Entries by Ómar

Vegagjörð úr Grindaskörðum

Eftirfarandi umfjöllun birtist í Ísafold 1880: „Vegagjörð úr Grindaskörðum ofan við Hafnarfjörð“ – Verði nokkuð úr því áformi brennisteinsfjelagsins enska, að gjöra að sumri komanda góða akbraut úr brennisteinsfjöllunum ofan í Hafnarfjörð, þá væri ekki illa til fallið, að Grindaskarðavegurinn, sem er einn af þeim fjallvegum, er landssjóður samkvæmt lögum, 15. okt. 1875, á að […]

Kapelluhraun og kapellan

Gengið var um Nýjahraun, síðar nefnt Kapelluhraun, frá kapellunni ofan við Álverið við Straumsvík. Skoðaðar voru m.a. leifar hins gamla krákustígs í gegnum hraunið, en enn sést móta fyrir honum á tveimur stöðum. Hraunið sjálft er margbrotið og víða í því hinar fuðurlegustu myndanir. Sjá má t.d., ef vel er að gáð, skapara þess birtast […]

Brennisteinsvinnsla – það sem ósagt er

Tvennt er það sem tengist sýnilegum minjum sem ekki hefur áður verið sett í samhengi við brennisteinsnám í Krýsuvík. Það er annars vegar minjar ofan við svonefnda Blesaflöt norðan Kleifarvatns (milli Vatnshlíðar-horns og Sveifluhálsar) og hins vegar tvær tóftir úr torfi og grjóti skammt norðaustan við námuvinnslusvæðið við Seltún. Minjanna er hvorki getið í fornleifaskráningum […]

Útileguþjófar á Reykjanesskaganum

Ólafur Briem fjallar um útilegumenn á Reykjanesskaganum í bók sinni “Útilegumenn og óðar tóttir”. Bókin var gefin út árið 1959, en var síðan endurskoðuð og endurbætt í nýrri útgáfu 1983. Í eftirfarandi umfjöllun er stuðst við síðari útgáfuna. “Fyrstu útilegumenn, sem um getur á Reykjanesfjallgarði, eru Eyvindur Jónsson úr Ölfusi – sem kalla mætti hinn […]

Við sjóróðra í Herdísarvík – Guðmundur Gissurason

Í Jólablað Alþýðublaðsins 1946 segir Guðmundur Gissurason frá upplifun hans „Við sjóróðra í Herdísarvík„. Frásögnin lýsir vel aðbúnaði í sjóbúðum og verklagi sjómanna á fyrstu áratugum 20. aldar: „Vetrarvertíðina 1919 var ég ráðinn til sjóróðra í Herdísarvík. Þar sem ég hafði aldrei farið til sjávar fyrr, beið ég þess með mikilli eftirvæntingu að komast i […]

Fjörur II

Í sérprenti Ferðafélags Íslands 1985 fjallar Agnar Ingólfsson um fjörur á Suðrvesturlandi. „Fjaran er hér talin vera nokkurn veginn sú landspilda, sem nær frá stórstraumsfjörumörkum hið neðra að stórstraumsflóðmörkum hið efra, og er þá miðað við meðalstraum. Útbreiðslumörk tegunda færist ofar, eftir því sem brim er að jafnaði meira. Er þetta afleiðing af því, að […]

Bessastaðanes sunnanvert

Þegar gengið var um sunnanvert Bessastaðanes mátti á nokkrum stöðum sjá forna jarðlæga grjótgarða,, bæði neðan við kirkjuna og út á svonefndum Vestaritanga. Þar er greinileg tóft skammt ofan við fjöruborðið og liggja garðarnir í boga út frá henni að sjó. Góð lending er neðan við tóftina. Frá henni er styst sjóleiðina yfir að Gálgaklettum […]

Fjörur III

„Fjara er nafn á mjórri ræmu á mörkum lands og vatns. Vatnið getur verið stöðuvatn eða sjór. Þar sem sjávarfalla gætir verður þessi ræma mun breiðari en ella. Sjávarföll sjást varla í stöðuvötnum, en yfirleitt mjög greinileg í sjó, þótt þau séu mjög óveruleg í sumum innhöfum, til dæmis Eystrasalti og Miðjarðarhafi. Annars eru sjávarföll […]

Urriðakot – búseta

Á skilti við gamla Urriðakotsbæinn segir m.a.: „Ritaðar heimildir segja frá búsetu í Urriðakoti frá upphafi 16. aldar en mannvistarleifar frá miklu eldri tíma komu í ljós við fornleifakönnun 2007. Leifar mannvirkja allt frá 11. öld hafa komið í ljós; veggjabrot, gólflög og munir, svo sem brýni og snældursnúður. Einnig hafa fundist merki um búsetu […]

Reykjanes – skemmtiför 1926

Í Lesbók Morgunblaðsins í september 1926 má lesa eftirfarandi lýsingu á skemmtiferð í Reykjanesvita þann 22. ágúst sama ár. Þessi lýsing er birt til að koma að ljósmyndum frá ferð FERLIRs í leit að vagngötunni milli Grindavíkur og Reykjanesvita er lögð var á árunum 1926-1928 (sjá HÉR). Þessarar götu er hvergi getið í nýlegri lýsingum af […]