Entries by Ómar

Áskorun – efri Hópsvarðan lagfærð

Hleypt hefur verið af stokkunum Umbótakeppni í umdæmi Grindavíkur. Leikreglur eru þær að liðsheild tekur að sér umbætur í einhverju er telja má til gagns er lýtur að útivistar-, umhverfis- og/eða söguminjum í umdæmi Grindavíkur. Að þeim loknum skorar liðsheildin á aðra tiltekna að gera hið sama innan tilgreindra tímamarka og svo koll af kolli. […]

Mosfellsbær – bæir og saga

Í „Skráningu fornleifa í Mosfellsbæ“ frá árinu 2006 má lesa eftirfarandi um einstaka bæi, auk annars fróðleiks: Blikastaðir Blikastaðir hafa trúlega verið teknir í ábúð snemma á miðöldum en þeirra er fyrst getið í máldaga Maríukirkjunnar í Viðey frá árinu 1234. Þar kemur fram að kirkjan og staðurinn hafi átt landið á „Blackastoðum“ (Dipl. Isl. […]

Vegir á Suðurlandi 1896

Eftirfarandi frásögn um vegi á Suðurlandi birtist í Fjallkonunni árið 1896: „Gamall Íslendingur í Ameríku, Björn Björnsson, í British Columbia, hefir sent Fjallk. langar ritgerðir um vegi á Suðurlandi og koma hér kaflar úr þeim: Í grend við Beykjavík liggja 15 fornir vegir: 1. Kjalarnesvegrinn, sem liggur innan úr Kjós út með Hvalfirði fyrir framan […]

Tvær leiðir á Mosfellsheiði

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1930 má m.a. sjá eftirfarandi um „Tvær leiðir á Mosfellsheiði“ (Grh., 15. okt. B.B.): „Á ofanverðri 16. öld, lágu tveir vegir yfir Mosfellsheiði, hinn nyrðri nyrst um hana, úr Þingvallasveit um Vilborgarkeldu, Þrívörðuás, Moldbrekkur, Illaklif, sunnan Geldingatjarnar, niður með Köldukvísl, Langholt, Mosfollsdal, um Tjaldanes, um syðri Leirvogstungubakka, Hestaþingshól, og suður Mosfellssveit […]

Feigðarför á Mosfellsheiði 1857

Hér er sagt frá „Feigðarför Laugdæla og Tungnamanna á Mosfellsheiði 1857“: Byggt er á grein séra Magnúsar Helgasonar í Huld og fleiri heimildum. Loftur Guðmundsson skráði. „Þeir lögðu upp frá Þingvöllum, 14 talsins, laugardaginn þriðja í Góu 1857. Þeir voru úr Laugardal og Biskupstungum og ætluðu til sjóróðra við Faxaflóa svo sem tíðkaðist. Á leiðinni […]

Valhúshæð friðlýst

Valhúsahæð var friðlýst sem náttúruvætti árið 1998. Á Valhúsahæð er rákað berg eftir ísaldarjökul. Þaðan er víðsýnt um Faxaflóa. Hæðin ber nafn sitt af húsum sem fyrr á öldum geymdu veiðifálka Danakonungs. Valhúsahæð er hæsti staður á Seltjarnarnesi í 31 m hæð yfir sjó. Á Valhúsahæð er graslendi, lítt grónir melar, mólendistorfur og votlendisblettir. Þar […]

Strandardalur – Sælubuna – Hlíðardalur

Öxl skilur af Strandardal og Hlíðardal vestan Svörtubjarga. Úr bergöxlinni sprettur silfurtær vatnslind, Sælubuna, sem var ómetanleg fyrir heyskapafólk í dölunum. Efst í Hlíðardal var bær Indriða lögréttumanns Jónssonar. Hann var þar á fyrri hluta 17. aldar, merkur maður, góður skrifari og smiður. Ætlunin er að finna Sælubunu og tóftir af bæ Indriða. Auk þess […]

Lakastígur

Lakastígur liggur frá Hveradölum niður að Lönguhlíð innan við Innbruna Eldborgarhrauns í Þrengslum. Á herforingjaráðskorti frá 1909 (1:50000) er norðurendi leiðarinnar sýndur vestar en hér er lýst. Þar liggur Lágaskarðsleiðin útaf Hellisheiðarvegi undir neðstu brekkum Reykjafells og yfir hraunhólana neðan við Hveradalaflöt en sú leið er mun ógreiðfærari þó hún sé styttri. Á kortinu kvíslast […]

Gerðavellir – örnefna- og söguskilti

Grindavíkurbær og Saltfisksetrið vígðu nýtt sögu- og örnefnaskilti á Gerðavöllum. Af því tilefni var bæjarbúum og gestum boðið til gönguferðar um Vellina og næsta nágrenni. Á skiltinu er uppdráttur af svæðinu með öllum helstu minjum og örnefnum. Um er að ræða 6. skiltið í röð slíkra í Grindavík, sem einn FERLIRsfélaga hefur m.a. haft umsjón […]

Selhóll – Hrísbrekkur – Klifhæð

Í Árbókinni 1943-48 segir Ólafur Þorvaldsson frá leiðinni milli Herdísarvíkur og Sýslusteins. Þar fjallar hann m.a. um Selhól, Hrísbrekkur (Litlu- og Stóru-), Klifhæð og Sængurkonuhelli: „Af Seljabót held ég svo austur hraun og fer Gamlaveg, sem liggur frá eystra horni Geitahlíðar, ,,niður á milli hrauna“, niður á Seljabót austast; er þá Seljabótarbruni á hægri hönd, […]