstöður). Í yfirliti um sel og selstöður í VI. kafla er listi yfir selin í númeraröð og í viðauka aftast fylgir heildarlisti yfir selin í stafrófsröð. Í þeim lista koma fram staðsetningar m.v. Jarðabókina 1703, hvort þau hafi fundist, hnit einstakra selja og hvaða bæ það tilheyrði skv. heimildum.

Sogasel

Sogasel í Sogaselsgíg – Uppdráttur ÓSÁ.

Listinn, líkt og yfirlitið, gefur jafnframt upplýsingar um hvort tiltekið sel hafi verið þekkt, að önnur selstaða hafi verið á sama stað, selið hafi eyðst af völdum náttúrunnar eða verið eytt af mannavöldum eða vafi geti leikið á að um sel hafi verið að ræða. Jafnframt er tiltekið ef sel gæti hafa verið annars konar nytjastaður en til fjár og kúa, s.s. til kola-, fugla- refa, sem og hvaða sel urðu síðar að bæjum. Seljaorðalisti fylgir aftan við heimildarskrána, en í honum er hægt að sjá hvar fjallað er um einstök sel í ritgerðinni. Í viðauka fylgir ritgerðinni kort af svæðinu þar sem öll selin eru merkt inn á með viðkomandi númeri.
Hér má sjá ritgerðina – file:///D:/My%20Passport/Myndir%20-%20afrit/Sel%20vestan%20Esju%20-%20BA-ritgerd/Sel%20og%20selstodur-OmarSmariArmannsson-laest.pdf

Hér má sjá yfirlit yfir þekkt sel og selstöður á Reykjanesskaganum – fyrrum lannámi Ingólfs –

SEL Á REYKJANESI Fjöldi Fundið Staðsetn. GPS
Arasel (Arahnúksel) – 5 tóttir -stekkur 2 x Vatnslstr.
Auðnasel – Höfðasel – Breiðagerðissel 1 x Vatnslstr.
Árbæjarsel (heimasel) 1 x Selás
Ártúnssel 1 x Blikdal
Ásláksstaðasel 1 x v/Knarranessel
Ássel – (Ófriðarstaðasel) 1 x Hvaleyrarv.
Baðsvallasel – Járngerðarstaðarsel 3 x Þorbj.fell/Hagafell
Bakkasel (Sogasel) 1 x Sogagíg
Bakkárholtssel 1 x Reykjafelli/Ölfusi
Bessastaðasel (Viðeyjarsel) 1 x Lækjarbotnum
Bessastaðasel 1 x Bessastaðanesi
Bíldfellssel 1 x Grafningur
Blikdalssel 9 – efsta norðanv. 1 x Blikdal
Bjarnastaðasel (Götusel) 4 x Strandarh.
Blikastaðasel 1 x Stardal
Botnasel 1 x Seldal/Grafn.
Bótasel (Herdísarvíkursel) 1 x Herdísarv.hraun
Brautarholtssel 1 x Blikdal
Breiðabólstaðasel I 1 x Ölfusi
Breiðabólstaðasel II 1 x Ölfusi
Breiðagerðissel v/Auðnasel 1 x v/Auðnasel
Brennisel 1 x Óttastaðlandi
Brennisel neðra 1 x Óttastaðlandi
Bringnasel? 1 x Mosfellssveit
Brunnastaðasel 3 x Vatnslstr.
Brúsastaðasel 1 x Selfjalli
Búrfellsgjá I 2 x Garðar
Búrfellsgjá II 1 x Garðar
Búrfellsgjá III 1 x Garðar
Býjasel* 1 x Miðnesh.
Bæjarskerssel – Stekkur* 0 x ofan Bæjarskerja
Dalssel – Járngerðarstaðir 1 x Fagradalsfj.
Dyljáarsel 1 x Eilífsdal
Eiðissel 1 x Geldinganesi
Eimuból 1 x Strandarh.
Elliðakot (kúasel/skáli/fjós) 1 x Kópavogi
Esjubergssel (Móasel) 1 x Leirvogsá
Eyjasel 1 x Eyjar
Fellsendasel? 1 x Þrívörðuhrygg
Fífuhvammssel (Kópavogssel) 1 x Selshrygg
Flekkudalssel I 1 x Flekkudal
Flekkudalssel II 1 x Flekkudal
Flekkuvíkursel 3 x Vatnslstr.
Fornasel (Jónssel) 1 x Almenningum
Fornasel 2 – 3 tóttir 2 x Vatnslstr.
Fornusel – nyrðri 1 x Vatnslstr.
Fornusel – Sýrholti – syðri 1 x Vatnslstr.
Fornasel – Þingvöllum 1 x Þingvellir
Fossársel 1 x Fossárdal
Fremrihálsarsel (Sauðafellss/Möngut.) 1 x Fremrihálsi
Fuglavíkursel (Norðurkot?) 1 x Miðnesh.
Fuglavíkursel II (Fuglavíkurstekkur) 1 x Miðnesh.
Garðaflatir (sjá Garðasel) 1 x Garðar
Gamlasel 1 x Ölvisv./Grafn.
Garðasel (sjá Garðaflatir) 1 x Garðaflöt
Garðastekkur (heimasel) 1 x Garðar
Geldingatjarnarsel 1 x Geldingatjörn
Geldingatjarnarsel? 1 x Geldingatjörn
Gjásel 8 x Vatnslstr.
Gjásel (Lambhagasel) 1 x Almenningum
Gljúfursel 1 x Seldal
Grafarsel 1 x na/Rauðavatns
Gufudalssel (Reykjasel) 1 x Gufudal
Gufunessel I ? 1 x Stardal
Gvendarsel 1 x Undirhlíðum
Gvendarsel 1 x Litlahrauni
Götusel (Bjarnastaðasel) 1 x Selvogi
Götusel? 1 x Selvogi
Hamarskotssel 1 x Sléttuhl.
Hamrasel 1 x Þingvallahreppi
Hamrasel? 1 x Þingvallahreppi
Hafnasel I 1 x Seljavogi
Hafnasel II 1 x Seljavogi
Hálsasel 1 x Seldal
Hálssel 1 x Sauðafelli
Hásteinssel efra 1 x Hásteinar
Hásteinssel neðra 1 x Hásteinar
Heiðarbæjarsel 1 x Heiðarbæ/Grafn.
Helgadalssel (-rétt/-stekkur/-stöðull) 1 x Torfdal/Mosf.sveit
Helgadalssel? 1 x Helgadal
Helgafellssel (gamli bærinn)? 1 x Stardal
Helgusel (Mosfellssel II) 2 x Bringum
Herdísarvíkursel (Bótasel) 1 x Seljabót
Herdísarv.sel (heimasel/stekkur) 1 x Herdísarvík
Herjólfsstaðasel 1 Mela-Seljadal
Hlíðarendasel 2 x Geitafell
Hlíðarhúsasel (Öskjuhlíð – efra) 1 x Öskjuhlíð
Hlíðarsel 1 x Selvogsheiði
Hlöðunessel (gamla) 1 x Vatnslstr.
Hofsel (Gamla Hofsel) 1 x Blikdal
Holusel 1 x Blikdal
Hólasel 1 x Vatnslstr.
Hópssel 1 x Selshálsi
Hópssel II 1 x Krýsuvík
Hjallasel neðra 1 x Selbrekkum
Hjallasel efra 1 x Sellautum
Hjarðarnessel 1 x Blikdal
Hnúkasel? (skúti – tóftir) 1 x Hnúkum
Hraðastaðasel (Helgusel?) 1 Í heimalandi
Hraunsholtssel # 1 x Flatahrauni
Hraunssel – Hraun Ölfusi 1 x Lönguhlíð
Hraunssel eldra – 1 tótt 1 x Núpshl.
Hraunssel eldri – Hraun Grv. – 3 tóttir 3 x Núpshl.
Hraunssel (heimasel) 1 x Borgarhrauni
Hrísbrúarsel (Litla-Mosfellssel) 1 x Mosfell
Hrísbrúarsel (Litla-Mosfellssel) 1 x Mosfell
Hrísbrúarsel II í hvammi? 1 x Mosfell
Hurðabakssel 1 x Meðalfelli
Húshólmasel (Krýsuvíkursel IV) 1 x Krýsuvík
Hvaleyrarsel I 1 x Hvaleyrarv.
Hvaleyrarsel II 1 x Hvaleyrarv.
Hvaleyrarsel III 1 x Seldal
Hvalesnessel 2 x Hvalsnesi
Hvassahraunssel – 2 tóttir 1 x Vatnslstr.
Hækingsdalssel (6415816-2121729) 1 x Selsvellir
Hækingsdalur (heimasel) 1 x Borgin
Höfðasel -v/Auðnasel 1 x v/Auðnasel
Ingunnarstaðasel (Þórunnarsel) 1 x Inngunnarstöðum
Ingveldarsel 1 x Úlfljótsvatn/Villing.
Innra-Njarðvíkursel* 1 x Seltjörn
Írafellsel 1 x Svínadal
Ísólfsskálasel 1 x Fagradalsfj.
Jófríðastaðasel? (Ássel) 1 x Hvaleyrarv.
Jónssel 1 x Seljabrekku
Jórusel (Nes)1 1 x Grafningur
Kaldárhöfðasel I 1 x Grafningur
Kaldárhöfðasel II 1 x Grafningur
Kaldársel 1 x Kaldárseli
Kaldársel II – fjárskjól 1 x Kaldárseli
Kaldranasel (Krýsuvíkursel VI)? 1 x Hvammar
Kaldranasel (Krýsuvíkursel VI)? 1 x Litla-Nýjab.hv.
Kárastaðasel 1 x Selgili
Keldnasel (Gufunessel fyrrum) 1 x Sólheimatjörn
Kirkjuvogssel 4 x Höfnum
Kjalarnessel (Nessel) 1 x Blikdal
Kleifarsel 1 x Nesi/Grafningi
Klængsel 1 x Nesi/Grafningi
Knarrarnessel 3 x Vatnslstr.
Kolasel 1 x Óttastaðlandi
Kolhólasel (Vatnsleysusel) 2 x Kálfatjarnarlandi
Korpúlfsstaðasel ? 1 x Stardal
Kópavogssel (Fífuhvammssel) 1 x Kópavogi
Krossel 1 x Hveragerði
Krókssel 1 x Súlufelli
Krýssel? 1 x Austurhlíð
Krýsuvíkursel I (Selöldusel) 1 x Selöldu
Krýsuvíkursel II (Sogasel) 1 x Sogagíg
Krýsuvíkursel III (Seltúnssel) 1 x Seltúni
Krýsuvíkursel IV 1 x Húshólma
Krýsuvíkursel V 1 x Vigdísarvellir
Krýsuvíkursel VI (Kaldranasel) 1 x Litla-N.b.hvammi
Krýsuvíkursel VII (Kringlumýri/kúasel) 1 x Krýsuvík
Kvíguvogasel (fjós) 1 x Vogum
Lambastaðasel 1 x Selfjalli
Lambhagasel ? 1 x Stardal
Lambhagasel (Gjásel) 1 x Almenningum
Lágafellssel 1 x (Stardal) Fóelluv.
Litlalandssel – skúti 1 x Ölfusi
Litlasel (Fornasel – Landakot) 1 x Vatnslstr.
Litlasel # 1 x Selvatn
Litli-Botn 1 x Hvalfirði
Litli-Botn II 1 x Selá
Lónakotssel – Eyðikot – Kolbeinskot 3 x Vatnslstr.
Markúsarsel 1 x Leirtjörn
Meðalfellssel 1 x Meðalfelli
Melabergssel (a/Melab.vatn – heimas) 1 x Melaberg
Melasel (Melakotssel) 1 x Melaseljadal
Merkinessel – eldra (Miðsel) 1 x Höfnum
Merkinessel – yngra 1 x Höfnum
Miðdalssel I ? 1 x Eilífsdal/Selmýri
Miðdalssel II ? 1 x Eilífsdal/Selmýri
Minna-Mosfellssel 1 x Skeggjastaðir
Minna-Mosfellssel (heimasel í Kýrgili) 1 x Mosfellssveit
Miðsel (Merkinessel eldra) 1 x Höfnum
Mosfellssel I 1 x Illaklif
Mosfellssel II (Helgusel) 1 x Bringur
Mosfellssel III ((Minna)-Mosfell) 1 x na/Mosfells
Móasel (Esjubergssel) 1 x Þríhnúkum
Mógilsáarsel (nátthagi/gerði) 1 x Mógilsá
Mýrarholtssel 1 x Blikdal
Múlasel / Skorhagasel 1 x Brynjudal
Múlasel / Múla (Hafnhoolar) 1 x Stardal
Möðruvallasel I 1 x Trönudal
Möðruvallasel II 1 x Svínadal
Möngusel 1 x Höfnum
Naglastaðasel (Hvammssel) 1 x Hvammslandi
Narfakotssel 1 x Innri-Njarðvík
Neðra-Hálssel 1 x Kjós
Nessel /Snjóthússel) 1 x Selvogi
Nessel 1 x Seljadal
Njarðvíkursel I* 1 x Seltjörn
Njarðvíkursel II 1 x Selbrekkum
Norður-Reykjasel (Helgadalssel?) 1 x Innri-Skammadal
Núpasel (Saurbæjarsel) 1 x Urðarásatjörn
Núpasel 1 x Seldal
Nýjabæjarsel (Krýsuvík) 1 x Seljamýri
Nýjasel – 2 tóttir 1 x Vatnslstr.
Nýjasel 1 x Krókur/Grafn.
Nærsel (Seljadalssel I) 1 x Seljadal
Oddafellssel nyrðra – Minni-Vatnsl. 1 x Oddafelli
Oddafellssel syðra – Minni Vatnsl. 1 x Oddafelli
Ófriðarstaðarsel – (Ássel) 1 x Hvaleyrarv.
Ólafarsel 1 x Strandarh.
Óttastaðasel 2 x Vatnslstr.
Rauðshellissel 1 x Helgadal
Rauðhólssel – Stóra-Vatnsleysa 1 x Rauðhól
Rauðhólasel (Elliðavatn) 1 x Rauðhólar
Reykjavíkursel #*21 1 x Rvík
(Reykja) Víkursel 1 x Selvatn
Reynivallasel 1 x Seljadal
Rósasel 1 x Keflavík
Sandhafnarsel (heimasel/stekkur) 1 x Sandh./Höfnum
Sandssel 2 x Eyjadal
Sauðafellssel (Hálsasel)? 1 x Sauðafelli
Sauðahúsasel 1 x Hækingslandi
Saurbæjarsel 1 x Blikdal
Saurbæjarsel (sjá Öxnalækjarsel) 1 x Seldal/Ölfusi
Sámsstaðir (sel?) 1 x Stardal
Sel í Búrfellsgjá – Garðasel 2 x Búrfellsgj.
Sel í Selgjá 11 x Selgjá
Sel v/Stampa – Kalmanstjarnarsel # 1 x Höfnum/horfið
Seljadalssel I (Nærsel) 1 x n/Seljadalsár
Seljadalssel II 1 x Seljadal
Seljadalssel III 1 x Seljadal
Seljadalssel IV 1 x Þormóðsstaðir
Seljadalssel V 1 x Þormóðsstaðir
Seljadalssel VI 1 x Seljadal vestan
Seljadalssel VII 1 x Seljadal
Selkot (sel frá Stíflisdal – kot) 1 x Þingvallasveit
Selsvallasel – austara – Staður 1 x Núpshl.
Selsvallasel – vestari – Húsatóttir 3 x Núpshl.
Selsvallasel v/Geitafells 1 x Réttargjá
Seltúnssel – (sjá Krýsuvíkursel III) 1 x Krýsuvík
Seltúnssel II 1 x Krýsuvík
Selöldusel – (sjá Krýsuvíkursel II) 1 x Selalda
Setbergssel 1 x Sléttuhl.
Setbergssel – eldra 1 x Urriðakoti
Skálabrekkusel 1 x Selgili
Skeggjastaðasel? 1 x Stardal
Skrauthólasel (Þerneyjarsel) 1 x Hrafnhólum
Smalasel 1 x Rosmhvalanesi
Snorrastaðasel 1 x Snorrast.tj.
Snjóthússel (Nessel) 1 x Selvogi
Sogasel – Kálfatjörn (Bakkasel) 3 x Trölladyngju
Sogasel ytra 1 x Trölladyngju
Sognasel 1 x Seldal / Ölfusi
Sognsel – Sogni í Kjós 1 x v/Fossá – Sandftjörn
Staðarsel 3 x Strandarh.
Staðarsel I 1 x Strandarh.
Staðarsel II 1 x Strandarh.
Staðarsel III (sunnar / fjárskjól) 1 x Strandarh.
Staðarsel IV (sunnar) 1 x Strandarh.
Staðarsel V (sunnar /hlaðinn gangur) 1 x Strandarh.
Stafnessel 1 x Ósum
Stafnessel II (hóll vestan gamla skjól.) 3 x Miðnesheiði
Stafnessel III (heimasel ofan Gálga) 1 x Miðnesheiði
Stafnessel IV (vestan í Djúpavogi) 1 x Djúpavogi
Stafnessel V (klettaborg á flugv.sv.) 1 x Miðnesheiði
Stakkavíkursel eldra 1 x Herdísarv.fjall
Stakkavíkursel yngra 1 x Herdísarv.fjall
Stórasel # 1 x Selvatn
Stóri-Botn 1 x Sellæk
Strandarsel 1 x Selvogsheiði
Straumssel 1 x Almenningum
Suður-Reykjasel 1 x Selbrekkum
Tindstaðasel 1 x Tindstaðir
Urriðakot (kúasel/skáli/fjós) Hofsst. 1 x Garðabær
Úlfarsársel (nátthagi/gerði) 1 x Úlfará – á mörk.
Úlfljótsvatnssel 1 x Selflötum/Grafn.
Valdastaðasel (Grímsts.) Bollastöðum 1 x Kjós
Vallasel 1 x Nesi /Grafningi
Vallasel I – Lækjum 1 x Hveragerði
Vallasel II 1 x Hveragerði
Varmársel 1 x Leirvogsá
Vatnsleysusel ? (Kolhólasel ?) 1 x Vatnslstr.
Viðeyjarsel – Örfirisey.sel (Bessast.sel) 1 x Selfjalli
Viðeyjarsel II – Fóelluvötnum 1 x SV/Lyklafells
Vigdísarvellir – Þórkötlustaðir 1 x Vigd.vellir
Villingavatnssel 1 x Seldal/Grafn.
Vindássel 1 x Strandarh.
Vindássel (Reynivallasel) 1 x Seljadal
Vindássel – Sandfellstjörn 1 x Sandfellstjörn
Vífilstaðasel 3 x Vífilst.hlíð
Víkursel? (Öskjuhlíð – neðra) 1 x Undirhlíðum
Víkursel 1 x Selvatn
Vogasel eldri – 2 tóttir 1 x Vatnslstr.
Vogasel yngri – 3 tóttir – stekkur 3 x Vatnslstr.
Vogsósasel (Stekkurinn) 1 x a/við Hlíðarvatn
Vogsósasel 1 x Selvogsheiði
Vorsabæjarsel 1 x Hveragerði
Þerneyjarsel (Skrauthólasel) 1 x Leirvogsá
Þingvallasel (Sigurðarsel) 1 x Þingvallahrauni
Þingvallasel II (Hrauntún) 1 x Hrauntúni
Þingvallasel II (Selhólar) 1 x Selhólum
Þingvallasel III (Stekkjargjá) 1 x Þingvellir
Þingvallasel IV (Stekkjargjá-kolasel)? 1 x Þingvellir
Þorkelsgerðissel 2 x Selvogsheiði
Þorkötlustaðasel 1 x Vigdísarvellir
Þorlákshafnarsel – Hafnarsel 1 x Votaberg
Þóroddsstaðasel (heimasel) 1 x Þoroddsstaðir
Þórunnarsel (Ingunnarstaðasel) 1 x Brynjudal
Þórusel? 1 x Vatnslstr.
Þórustaðasel 1 x Vatnslstr.
Þrándarstaðasel 1 x Þrándarstöðum
Þurársel? 1 x Þurárhrauni v/Selás
Þurársel – heimasel 1 x Stekkurinn
Örfiriseyjarsel 1 x Lækjarbotnum
Öxnalækjarsel (sjá Saurbæjarsel) 1 x Kömbunum
# eyðilagt í seinni tíð eða horfið
0 norðan
# Blikdalur 1 norðan 2 sel?
2 norðan
3 sunnan
4 sunnan
5 sunnan
6 norðan
7 sunnan – bær?
8 sunnan
9 norðan – efst
Vantar inn á eitt sel norðan Brynjudalsár – gegnt Inngunarstaðaseli.
Blikdalur 2012:
Saurbæjarsel 1 Saurbær
Fjós Saurbær
Saurbæjarsel 2 Hof (Hofselin fornu)
Saurbæjarsel 3 Nes
Brautarholtssel 1 Holusel
Brautarholtssel 2 Brautarh.ssel
Brautarholtssel 3 Hjarðarnes
Brautarholtssel 4 Mýrarholt (Mýrarhús)
Brautarholtssel 5 Ártún
Stardalur: Gufunessel
Helgafellssel
Korpúlfsstaðasel
Lambhagasel
Lágafellssel
Blikastaðasel
Þerneyjarsel***
Varmársel
Múlasel* Sámsstaðir*
Skrauthólasel***
Esjubergssel**
Móasel**
# Blikdalur 1 norðan 2 sel?
2 norðan
3 sunnan
4 sunnan
5 sunnan
6 norðan
7 sunnan – bær?
8 sunnan
Vantar inn á eitt sel norðan Brynjudalsár – gegnt Inngunarstaðaseli.
Stardalur: Gufunessel
Helgafellssel
Korpúlfsstaðasel
Lambhagasel
Lágafellssel
Blikastaðasel
Þerneyjarsel***
Varmársel
Múlasel* Sámsstaðir*
Reykjavíkursel #*21 Reykjavíkursel “Ánanaustum” Nestjörn
Njarðvíkursel

Ætlunin er að reyna að gefa innsýn í 10 alda sögu seljanna ofan við Kálfatjörn og Ströndina, þ.e. Strandarheiði og Vogaheiði, á innan við 10 mínútum. Stikklað verður því á stóru.

Herdísarvík

Ómar Smári Ármannsson.

Byggðin hér á Vatnsleysuströnd var frá upphafi svo til öll með sjávarsíðunni. Útvegsbændurnir höfðu fjárbúskap samhliða útvegum. Fá býlin höfðu kýr og þá yfirleitt fáar. A.m.k. einn hlaðinn kúastekkur sést þó enn hér fyrir ofan – í Kúadal. Annars höfðu bændur stærri og landmeiri bæja fé sitt yfirleitt í seli yfir sumarið, venjulega frá 6. – 16. viku sumars, en í þá tíð var árdagatalið miðað við meginárstíðarnar, sumar og vetur. Vegna ótíðar gat seljatíðin færst til um viku eða svo. Selin voru yfirleitt í jaðri jarðanna til að nýta mætti landið sem best, þ.e. hlífa heimatúnum, sem yfirleitt voru lítil, og heimahögum, en beittu úthagann. Lífið á Ströndinni hér áður fyrr, eins og svo víða annars staðar á Reykjanesskaganum, snerist um fisk og fé. Fólkið hélt lífinu í fénu og féð hélt lífinu í fólkinu.

Arasel

Ara(hnúka)sel – stekkur.

Á Norðurlandi voru selin oft minni bæir, sem bændur fluttu með mest allt sitt fólk í yfir sumarið og gerðu út þaðan. Á Reykjanesi, sem telur í dag um 140 sýnilegar selstöður, þ.e. á milli Suðurlandsvegar og Stampa yst á Reykjanesi, voru selin annars eðlis. Þau voru tímabundar nytjaútstöðvar bæjanna er byggðu afkomu sína engu minna á útgerð. Dæmi eru þó um einstaka kolasel, þ.e. þau hafa verið notuð til kolagerðar í heiðinni.
Selin eða selstöðurnar í heiðinni, þ.e. í Vatnsleysustrandarbæjalandi milli Hvassahrauns og Seltjarnar, en Innri-Njarðvíkur tilheyrðu þeim þangað til á 20. öld, eru um 34-40, eftir því hvernig talið er.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Hvassahraunssel er austast, en Njarðvíkursel vestast, við Seltjörn eða Selvatn, eins og það þá hét. Deilt hefur verið um hvort Dalselið undir Fagradalsfjalli hafi tilheyrt Grindavíkingum eða Strandarmönnum. Þá var Sogasel í Trölladyngju í fyrstu sel frá Krýsuvík, en síðan Kálfatjörn. Þessi sel hafa áreiðanlega ekki öll verið notuð á sama tíma, sum eru greinilega eldri en önnur, þó gera megi ráð fyrir að þau hafi jafnan verið gerð upp eftir því sem not voru fyrir þau. Þá benda einkum gerðir seljahúsanna til þess að þau séu frá mismunandi tímum.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

Áhersla á landbúnað var meiri á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, en þá voru bæirnir líka færri. Þegar líða fór á miðaldir og síðar urðu fiksveiðar ríkari þáttur útvegsbændanna, en landbúnaður óverulegur. Líklegt er að þá hafi seljunum fækkað. Samkvæmt jarðabókinni 1703 voru þá a.m.k. 18 sel og selstöður í notkun frá Vatnsleysustrandarbæjunum. Það hefur því oft verið talsvert líf í heiðinni, eða um 40-60 manns að staðaldri yfir sumarmánuðina.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

Síðast var haft í seli frá Flekkuvík um og í kringum 1870 og mun það hafa verið síðasta selið í notkun frá Vatnsleysustrandarbæ. Gunnar og Ólafur Erlendssynir nefna Flekkuvíkursel í örnefnaskrá árið 1976 og segja: “Herdís Jónsdóttir frá Flekkuvík, f: 1858, kom í selið sem barn og voru þar þá bæði smali og selráðskona. Í selinu voru þá einnig eingöngu hafðar kindur”.
Síðasta selið á Reykjanesi var Hraunselið undir Núpshlíðarhálsi, en það var í notkun til 1914.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Oftast bera selin nöfn þeirra bæja, sem gerðu þau út. Flekkuvíkursel var frá Flekkuvík, Hvassahraunssel var frá Hvassahrauni, Óttarstaðasel frá Óttarstöðum o.s.frv.

Sogasel

Sogasel.

Þó eru dæmi um að selin hafi dregið nöfn sín af staðháttum, s.s. Sogasel í Sogagíg, Selsvallasel af Selsvöllum og Gvendarsel undir Gvendarselshæð af Krýsuvíkur-Gvendi o.s.frv. Flestra seljanna er getið í gömlum heimildum og örnefnalýsingum. Nokkur þeirra, a.m.k. þeirra stærstu, má sjá á gömlu kortum, s.s. dönsku herforingjakortunum svonefndu, en annað það er gefur vísbendingu um að sel hafi verið að ræða á tilteknum stöðum eru nafngiftir tengdar þeim, s.s. Selháls, Selshæð, Selsvallafjall, Selsvellir, Selsfjall, Seljahlíð, Selalda, Selstígur og Selshóll.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel.

Selstígurinn lá upp frá bænum að selinu. Hann var venjulega u.þ.b. klukkustundar langur – stundum styttri – stundum lengri. Stígurinn var varðaður og varða var á hól ofan við selstöðuna. Hér á Reykjanesi var selið oftast í skjóli fyrir rigningaráttinni, að norðaustan, þ.e. í skjóli við hól, hæð eða gjábakka mót suðvestri. Selið sjálft var venjulega þrjú rými. Einn inngangur var í tvö þeirra, þ.e. svefnaðstöðu og búr, og annar í eldhúsrýmið. Í sumum seljunum voru fleiri en ein selstaða, þ.e. frá fleiri bæjum. Skammt frá var vatnsstæði eða brunnur. Þó eru allnokkr dæmi um að notað hafi verið yfirborðsvatn í bollum og lautum, sem oft vildi þrjóta þegar leið á sumarið. Þá varð að yfirgefa sum selin, s.s. áður en eiginleg selstíð var á enda. Í selinu var tvískiptur stekkur, venjulega hlaðinn úr grjóti. Hann var notaður til að færa frá. Einnig var þar kví, notuð til mjalta. Fráfærur voru í upphafi stekkstíðar og er í rauninni sérstakur kafli seljabúskaparins.

Kálffell

Kálffell – fjárskjól.

Fjárskjól, hlaðið fyrir hellisop eða skúta, eru við eða nálægt sumum seljanna á Reykjanesi, en fá hér í heiðinni. Þó má sjá slíkt í Kálffelli, en þar er sagt að Oddur á Grænuborg hafi setið yfir sauðum og í Öskjuholti. Einnig við Smalaskála. Sauðaútgerðin er enn annar kafli, sem ekki verður fjallað um hér.
Fjárborgir, hlaðin hringlaga gerði, eru nokkur í heiðinni. Má þar frægasta nefna Staðarborgina hér ofan við Kálfatjörn, Gvendarborg, enn ofar, Pétursborg á Huldugjárbarmi, Þórustaðaborgina, Auðnaborg, Hringinn, Grænuborg og Gvendarstekk ofan við Voga. Sumar tengjast seljabúskapnum, en þeim var þó yfirleitt ætlað að veita fé skjól í vondum veðrum. Fé var ekki tekið í hús, eða sérstök hús byggt yfir fé, á Reykjanesi fyrr en komið var fram á 20. öldina.

Arasel

Ara(hnúka)sel – tilgáta.

Nátthagar voru ekki fjarri seljunum, yfirleitt í stórum grónum lægðum eða hraunkrókum.
Yfirleitt var tvennt í hverju seli, þ.e. selmatsseljan, eða selráðskona, og smalinn. Stundum var unglingur hafður með til aðstoðar. Dæmi er um að kona í seli hafi haft með sér erfiðan ungling til verka og fékk að launum fisk frá foreldrunum á Ströndinni. Dugði hann til viðurværis út árið. Verkaskiptingin var skýr. Hún mjólkaði og vann úr mjólkinni, en hann gætti fjárins og skilaði því í selið á tilskildum tíma. Gerði hann það ekki gat hann átt von að þurfa að éta skömmina, eins og það var nefnt. Þessi verk gátu oft verið erfið og slítandi. Samt voru þetta eftirminnilegustu verk þeirra, sem þau unnu, er litið var síðar yfir liðna tíð.

Gjásel

Gjásel – tilgáta ÓSÁ.

Sögur tengdar seljafólkinu eru nokkrar til, þá aðallega tengdar barnshafnandi seljamatsseljum eftir að huldumenn eða útilegumenn komust í tæri við þær. Þá gleymdist oft að bóndinn á bænum fór reglulega upp í selið á tveggja eða þriggja daga fresti til að sækja afurðirnar og færa þangað matarkyns, talsverður samgangur var á milli seljanna og auk þess var nokkur umferð fólks um heiðina yfir sumartímann, á leið hingað og þangað umm Innnesin og Útnesin því ekki fóru allir Almenningsleiðina.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Selsbúskapurinn átti erfitt uppdráttar þegar tók að líða á 19. öldina, bæði vegna mannfæðar á bæjum og sumir sögðu vegna leti bændanna. A.m.k. þurfti konungstilskipun til að gera bændum skylt að gera selin út, en þeim fækkaði þó smám saman uns þau lögðust af er líða fór að aldamótunum 1900.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Selsbúskapurinn leggst af á ofanverðri 19. öld. Ástæðan er ekki ein heldur nokkrar; fólki tók að fækka á einstökum bæjum, aukin áhersla var lögð á útveg, kýr voru nyjaðar í auknum mæli líkt og féð áður, þ.e. unnir ostar, smér og aðrar afurðir, og breytingar urðu á samfélagsmyndinni. Féð var nýtt heima við framan af sumri, en síðan rekið á afrétt til sumarbeitar, en smalað að hausti.

Selsvallaselsstígur

Selsvallaselsstígur.

Ekki hefur verið skrifað mikið um sel hér á landi, en Guðrún Gísladóttir hefur þó ritað um Grindavíkurselin, bæði á Baðsvöllum og á Selsvöllum undir Núpshlíðarhálsi, sem Vogamenn hafa stundum viljað hafa átt, og Sesselja Guðmundsdóttir, heimamaður hér á Ströndinni, hefur getið allra seljanna í heiðinni og nefnir þau í bók sinni Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd, sem Lionsklúbburinn gaf út á sínum tíma. Þar getið þið lesið ykkur meira til um þetta efni. Brunnaselstöðunni er t.d. lýst svo:”….Selstöðu hefur jörðin við fjallgarð, er þar hagar litlir, en vatnsskortur að miklu meini, þegar þerrar gánga”. Þessi heimild segir okkur margt um erfiða búskaparhætti og ástand gróðursins í heiðinni. í Brunnastaðaseli hafa þá verið 30-40 kindur og er það hreint ekki lítið.

Í heimildum um sel segir m.a. á einum stað: “Í seljum þessum störfuðu venjulega 2-3 menn; selsmalinn og selráðskonan og oft einn unglingur þeim til aðstoðar, ýmist piltur eða stúlka. Áður fyrr voru þar gerðir úr mjólkinni, ostar, skyr, smjör og sýra…. Sótt var í selið tvisvar í viku; skyr, mysa og smjör og flutt heim á hestum”.

Snorrastaðatjarnir

Snorrastaðasel við Snorrastaðatjarnir.

Heiðin lítur öðruvísi út í dag en hún gerði þegar selsbúskapurinn var í sem mestum blóma. Telja má víst að landsnámsmenn hafi komið með selsbúskaparhættina með sér frá Noregi og haldið þeim þegar hingað var komið að teknu tilliti til aðstæðna hér. Þau munu skv. því hafa verið við lýði hér í um 1000 ára skeið. Selsbúskapurinn hefur því verið stór þáttur í búskaparháttum þessa landsvæðis, en er nú að mestu gleymdur. Hins vegar eru minjar seljanna enn vel sýnilegar í heiðinni og standa þar sem minnismerki þess liðna – fortíðinni – sem við þurfum að geta borið virðingu fyrir. Þau tala máli fólksins, forfeðra okkar og mæðra, sem hér bjó, stritaði og dó, en skyldu eftir sig dýrmæta arfleið – okkur.
Selin í heiðinni bíða heimsóknar ykkar – hvenær sem þið hafið áhuga á, getu eða nennu og tíma til.

Úr erindi ÓSÁ er flutt var í Kálfatjarnarkirkju á Menningardegi í kirkjum á Suðurnesjum 24. okt. 2004.

Selsvellir

Selin á Selsvöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Hraunssel

Farið var yfir Höskuldarvelli, að Sogagíg utan í vestanverðri Trölladyngju og litið á selin og önnur mannvirki þar. Síðan var haldið inn á Selsvellina og staðnæmst við Selsvallaselin eldri sunnan á vestanverðum völlunum.

Selsvellir

Á Selsvöllum.

Eftir að hafa skoðað tóttirnar tvær undir hálsinum uppgötvaðist þriðja tóttin, greinilega sú elsta þeirra, skammt neðar, nær völlunum. Tóttir þessarra eru því a.m.k. 3 talsins. Þá voru Selsvallaselin yngri norðan í vestanverðum völlunum skoðuð, bæði stekkirnir tveir við þrjár tóttir seljanna sem og hlaðinn stekkur norðan við hraunhólana. Hraunhólinn, sem miðselið stendur utan í, er holur að innan, gat er austan í honum og hefur hann greinilega verið notaður sem skjól. Norðvestan við hólinn liggur selsstígur yfir hraunið og áfram að norðurhlíð Hraunssels-Vatnsfells. Selsvallaselin voru útgerð frá Grindavíkurbændum.

Hraunssel

Hraunssel – selsstígurinn.

Haldið var að Hraunsseli neðan við Þrengslin. Eftir að hafa skoðað stekkinn í hrauninu norðan selsins, sem eru þrjár heillegar tóttir undir Núpshlíðarhálsinum, kom í ljós ein tótt, greinilega elst þeirra, neðar og á milli tóttana og stekksins. Sunnan við þennan hlaðna stekk var annar mun eldri. Verður því þetta seinna sel nefnt Hraunssel eldra (332), en þau undir hlíðinni nefnd Hraunssel yngri. Selsstígur liggur frá selinu að suðurhlíð Hraunssels-Vatnsfells.

Hraunsselið er síðasta selið, sem lengst var brúkað á Reykjanesi, eða allt til ársins 1914. Haldið var norður fyrir Fellið og síðan til vesturs norðan þess, niður með austanverðum Merardalahlíðum og áfram niður með Einihlíðum vestan Sandfells. Þessi leið er mjög auðfarin, melar og móar.

Hraunssel

Í Hraunsseli.

Þegar komið var langleiðina niður að Bratthálsi var vent til norðurs upp Lyngbrekkur og upp að gili, sem aðskilur þær frá Langahrygg. Þar niðri í því og upp með hlíðum Langahryggs liggja leifar flaks amerískrar flugvélar er fórst þar á stríðsárunum. Einn hreyfillinn liggur með öðru dóti í gilinu. Annað, þ.e.a.s. það sem ekki var fjarlægt á sínum tíma, er dreift um hlíðina og upp á hryggnum. Frá Lyngbrekku var haldið niður að gömlu þjóðleiðinni er lá þarna um Drykkjarsteinsdal, austur að Méltunnuklifi og áfram austur. Leiðin er þarna mjög greinileg og óspillt. Loks var haldið vestur með Slögu, niður í Drykkjarsteinsdal, Drykkjarsteininn skoðaður, en skálar hans voru skráþurrar aldrei þessu vant, og ferðin enduð á Ísólfsskálavegi.
Frábært veður.

Hraunssel

Hraunssel- uppdráttur ÓSÁ.

Geitafell

Ætlunin var að ganga frá Arnarkeri til norðurs vestan Hlíðarendahjalla að Götugjá (Nesgjá), Réttargjá og Strandargjá suðvestan Geitafells.

Stekkur undir Fjallsenda

Undir vegg Réttargjár er hin forna Geitafellsrétt. Í nágrenninu eru hleðslur á nokkrum stöðum sem ætlunin var að skoða. Þá er örnefnið Selsvellir undir Geitafelli og líklegt þótti að það hefði ekki komið af engu.
Eins og venjulega kom ýmislegt óvænt í ljós. Undir Fjallsenda komu t.a.m. í ljós leifar af fornum mosavöxnum stekk. Beint upp af honum, uppi á Fjallsendabrúninni er smalaskjól. Vestar er Fjallsendahellir með þekkri fyrirhleðslu inni í miðri rásinni. Að öllum líkindum hefur stekkurinn gegnt hlutverki þarna um tíma ásamt hinum mannvirkjunum tveimur. Þessa mannvirkis er hvorki getið í örnefnalýsingu né fornleifaskráingu af svæðinu. Smalaskjólið er fremur lítið, en á góðum stað þar sem smalinn hefur haft ágæta yfirsýn yfir undirhlíðina.
SmalaskjolInn undir Fjallsendahelli er Gjögur, djúpt hringlaga jarðfall. Það gæti hafa verið notað sem nátthagi meðan fé var haldið til haga við Fjallsenda.
Skammt ofar er Árnahellir, friðlýstur dropsteins-hellir. Hann var ekki heimsóttur að þessu sinni, en rásin sem hann fæddi er greinilega í annarri myndun en helluumhverfið umleikis. Bæði þar og skammt vestar er apalhraun. Í því er ein fallegasta hraunmyndun hér á landi, lóðrétt hellugólf. Svo er að sjá sem hraunkvika hafi runnið í stórri rás undir storknuðu hraunyfirborðinu til suðurs. Þegar hún hafi mætt fyrirstöðu, annað hvort hæð eða lægð, hefur þrýstingurinn ofar í henni lyft storknuðu loftinu á nokkrum kafla. Við það risu jaðrarnir upp lóðrétt og mynduðu þessa líka tilkomumiklu veggi. Erfitt er að kom auga á fyrirbærið nema fara ofar í Gjögurhraunið og horfa til suðurs. Þá sést þetta vel, en þangað koma varla nokkrir menn lengur eftir að smalar hættu að fara þar um. Nú er fé Selvogsbúa komið í beitarhólf ofar í hrauninu.

Bergveggur

Sjá mátti nokkrar götur í Gjögurhrauni, en allar virtust þær vera eftir fé. Frá Geitafellsrétt (Selsvallarétt) mátti þó sjá varanlegri götu, þ.e. frárekstrargötuna áleiðis að Ölfusi. Hún var allgreinileg svo til alla leiðina.
Á miðju Gjögurhrauni er varða á lágum hraunhól er sést víða að. Þegar hún var skoðuð  sem og nágrennið var talið líklegt að hún væri vísbending refaskyttna á greni þarna í hrauninu. Sjá mátti víða stein á steini við op í hrauninu, einkum norðvestan við vörðuna. Þar er stærri varða, greinilega við op á greni. Ekki var að sjá að skolli væri í hreiðrinu að þessu sinni, en af umhverfinu að dæma gæti hann átt víða innangegnt á svæðinu, ef honum sýndist svo.
Varda i GjogurhrauniSkammt norðar var komið í skeifulaga stóran gróinn bala. Í honum miðjum virtist vera forn tóft. Af ummerkjum að dæma gæti þarna hafa verið nátthagi fyrrum. Greinileg gata lá upp frá honum alla leið upp á Selsvelli. Balinn er gróinn og skjólsæll. Allt umleiki er graslendi undir hólum er gefur til kynna að þarna hafi búpeningur legið fyrrum. Líklegt má telja að þarna hafi verið tímabundin útstöð frá Selsvöllum. Hafa ber í huga að selstaðan frá Hlíðarenda er allnokkru austar í heiðinni og er þar all greinileg. Þessi staður gæti verið yngri en sú selstaða, enda svo til beint ofan við Fjallsenda.
Þegar komið var upp á Selsvelli var svæðið leitað mjög vel m.t.t. hugsanlegra mannvistarleifa. Einu slíkar var að finna undir Stekkhól. Þar eru miklar fornar leifar, mjög líklega sú selstaða sem Selsvellir draga nafn sitt af. Heimildir eru um að Selsvellir hafi verið slægjuland frá Nesi, en líklegt má telja að Nes eða Strönd hafi haft þar tímabundið í seli einsog minjar þessar benda til.

Toft i Gjogurhrauni

Að vísu er Nessel þekkt suðaustan undir Hnúkum, en hún virðist hafa verið frá þeim tíma er selstöður voru að leggjast af um 1870. Ætla mætti að Stekkhólssminjarnar gætu verið eldri, en svo er hins vegar að sjá sem þær gætu verið enn yngri ef tekið er mið af tiltölulega heillegum hleðslum og fyrirkomulagi. Strönd hafði selstöðu í Staðarsel undir Svörtubjörgum. Þótt ekki séu til skriflegar heimildir um selstöðu þarna gæti hún mögulega verið leifar einnar slíkrar frá því um aldamótin 1900, þ.e. hún hefur einungis verið í notkun sem slík í tiltölulega stuttan tíma. Minjar í selstöðunni, sem er ein af 267 slíkum þekktum á Reykjanesskaganum (fyrrum landnámi Ingólfs), eru keimlíkar þeim er sjá má t.d. í Krossseli og Vallaseli í Ölfusi.
Selsvallasel við geitafellGeitafellsrétt (Selsvallarétt) er undir Réttargjá þar sem hún rís hæst. Um er að ræða nokkra dilka og almenning. Veggirnir standa nokkuð heillegir. Þegar Geitafellsrétt var aflögð um aldamótin 1900 var hlaðin rétt á Vörðufelli í Strandarheiði. Hún þótti erfið til rekstrar svo Selvogsréttin nýrri (Girðingarrétt) var hlaðin í heiðinni milli Hnúka og Urðarfells (Svörtubjarga). Réttin hefur einnig verið nefnd Gamlarétt, en hún var aflögð árið 1957.
Ofar er svo Strandargjá og ofanverð Heiðin-há.
Skrifari þessarar göngugreinar FERLIRs skilaði fyrir nokkrum árum BA-ritgerð um selstöður á þessu landssvæði, en síðan hefur vegna þrautseigju ýmislegt bæst við sem skoða mætti nánar. Þetta segir þeim hinum sama að vinna sem þessi verður aldrei lokið að fullu – fyrr en fullreynt er.
Í örnefnalýsingu fyrir Hlíðarenda í Ölfusi segir m.a. um þetta svæði: “Hlíðarendafjall er standberg frá Glámubóli vestur á Hellisnef. Það heitir Hellisberg , einnig Hlíðarendaberg og Berg, í Hlíðarenda var sagt vestur með Bergi, uppi á Bergi. Hellisnef heitir hornið, þar sem Bergið skagar lengst til suðvesturs. Það er hvasst.
Yst undir Hellisbergi er Helli eða Hlíðarendahellir, ágætt fjárból. Hellirinn er sjávarhellir frá lokum Selsvallasel við geitafell-2ísaldar. Hefur um 40 m langur veggur verið hlaðinn upp með slútandi berginu. Kumltótt er þar neðan við Hellinn. Frá Hellinum er örskammt vestur í Hellisnef, en þar endar Bergið. Tvö skörð, Eystraskarð austar og Vestraskarð utar, skerast inn í Hellisberg, miðleiðis, og eru fallegir grashvammar ofan við þau. Vestan við Hellisnef er skarð í brúnina vestan í móti. Það heitir Hellisskarð, og er hestfært. Vestan við Hellisskarð er stór grashvammur, klettalaus í brún og grónar flatir neðan við. Hann heitir Fagrabrekka, og nær vestur að Fjallsenda, en svo heitir þar sem hlíðin, sem byggðin hefur fylgt austan frá Kömbum, hverfur undir hraun. Hraunið, sem við tekur vestan við Fjallsenda heitir Gjögrahraun, og nær vestur í Selvogsmörk. Vestan í Fjallsenda er Fjallsendahellir. Hann er hraunhellir. Inn úr opi hans eru tvennar dyr. Til hægri er sjálf-ur hellirinn, 1 m til 1,7 m hár og um 2 m víður, gólfið er allslétt. Hlaðinn garður lokar honum fyrir fé um l0 m fyrir innan dyr. Til vinstri er niður að fara í annan hellir, sem er að mestu hruninn, svo myndast hefur jarðfall um 4 – 5 m djúpt og 8 – 10 m í þvermál. Það heitir Gjögur. Úr því er skammt í hellisbotn.

Geitafellrett-22

Nálægt miðleiðis frá Fjallsenda að þjóðvegi, en rétt ofan við gömlu götuna út yfir Hlíðarendaheiði, er annað jarðfall, álíka stórt og Gjögur. Það heitir Arnarker. Hrafn hefur átt þar hreiður. Úr botni þess eru hellrar til norðausturs og suðvesturs. Allt svæðið milli fjallshlíðarinnar og sandsins heitir Heiði, Hlíðarendaheiði.”
Á skilti við Arnarker stendur eftirfarandi: “Leitahraun og allir hellar þess mynduðust fyrir um 5000 árum. Eftir að gosinu lauk stóð eftir feikimikil dyngja og í kolli hennar stír gígur, Leitargígur, skammt austan Bláfjalla. Arnarker er einn af hellum Leitarhrauns. Í daglegu tali kallast hellirinn yfirleitt Kerið sem er einföld stytting úr nafninu Arnarker og lýsandi nafngift fyrir niðurfallið. Niðurfallið er eina opið í hellinn en í heild er hann um 516 metra langur. Út frá opinu gengur rás um 100 metra til suðurs en um 400 metra til norðurs.

Geitafellrett-21

Í hellinum er víðast vítt til veggja og hátt til lofts. Hellrinn er þó mjög mikið hrauninn. á nær eina bettinum þar sem ekki hefur hrunið ú rloftinu eru sérkennilegir spenar. Er það innarlega í suðvesturgöngunum.”
Ennfremur segir: “Fyrir ofan Hellisberg, vestur undir Fjallsenda og Gjögrahrauni, eru litlir hólar sem heita Langhólar, segir Sæmundur.
Geitafell er um tvo og hálfan kílómetra í norðvestur frá Búrfelli. Það er 509 m hátt, með brattar hlíðar. Það er hálft í Selvogslandi. Bókfærð hreppamörk eru Vífilsfell – Ólafsskarð – norðaustantil á Geitafell – Fálkaklettur. Úr Fálkakletti eru mörkin svo um Markhóla í Þrívörður, við sjó.
Gjogurhraun- fjarrekstrargata

Fálkaklettur heitir landamerkjasnösin sunnan í Geitafelli. Austan við hann er stórt gil sem heitir Hrútagil. Neðan undir því eru Grasvellir sem heita Hrútagilsflatir. Austan við Hrútagil er allmikil grasbrekka sem heitir Gránubrekka. Austan við Gránubrekku er grasflöt sem heitir Skilflöt. Þar mun hafa verið skipað í leitir í fyrstu smölun á haustin.
Gjár og sprungur eru margar í hrauninu milli Búrfells og Geitafells. Mest þeirra er Þvergjá, öðru nafni Götugjá, sama gjáin sem í landamerkjabréfinu er nefnd Stóra-gjá. Gjáarsvæðið suðvestur og vestur frá. Geitafelli heitir Gjár og Gjáarsporðar, í Sel-vogslandi. Suðvestan við Geitafell eru Sel(s)vellir. Þar eru Selvallaréttir. Kálfahvammur er vestan í Geitafelli, en sunnan í því er Miðflatagil og Miðflatir niður frá því, í Selvogslandi. Vestan við Fálkaklett.”
FallsendahellirÍ örnefnalýsingu fyrir Nes í Selvogi segir m.a.: “Austur af Hnúkunum er komið á svæði, sem einu nafni er kallað Gjárnar eða Á Gjánum. Þetta svæði er milli Hnúka og Geitafells. Um það liggja gjár, sem það dregur nafn af. Þær liggja allar í sömu átt, frá Geitafelli.  Austust og næst landamerkjum er Nesgjá.  Vestar og nær Geitafelli er Réttargjá. Við hana var áður fyrr rétt, Geitafellsrétt, austur undir Geitafelli.  Það var fyrrum aðalrétt Selvogsmanna og Ölfusinga. Við austurenda Réttargjár eru Selsvellir alveg inn undir Geitafelli. Það var slægjuland frá Nesi. Þar fékkst gott hestahey. Götugjá er neðsta gjáin. Hún er áframhald af Nesgjá eða Réttargjá. Hún hverfur undir Hnúkana, en kemur upp aftur niðri í heiði, í Gjáardal, og er sagt, að hún liggi niður í Götutún.” 
Arnahellir-21Í Andvara 1884 birtist ferðasaga Þorvaldar Thoroddsens um Suðurland. Í ferðinni skoðaði hann m.a. Heiðina há og Selvogsheiði. Hann nafngreinir gjárnar, en fjallar að öðru leiti ekkert sérstaklega um þær. Greinin heitir “Ferðir á suðurlandi sumarið 1883”.
Litlu fyrir vestan Hjalla taka við mikil hraun því nær óslitin vestur í Selvog. Austast er Lambafellshraun; nær það vestur að Hlíðarbæjum; hraun þetta hefir runnið í mjög breiðum fossi niður af fjallinu fyrir austan Vindheima nálægt Lágaskarðsvogi; hraunfossinn hallast um 5—6°; breiðist það síðan út, er afarmikið og nær alveg niður að sjó; það er víðast flatt að ofan, breiðar hraunhellur með rákum og rósum, bugðum og öldum eptir rennslið; víða eru stórar, flatar hraunblöðrur og sumstaðar roksandur. Nokkru austar hefir mjór hraunfoss runnið niður af fjallinu; er þetta hraun miklu nýlegra og hefir fallið í mjóum straumi yfir eldra hraunið niður fyrir Hraunhverfi; það er mjög úfið og sýnist vera enn nýrra en Hellisheiðarhraunið, or rann árið 1000, og er því að öllum líkindum runnið síðan Ísland byggðist.

Selsvellir - Geitafelli

Ýmsar líkur eru til þess, að þetta hraun sje einmitt það hraun, sem getið er um í Landnámu að hafi runnið árið 10001. Þó er jeg enn ekki alveg viss um að svo sje. Svo er um mörg fleiri hraun á Reykjanesskaga, að þau hafa eflaust runnið á sögutímanum, en annálar geta eigi um það, og sögur hafa lítt verið ritaðar á þessum útkjálka; hefir slíkt því alveg dottið úr minni manna, enda eru hjer fáir, sem hafa löngun til að grennslast eptir slíku, og varð jeg var við það á ferðinni, að þeir voru sárfáir, sem nokkuð vissu um upptök hraunanna.
Gotugja - bruSelvogsheiði er breið og mikil hraunbunga; er hún auðsjáanlega gamalt eldfjall, þó lág sje (580 fet); hún hallast 1—2—3° á allar hliðar. Hraunin í henni eru mjög gömul og sandorpin, sumstaðar dálítill jarðvegur á sandinum, en hraundrangar og hraunkúpur upp úr; víða eru flatar hraunhellur með mosaverki, sumstaðar hellisskútar, og hafa sumir verið notaðir til fjárgeymslu; í einum hafði karl búið um nokkur ár. Á miðri heiðarbungunni hefir verið ákaflega stór gígur; sjást merki hans enn, þó hann sje nú fullur af hrauni; standa upphvassar hraun-nybbur þar, sem gígrandirnar hafa verið. Fyrir ofan Hlíðarvatn eru snarbrattar hamrahlíðar, 8—900 fet á hæð; fram af þeim hafa 4 stórir hraunfossar fallið, tveir hjá Stakkavík og tveir hjá Herdísarvík. Hraunfossar þessir eru einhverir hinir hæstu á Íslandi, um 800 fet; hefir það verið ógurleg sjón að sjá, þegar glóandi hraunið fjell fram af hömrunum. Hraun þessi hafa komið úr eldgígnum í Brennisteinsfjöllum, líklega kringum Kistufell. Hraun það, er fallið hefir niður hjá Stakkavík, er eldra en það, sem fallið hefir niður hjá Herdísarvík. Herdísarvíkurhraun hefir fallið í tveim bunum niður af fjallinu; þar sem hraunleðjan hefir fallið fram af þverhnýptum hömrum, hefir hún eigi getað tollað samanhangandi í hlíðinni; svo er í eystra fossinum.

Rettargja 22

Í sjálfri hlíðinni eru utan í klettunum langar hraunsljettur og hraunhrúgur fyrir neðan; sumstaðar hafa þó kvíslazt mjóir hraunlækir niður milli hamranna. Hallinn á þessum fossi er 30° eða meira. Vestari fossinn er samanhangandi buna og miklu stærri en hinn, en hallinn minni (25°). Hraun þetta hefir runnið alveg fram í sjó; er það ákaflega úfið og sundurtætt, eintómar hraunskarir, nybbur og klungur, og sumstaðar naumlega fært nokkurri skepnu; allt er það þó mosavaxið, en hvergi er þar gras; í gjám þar eru fjarska stórir og fagrir burknar (Zastræa); eru sumir þeirra 3—4 fet á hæð og eitt fet á breidd, laufið margskipt og prýðis-fagurt; er því að sjá niður í hraungjótunum eins og maður væri kominn í burknaskóg á Nýja-Sjálandi.

Heidin ha 22

Þess er getið í annálum, að árið 1390 hafi hraun runnið úr Trölladyngju (!) niður í Selvog. Að hraun hafi þá runnið niður í Selvog er víst enginn efi á, en úr Trölladyngju hefir það eigi getað komið, eptir landslagi er það ómögulegt; hjer hefir því blandazt málum sökum ókunnugleika annálsritarans; vera má, að Trölladyngja hafi gosið um sama leyti; en þetta hraun er komið ofan úr Brennisteinsfjöllum.
Upp af Selvogsheiði er fjarska-mikil hraunhunga, sem kölluð er »Heiðin há«. Þangað fórum við með sjera Ólafi frá Vogsósum. Heiðin há er 2030 fet á hæð, geysimikil flatvaxin eldfjallsbunga, lík í lögun og Skjaldbreiður; hún er hlaðin upp úr óteljandi, gömlum hraunlögum suður af Bláfellshlíðum; hallast hún jafnt og pjett niður að Selvogshciði (3°), og eru margar og langar gjár í lægðinni, þar sem þær mætast. Efst er Hrossagjá; hún er styzt, og er utan í heiðarhlíðinni sjálfri; þar næst Strandagjá, mjög löng, nær frá Svörtubjörgum upp undir Geitafell; svo er Rjettargjá; hún byrjar í slakkanum milli heiðanna, og nær upp í Geitafell; og syðst er Götugjá (eða Nesgjá); hún nær frá sjó yfir hlíðina á Selvogsheiði upp í Lambafellshraun fyrir norðan og austan Geitafell; neðri (syðri) brúnin, sem er utan í Heiðinni há, er lægri, svo landið hefir auðsjáanlega sigið í slakkanum milli heiðanna.

Gjogur - 24

Efst á heiðinni markar fyrir gígnum, sem öll þau fjarskalegu hraun hafa komið úr, sem mynduðu heiðina. Gígurinn er nú fullur af hrauni, en hofir verið afarstór, sem sjá má af leifum þeim, sem eptir standa af gígröndinni; það eru dálitlir hraunhnúkar, sem standa í kring; gígurinn hefir verið allt að 100 faðmar að þvermáli; sunnanverðu við þenna gíg er að auki 2 eða 3 bollar miklu minni, hálffullir af hrauni. Sjálf er heiðin mjög stór um sig; eintóm gömul hraun, með holum og gjótum og hallast lítið, 2°, til vesturs, og 3° til austurs.
Heiðasljetturnar milli »Heiðarinnar há» og Brennisteinsfjalla eru einn storkinn hraunsjór; hafa þessi hraun flest fallið ofan úr austurhallanum á Brennisteinsfjöllunum, því þar eru stórir gígir svo tugum skiptir allt norður fyrir Grindaskörð: úr þessum hraunum hafa straumarnir komið, er fjellu niður hjá Stakkavík og Herdísarvík.

Arnarker - 25

Gömlu hraunin í Selvogi, sem víðast eru nú mjög sandorpin, munu flest komin úr Selvogsheiði, og saman við þau hafa að ofan runnið hraun úr Heiðinni há.”

Um Geitafellsrétt er fjallað í auglýsingu í Þjóðólfi 1875: “Um leið og eg geri almenningi kunnugt, að eg samkvæmt tilmælum amtmannsins yfir suðr- og vestrumdæminu hafi verið skipaðr lögreglustjóri til upprætingar fjárkláðans í Geitafellrett-23suðrhluta Gullbringusýslu, í Selvogi og í Út-Ölfusinu inn fyrir Hjallahverfið, skal hér með skorað á fjáreigendr þá, sem kindr kynnu að eiga í rettum þeim, sem sótt er að úr þessu lögsagnarumdæmi mínu, að koma sem tímanlegast, að réttunum og hirða kindr sínar.
Mun almenn skoðun á réttarfénu, fyrren það er dregið, fara fram í Gjáarrétt mánudaginn 20. p. m., í Geitafellsrétt þriðjudaginn 21. s. m. og í Hveragerðisrétt miðvikudaginn 22. s. m. allar kindr þær, sem pá finnast með kláða eðr kláðavotti, munu samkvæmt 4. gr. tilsk. frá 5. jan. 1866 verða stranglega aðskildar frá hinu fénu og skornar þegar [stað við réttina, ef eigandinn er ekki við til að hirða þær á tryggjandi hátt, svo að þær ekki nái samgöngum við annað fé, eða ef enginn annar vill taka pær að sér til hirðingar. – Reykjavík 15. september 1875, Jón Jónsson.”
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimild:
-Andvari, 10. árg. 1884, bls. 17-27.
-Þjóðólfur, 27. árg. 1874-1875, bls. 109-110.
-Örnefnalýsing fyrir Hlíðarenda.
-Örnefnalýsing fyrir Nes.

Geitafellsrétt

Geitafellsrétt.