Áskorun – efri Hópsvarðan lagfærð
Hleypt hefur verið af stokkunum Umbótakeppni í umdæmi Grindavíkur. Leikreglur eru þær að liðsheild tekur að sér umbætur í einhverju er telja má til gagns er lýtur að útivistar-, umhverfis- og/eða söguminjum í umdæmi Grindavíkur. Að þeim loknum skorar liðsheildin á aðra tiltekna að gera hið sama innan tilgreindra tímamarka og svo koll af kolli. […]