Entries by Ómar

Kleifarvatn – hringferð

Gengið var umhverfis Kleifarvatn, frá Lambhagatjörn, rangsælis. Í upphafi ferðar gáfu náttúruöflin ferðalöngum áþreifanlega innsýn í landeyðinguna á Krýsuvíkusvæðinu þar sem vindrofsbörnin dunduðu við að rífa upp botn tjarnarinnar. Kári og bræður hans báru síðan þurrt og fínt moldaryfirborðið út yfir vatnið þar sem það settist mjúklega á yfirborð þess. Nú liggur það væntanlega á […]

Stardalur – selstöður og saga bæjar

Hér á eftir verður fjallað um fyrrum 12 selstöður í landi Stardals skv. skráðum heimildum sem og sögu bæjarins. FERLIRsfélagar hafa skoðað og skráð allar selstöðurnar, auk þeirrar þrettándu, sem grunur er um að hafi verið selstaða fá Vík, bæ Ingólfs Arnarssonar. I.    Helgafell í Mosfellssveit voru ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu […]

Rauðhóll – Sundhnúkagígaröðin – Arnarsetursgígaröðin

Gengið var frá Arnarsetri upp með norðanverðu Stóra-Skógfelli. Austan þess, í Skógfellahrauni (um 3000 ára) gegnt Rauðhól, var vent til vinstri inn á Skógfellaveg uns komi var að gatnamótum Sandakravegar til suðausturs yfir Dalahraun. Ætlunin var að ganga spölkorn til suðausturs eftir Sandakraveginum og taka síðan stefnuna til norðurs að syðsta gígnum á norðanverðri sprungurein […]

Mosfellssel IV, Hólshús o.fl.

Í „Skráningu fornleifa í Mosfellsbæ„, unna af Þjóðminjasafni Íslands árið 2006, var reynt að setja saman á einn stað flest það sem þegar var vitað um fornleifar á svæðinu, en minna reynt að setja þær í samhengi við búskaparhætti og tíma. T.d. er getið um Stóru- og Litlu-Grænuborg ofan Gljúfrasteins. Í heimildum kemur fram að […]

Æsustaðafjall – tóftir

FERLIRsfélaginn, nú staðsettur í London, kom eftirfarandi boðum á framfæri: „Ég hitti mann í gær, sem lengi hefur verið með kartöflugarð í Skammadal milli Æsustaðafjalls og Helgafells. Hann telur mögulegt að aðra rúst (sel?) en þá sunnan í Helgafelli sé að finna í Æsustaðafjalli. Það á að vera lind í grennd við rústina, sem kartöflubændur […]

Grafningssel – Þjófahellir

 Í heimildum er getið um þrjú sel frá Nesjum; Kleifasel, Klængssel og Vallasel, öll í nánd við Selkletta, Selklif og Selskarð. Hvort um hafi verið að ræða sömu selstöðuna er ekki getið. Klængssel mun hafa verið vestan undir Selklettum, Kleifarsel í Jórukleif og Vallasel þar sem Nesjavallabærinn var síðar reistur suðvestanvert nið Nesjahraun. Selbrúnir eru […]

Hvaleyrarsel – rétt

„…Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðann er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði. Hraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni að austan og […]

Fóelluvatn – Guðrúnartóft

Gengið var norður Mosa frá Vesturlandsvegi áleiðis að Fóelluvatni (Fóelluvötnum-Efri) ofan við Neðrivötn vestan Vatnaáss neðri í Elliðakotsheiði. Ætlunin var að skoða svonefnda Guðrúnartóft utan í Vatnaási efra sunnan Lyklafells, nokkurn veginn á milli vatnanna. Haldið var upp með Vatnahlíð vestan Vatnaáss neðri með stefnu á Lyklafellið. Ofan við ásinn var beygt til austurs og […]

Vörðubendill

Frumvarp Alþings til vegaumbóta 1857: Samþykkt sem tilskipun af konungi 1861; 12. gr.-  vörðubendill: Þegar horft er til varða á þétthlöðnum hesta- og vagnvegum Reykjanesskagans, s.s. Skipsstíg, Árnastíg og Prestastíg (Skógfellavegur og Sandakravegur urðu aldrei ruddir sem að vagnvegir) má jafnan sjá stein (vörðustein) standa út úr heillegustu vörðunum. Þetta vekur jafnan athygli „vegfarenda“, en fáir […]

Krýsuvíkurkirkja – endurbygging

Þann 2. janúar 2010 brann Krýsuvíkurkirkja til kaldra kola. Mörgum þótti mikill missir í þessari litlu sveitakirkju enda hafði henni verið haldið sæmilega vel við síðustu ár. Aðeins nokkrum dögum eftir brunann, voru stofnuð samtökin Vinafélag Krýsuvíkurkirkju og ákveðið að kirkjan skyldi endurbyggð. Kennarar og nemendur við Iðnskólann í Hafnarfirði tóku verkið að sér. FERLIR heimsótti […]