Hvaleyrarsel

“…Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi.
Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðann er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði.
Selhraun - rettHraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni að austan og vestur á brún, þar sem landið hækkar, heitir Selhraun. Niðri í því er réttarhleðsla. Efri hluti Kapelluhrauns er nefndur Bruni, og nær það nokkuð suður á móts við Stórhöfðann. Sunnan og neðan við Stórhöfða er hraunið nefnt Stórhöfðahraun, upp með Brunanum fyrrnefnda.”

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – stekkur.

Framangreind selsrúst “sunnan” undir Selhöfða hefur löngum verið talið beitarhús, en við nánari skoðun virðst hún fremur vera leifar selstöðu. Rýmið er tvískipt; baðstofa og búr, en ekki mótar með góðu móti fyrir eldhúsi. Mikið graslendi er bæði norðan og vestan við rústina.
Réttin framangreinda stendur enn í Selhrauninu, mjög heilleg og svo er að sjá að þangað hefur enginn komið um langa tíð.”

Umfjöllun um Hvaleyrasel og nágrenni þess má sjá víða á vefsíðunni.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Hvaleyri – Ari Gíslason – ÖÍ.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn og nágrenni – minjar (ÓSÁ).