Entries by Ómar

Skinnhúfuhellir – Fjárhöfðar

Jörðin Úlfljótsvatn hefur verið fornleifaskráð. Yfir 90 fornleifar fundust á 68 stöðum á jörðinni. Var þó ekki öll landareign jarðarinnar fullkönnuð. Bjarni F. Einarsson, doktor í fornleifafræðum hjá Fornleifafræðistofunni vann að fornleifaskráningunni vegna deiliskipulags í landi Úlfljótsvatns. Meðal fornleifanna er rúst fjárborgar við Borgarhóla (Borgin) sem eru NV af Hrútey, ca. miðja vegu vestan við […]

Hvassahraun – gata að Skógarnefi – Hvassahraunssel

Á korti mátti sjá götu dregna upp frá Hvassahrauni áleiðis upp í Skógarnef. Gatan endar, skv. kortinu, á landamerkjum Hvassahrauns og Lónakots, nokkuð ofan við Lónakotssel. Á þessu korti eru merkin svolítið vestar en á nýrri kortum. Ætlunin var að reyna að skoða hvort þarna marki fyrir leið, og ef svo er, hvert hún liggur […]

Hækingsdalssel

Leit var gerð að Hækingsdalsseli (hinu síðara). Áður hafði verið gerð leit að selstöðu frá bænum á svonefndum Selflötum (Selsvöllum) undir Geitahlíð. Tekið var hús á Guðbrandi Hannessyni (f: 1936), bónda og fyrrum oddvita í Kjósarhreppi. Í Jarðabókinni 1703 er getið um selstöðuna frá Hækingsdal og jafnframt að hún hafi verið í landi þar sem […]

Litlahraun – arnarsetur

Gengið var um Litlahraun sunnan undir Eldborgum sunnan við Geitahlíð. Í hrauninu eru m.a. minjar fjárbúskapar, s.s. yfirsetustaða, rétt, fjárskjól og rúst. Auk minjanna hefur þess sérstaklega verið getið að örn hafi verpt í hrauninu og lengur ofan við Herdísarvík. Tvö önnur forn arnarsetur eru í grennd; arnarhreiður á Arnarfelli að vestan og þekktur staður […]

Fremra-Hálssel

Leitað var staðfestingar á selstöðu frá Fremra-Hálsi í Kjós. Til leiðsagnar var fenginn Guðbrandur Hannesson (f: 1936), bóndi í Hækingsdal og fyrrum oddvita í Kjósarhreppi. Maðurinn sá er jafnframt kunnugastur um örnefni, sagnir og minjar í hreppnum. Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. um selstöðu frá Fremra-Hálsi (Fremrehals) í Kjósarhreppi: „Selstöðu á jörðin í heimalandi“. Svo er […]

Lambahraun – Eldvarpahraun – Eldvörp

Á nýlegri ferð FERLIRs um hraunin vestan Grindavíkur kom í ljós gata frá Stað upp í gegnum Lynghólshraun og óbrennishólma Lambahrauns áleiðis í Eldvörp. Þá er ljóst að gatan frá Stað upp á Prestastíginn ofan við Hrafnagjá hefur legið sunnar en áætlað hefur verið. Gatan er vörðuð að hluta og kemur inn á Prestastíginn áleiðis niður að Húsatóftum ofan […]

Mosfell

Í „Skráning fornleifa í Mosfellsbæ“ árið 2006 er m.a. fjallað um jarðirnar Mosfell og Minna-Mosfell: „Saga Mosfells er fyrst getið í Landnámu og oftlega í Egilssögu en einnig í fleiri fornritum svo sem Gunnlaugssögu. Um 1200 er Mosfells getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar (Dipl. Isl. XII, bls. 9). Elsta heimild um Minna-Mosfell eru Fógetareikningar […]

Kjós – bæir; upphaf og þróun

Í „Fornleifaskráningum í Kjósarhreppi“ árin 2008-2012 má m.a. lesa eftirfrandi fróðleik um upphaf og þróun nokkurra bæja í sveitarfélaginu: Þorlákstaðir 20 hdr 1705. Reynivellir áttu hér ítak, eldiviðargröf. 1705: „Haglítið er og landþröngt mjög, so að fyrir þann skuld verða heimamenn engið í beit að leggja, en átriðningur er mikill af annara manna peningum, bæði […]

Stórkonusteinar

Lönguhlíðar takmarkast að austanverðu af Löngulíðahorni. Svæðið innan (austan) við hornið, Lönguhlíðakrókur, ætti að mörgu leyti að vera áhugavert fyrir göngufólk, annars vegna vegna fegurðar ofanhlíðanna milli Hornsins og Kerlingarhnúka og hins vegar vegna Stóra-Bollahraunsins, sem rann þarna undir hlíðunum og inn fyrir Lönguhlíðahorn. Hraunið er apalhraun á þessu svæði, þakið þykkum hraungambra. Í kvosum […]

Fornleifum spillt við Járngerðarstaði?

Þegar Vesturbraut í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík var nýlega grafin upp vegna úrbóta  á varanlegri gatnagerð kom verktakinn niður á hlaðið garðlag. Sá hafði þegar uppi snör handtök, fjarlægði garðinn og mokaði yfir. Vitni urðu þó að atvikinu. Skv. Þjóðminjalögum hefði verktakanum borið að tilkynna fundinn til Fornleifaverndar ríkisins. Ekki er ólíklegt að ætla að þarna hafi […]