Entries by Ómar

Dvergasteinar

Jón Jónsson skrifaði grein í Náttúrufræðinginn 1990 er hann nefndi „Dvergasteinar„. Þar fjallar hann m.a. um sérstæða myndun grágrýtisbjarga er víða má sjá í fjörum á Reykjanesskaga, t.d. utan við Óttarsstaði, og jafnvel sums staðar innar í landinu, s.s. ofan við Bæjarsker. „INNGANGUR Kveikjan að þessu greinarkorni er samtal við nágranna minn Einar Vilhjálmsson og […]

Hafravatn – Camp Jeffersonville

Í ágúst árið 1890 komu nítján Mosfellingar saman við hamarinn hjá Seljadalsá við sunnanvert Hafravatn. Þar stofnuðu þeir Lestrarfélag Lágafellssóknar; nú Bókasafn Mosfellsbæjar. Lestrarfélagið var eitt fyrsta félagið sem stofnað var í Mosfellssveit og lét fleira til sín taka en söfnun bóka og útlán þeirra. Félagið var eign þeirra sem greiddu árgjald, og safnaði fé […]

Krýsuvík – höfuðbólið og fjórtán hjáleigur

Eftirfarandi frásögn birtist í Í Lesbók MBL 1987. Í henni fjallar Ólafur E. Einarsson um „Krýsuvík„. „Svo segir í fornum ritum, að Grindavík eða Grindavíkursókn, takmarkist að vestanverðu af Valahnúk á Reykjanesi, sem aðskilur bæði land og reka Hafna og Grindavíkur en að austanverðu Seltangar, stuttur tangi í sjó fram vestan við Krýsuvíkurberg. Á Selatöngum […]

Hraunssel – Selbrekkur – Efrafjall – flugvélaflök

Þann 22. október 1944, u.þ.b. kl. 15:00, flaug fyrsti lútenant John J. Custy, meðlimur 33ju orrustusveitar ameríska flughersins, C-64 flugvél sinni, í Efrafjall ofan við Ölfus. Hann, ásamt fjórum farþegum, liðþjálfanum Robert R. Richt, korperálnum Anthony P. Colombo, óbreyttum Leonard T. Damerval og óbreyttum Floyd C. Van Orden, lést er kviknaði í flugvélinni við brotlendinguna. […]

Eldvörp – Hamrabóndahellir – flugvélabrak

Leitin að Hamrabóndahelli hélt áfram. Nú var ætlunin að leita sléttlendi eldra Eldvarpahrauns frá Bræðra- og Blettahrauni í átt að Lágafelli. Eldvarpahraunin voru að renna úr hinni löngu gígaröð á svo til beinni sprungureininni um það leiti er Kristur hélt Fjallræðuna fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir u.þ.b. 2000 árum síðan. Þá opnaðist jörðin á Atlantshafshryggnum við […]

Grindavík – Cap Fagnet

Þann 24. mars 2006 voru 75 ár síðan björgunarsveitin Þorbjörn bjargaði 38 manna áhöfn togarans Cap Fagnets undan Hraunsfjöru. Þá var fluglínutæki fyrst notuð til björgunar hér á landi. Fljótlega eftir stofnun Slysavarnafélags Íslands árið 1928 var hafist handa við stofnun slysavarnadeilda og björgunarsveita víða um land og voru fluglínutækin fyrstu eiginlegu björgunartæki margra þeirra. […]

Mosfellsbær – Helgafell

Þegar leitað er efnis um Mosfellsbæ má finna ágætt upplýsingakort af því helsta sem sveitarfélagið býður upp á hvað varðar útivist og sögulegan fróðleik: Mosfellsbær – sveit með sögu Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að flatarmáli og afmarkast af Reykjavík (áður Kjalarneshreppi) að norðan, að austan af Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Sveitarfélaginu Ölfusi, að […]

Eyjadalur – Eyjasel

Eyjadalur gengur inn í Esjuna að norðanverðu, og snýr í suður-landsuður. Hlíðarnar eru háar og brattar með lausaskriðum. Sel hefur verið í miðjum dalnum vestanmegin árinnar, sem eftir honum rennur. Við selið gengur upp afdalur dálítill á snið suðvestur í vesturhlíð dalsins, og kalla menn dalinn þar Hrútadal, en Seltindur heitir milli dalanna. Hvergi í […]

Jarðstrengir

Háspennulínur fara æ meira í taugarnar á náttúruunnendum, útivistarfólki, leiðsögumönnum og ferðafólki. Ferðaþjónustur bjóða gjarnan ferðafólki upp á óspillta náttúru og óraskað umhverfi. Þegar leitað er viðhorfs ferðafólks segja þeir það meginástæðu ferðalaga þess til landsins. Þegar hins vegar er af stað farið verður varla þverfótað fyrir háspennumöstrum. Slíkt er ástandið að leiðsögumenn verða að sæta […]

Af sjónarhóli húsmóður – Fjóla Eiðsdóttir

Í Fjarðarfréttum árið 1969 birtist fróðlegt viðtal við Fjólu Eiðsdóttur undir fyrirsögninni „Af sjónarhóli húsmóður – Að standa einn í stríði lífs er sterkra manna dyggð„. Viðtalið er ekki einungis athyglisvert vegna dugnaðar og elju einstæðrar móður við uppeldi sex barna, sem henni tókst að halda að sér þrátt fyrir mótlæti þar sem lítils stuðnings […]