Entries by Ómar

Illaklif – Guðnahellir

Árið 1677 segir í Hestaannál frá ókyrrleika af stuldi og ráni víða um land. „Urðu menn þá varir og vísir, að þjófar lágu á fjöllum uppi, og drápu naut og sauði sér til matar.“ Talið er að útilegumenn hafi m.a. hafst við í helli í Illaklifi á Mosfellsheiði. Hellir þessi hefur í seinni tíð verið nefndur […]

Kjalarnes – saga jarða

MA-ritgerð Margrétar Bjarkar Magnúsdóttur, „Fornleifar á Kjalarnesi“ við HÍ 2015 fylgir viðauki; „Kjalarnes – saga jarða„. Hér á eftir er að finna fróðleik um landnám og sögu einstakra jarða á Kjalarnesi: Landnám á Kjalarnesi Kjalarnes var hluti af landnámi Ingólfs Arnarsonar . Það var mjög víðfeðmt og greint er frá því í Landnámabók. Þar segir: […]

Stekkatún – Grændalsá – Grændalsvellir

Stekkatún hafa verið víða fyrrum. Nafngiftin gefur vísbendingu um horfna búskaparhætti þegar fráfærur voru enn stundaðar. Samkvæmt örnefnaskrá Reykjakots við Hveragerði er Stekkatún eitt grónar brekkur austan í litlu gili vestan við Græn[a]dalsá. Þar voru sauðahús frá Reykjakoti sem enn megi sjá leifar af. Til eru frásagnir um að á þessu svæði hafi verið býlið […]

Nikulásartóft – Lambabyrgi

Tvær heillegar minjar má berja augum á Hraunbrúninni svonefndu ofan við Hveragerði. Þær eru Lambabyrgið og Nikulásartóft, báðar hluti af minjum í fyrrum Vorsabæjarlandi. Samkvæmt örnefnaskrá Vorsabæjar eru leifar lambabyrgis á Hraunbrúninni, norðaustan við Nikulásartóft. Lambabyrgið er byggt í ofanverðri hraunbrún sem er um 3 – 4 m há. Niður undan byrginu er grasi gróin […]

Arnarhamarsrétt

Í „Fornleifaskráning vegna deiliskipulags Vesturlandsvegar frá Leirvogsá að Hvalfirði“ á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur árið 2018 er getið um Arnarhamarsrétt undir Arnarhamri á Kjalarnesi: „Austur af Bakka, í Esjuhlíðum um 30 m austur af Vesturlandsveginum er Arnarhamarsrétt utan í litlu hamrabelti, klettum, sem kallað er Arnarhamar. Heimild er um að réttin hafi verið notuð sem hrossarétt […]

Þormóðsleiði – Hafravatnsrétt

Nokkrar sagnir eru um fornmannaleiði í Mosfellsbæ. Hraði á Hraðastöðum á að vera heygður í Hraðaleiði, lágum hól á mörkum Mosfells og Hraðastaða. Fyrsti legstaður Egils Skallagrímssonar er sagður í greinilegum haug eða hól á Tjaldanesi. Í örnefnaskrá greinir frá hól eða dys norðan við bæinn að Úlfarsá sem kölluð var Rikkudys. Þormóðsleiði er í […]

Gvendarbrunnar II

Árni Óla segir frá Gvendarbrunnum í Lesbók Morgunblaðsins árið 1965: „Fjallgarður sá, er blasir við Reykvíkingum í suðaustri, Vífilsfell, Bláfjöllin og Langahlíð, deila vötnum á Reykjanesskaganum milli Ölfuss og Innnesja. En hvaða vötnum er þar að deila? Norðan fjallanna sést varla vatn. Allt leysingavatn og úrkomuvatn hverfur í hin miklu hraun, sem þar eru og […]

Fornagata – Stakkavíkurgata

Fornar götur eru merkileg fyrirbæri. Þegar þær eru gengnar nú til dags (2012) má vel greina áætlaðan aldur þeirra og notkun. Þannig er a.m.k. háttað með göturnar í Selvogi. Í byggðinni sjálfri voru tvær götur; kirkjugatan lá með gömlu bæjunum frá austri til vesturs, að Strandarkirkju og vegurinn lá ofan Fornagarðs, efri endimörk byggðarinnar. Upp […]

Sæskrímsli – Grindavík

Á landakortum fyrri alda má oft á tíðum sjá, auk landa og örnefna, hinar ýmsu kynjaskepnur hafsins. Landakönnuðir og kortagerðamenn, sem vildu láta taka sig alvarlega, skráðu það eitt er þeir sjálfir sáu eða fengu staðfest eftir áreiðanlegustu heimildum. Af því að dæma ættu kynjaskepnurnar að hafa verið til á þeim tímum, þótt ekki hafi […]

Ölkeldur og kolsýruhverir

Ölkelda (úr öl + kelda sem þýðir í fornnorsku „uppspretta“ eða „lind“) er uppspretta vatns sem inniheldur koltvísýring, en hann á uppruna sinn í storknandi kviku í iðrum jarðar. Ölkeldur eru kaldar eða rétt volgar uppsprettur sem finnast á háhitasvæðum og oft í jöðrum þeirra. Yfirleitt eru þær járnmengaðar og bragðvondar og vatnið rauðbrúnleitt, jafnvel […]