Hrúðukarl

“Fjara er nafn á mjórri ræmu á mörkum lands og vatns. Vatnið getur verið stöðuvatn eða sjór. Þar sem sjávarfalla gætir verður þessi ræma mun breiðari en ella. Sjávarföll sjást varla í stöðuvötnum, en yfirleitt mjög greinileg í sjó, þótt þau séu mjög óveruleg í sumum innhöfum, til dæmis Eystrasalti og Miðjarðarhafi. Annars eru sjávarföll mjög mismikil.
KríanSjávarföll eru afar regluleg. Þegar sjávarmálið er hæst segjum við að sé flóð, háflóð eða hásjávað. Síðan tekur sjórinn að lækka. Við segjum að það sé fjara eða sé útfall. Um sex klukkustundum og fimmtán mínútum eftir að útfall byrjar stendur sjórin lægst, þá er fjara, háfjara, lágfjara eða lágsjávað. Sjávarföll breytast einnig reglulega eftir því hvernig stendur á tungli. Þau eru einna mest á tveggja vikna fresti þegar tunglið er fullt eða nýtt. Þá er sagt að stórstreymt sé. Minnst eru svo sjávarföllin um viku eftir stórstreymi, og er þá sagt að sé smástreymt. Aðdráttarafl tungls og sólar á jörðinia valda sjávarföllum, og hefur tunglið mun meira segja. Þessir hnettir toga í jörðina, og fer það eftir afstöðu þeirra hvar togkrafturinn verkar mest.
Umhverfið í fjörunni er á margan hátt sérstakt og gerir hana að einstæðu búsvæði fyrir lífverur. Hún liggur á mörkum tveggja ólíkra heima og ber einkenni beggja. Sá umhverfisþáttur sem fyrst og fremst breytist þegar haldið er niður eftir fjörunni eða upp eftir henni er auðvitað vætan, eða með öðrum orðum það hversu oft og hversu lengi í senn fjaran er á kafi eða á þurru. Lífríki fjörunnar er mikið en ætla mætti að það fyndist álíka mikið af sjávarlífverum og landverum en svo er ekki, sjávarlífverur ráða ríkjum í fjörunni. Sumar þeirra lifa helst ekki nema í fjörunni sjálfri, fjaran er aðalkjörlendi þeirra.

Fjörugerðir
KuðungurUmhverfi fjörunnar er mjög misjafnt, sumstaðar er sandur og möl en svo er sumar fjörur þaktar brimnúnum hnullungum. Þannig að fjörunum er skipt niður í ákveðna flokka eftir hvernig þær eru gerðar. Þangfjörur eru einn af þessum flokkum og eins og nafnið gefur til kynna þá er það þangið sem setur svip sinn á þessar fjörur. Þangfjörur finnum við helst þar sem brim er ekki mikið og þar sem fjörubeðurinn er klappir eða nokkuð stórir hnullungar. Þangfjörur eru ein útbreiddasta fjörugerðin hér við land, en þó er lítið um þangfjörur við suðurströnd landsins. Þangfjörur eru mjög auðugar af lífi, þar þrífast margar tegundir þörunga og dýra. Hrúðukarlafjörur er þar sem brim er mikið og undirlagið klappir en við þessar aðstæður er hrúðukarlinn það sem mest ber á. Hann situr vel fastur og þarf ekki að óttast það að brimið slíti hann upp. Fáar aðrar tegundir þola þetta. Fjörusvertan lætur þó brimið ekki á sig fá og litlar klappir svartar ofan við hrúðukarlana, og í sprungum þar leynast klettadropar. Fjörur af þessu tagi má kalla hrúðurkarlafjörur. 

Kuðungur

Hnullungafjörur fyrir opnu hafi eru þær fjörur sem innihalda hnullunga sem eru brimnúnir og hafa skarpar brúnir máðst af á löngum tíma. Öldurótið hreyfir hnullungana nema þá stærstu. Ef brim er ekki því meira geta þörungar vaxið á stærstu steinunum, helst ofarlega á þeim þar sem ekki er hætta á því að fá högg frá smáum steinum sem brimið hreyfir. Búsvæði fyrir dýr í þessum fjörum finnast á milli hnullunga langt undir yfirborðinu. Skjóllitlar sandfjörur eru þar sem fjaran er fyrir opnu hafi. Í þessum fjörum er oft mikið brim og sandurinn því á mikilli hreyfingu. Þessar fjörur sýnast alveg lífvana, en við þær má oft sjá seli. En við nákvæma skoðun kemur í ljós ótrúlega mikið af örsmáum dýrum sem hafast á milli sandkorna.

Marglitta

Í sandfjörum fyrir opnu hafi er það mikil endurnýjun á sjónum milli sandkornanna að til súrefnisskorts kemur varla. Kræklingsleirur myndast þar sem er sandur eða möl og gott skjól, við þessar aðstæður verður kræklingu oft mjög áberandi. Þessar fjörur eru yfirleitt sléttar og flatar og mjög stórar um sig. Fjörufuglar sækja mikið í kræklingsleirur. Beðurinn í kræklingsleirum er stundum svo gljúpur að sum dýr geta grafið sig ofan í hann og komið sér þar fyrir. Sandmaðksleirur myndast þar sem skjól er gott og beðurinn mjög fíngerður, fínn sandur eða möl, en við þessar aðstæður verður sandmaðkurinn sú lífvera sem mest ber á. Sandmaðksleirur eru rennisléttar og flatar og mjög stórar um sig. Mestar eru þær innst í fjörðum og vogum. Oft er mikið af fuglum á sandmaðksleirum. Sjávarfitjar myndast ofarlega í fjörum, þar sem skýlt er, og hefur jarðvegur með háplöntugróðri sums staðar náð að myndast. Gróðurinn er fábreyttur. Sjávarfitjungurinn svonefndi, sem er grastegund, er oftast ríkjandi. Á sjávarfitjum er oft mikið af smátjörnum. Lífríki þessara tjarna er nokkuð sérstætt, en misjafnt en það er seltumagnið sem ræður hvers konar plöntur og dýr finnast þar. Sjávarfitjar mynda aðeins hluta fjörunnar á hverjum stað, því neðan við þær taka aðrar fjörugerðir við, þangfjörur eða leirur. Árósar og sjávarlón eru svæði sem bæði hafa fjörur. Árósar er það svæði þar sem sjór og ferskt vatn mætast. Lífríki árósa er að mestu leyti ættað úr sjónum. Sjávarlónin eru svæði sem sumpart líkjast árósum. Þetta eru vötn eða vogar sem tengjast sjónum, en þessi tengsl eru takmörkuð miðað við það sem gerist í opnum árósum. Lífríkið er mjög fábreytt vegna lítillar seltu.

Fjörudýr
SvampurKræklingurinn er eitt allra algengasta dýr fjörunnar hérlendis eins og víða erlendis. Þó er hann enn algengari neðan fjörunnar. Hann gerir raunar óvenju litlar kröfur til umhverfisins. Í fjörum er hann bæði að finna í klettafjörum fyrir opnu hafi þar sem brim er oft mikið, í venjulegum þangfjörum og við árósa. Það má oft sjá þess merki að kræklingurinn kann sérlega vel við sig þar sem ferskt vatn rennur til sjávar, við lækjarsprænur í fjörunni eða við árósa. Kræklingurinn situr fastur við við undirlag sitt með sérstökum þráðum sem hann spinnur. Kræklingurinn er í hópi svonefndra síara, en það eru dýr sem sía örlitlar fæðuagnir úr sjónum með sérstökum líffærum. Kræklingurinn er mikið lostæti að mati manna og ýmissa dýra. Margir fuglar eru gráðugir í krækling, ekki síst æðarfuglinn, en einnig ýmsir vaðfuglar og máfar. Þótt kræklingurinn sé eitt algengasta fjörudýr hér við strendur er það þó svo að langmest af þeim kræklingi sem Íslendingar leggja sér til munns á síðari árum er erlend, niðursoðin vara.
Marflær eru krabbadýr sem eru mjög algeng í fjörum og af þeim eru margar mismunandi tegundir. Algengastar eru svokallaðar fjöruflær, en þarna eru á ferð eina átta tegundir sem eru svo líkar innbyrðis að það er aðeins á færi sérfræðinga að greina þær í sundur.
Þegar lágsjávað er safnast Marflófjöruflær fyrir undir steinum, þangi eða reköldum. Þar helst raki, en fjöruflærnar þola þurrt loft aðeins í skamman tíma. Sumar marflær í fjöru ganga um á réttum kili, en skríða ekki á hliðina eins og fjöruflærnar.
Bogkrabbinn er dæmi um sjávardýr sem er að finna bæði í fjörunni sjálfri og á sjávarbotni neðan fjöru. Það eru einkum smáir krabbar sem halda til í fjörunni, og eingöngu að sumri til. Þegar haustar halda allir bogkrabbar niður úr fjörunni. Bogkrabbinn er rándýr eins og flestir aðrir krabbar. Hann grípur bráð sína með klónum á gripfótunum og heldur henni að munninum, þar sem sterkir kjálkar aðrir munnlimar vinna á henni. Bogkrabbar hafa tíu fætur, þar með taldir hinir stóru gripfætur fremst á bolnum sem eru raunar ekki notaðar til gangs.
Krossfiskar eru flokkaðir í tvo flokka, stórkrossa og roðakrossa. Stórkrossinn verður fimmtán sentimetrar eða meira í þvermál, en roðakrossinn vart meira en átta sentimetrar. Báðir krossfiskarnir Krossfiskureru fimm-arma, en algengt er þó að rekast á krossfiska með færri arma. Krossfiskar eru búnir fjölmörgum smáum sogfótum á neðra borði. Þeir hreyfa sig úr stað með þessum sogfótum, en eru mjög hægfara. Krossfiskar eru rándýr, sem einkum leggjast á samlokur. Þeir skríða yfir bráð sína, festa sogfætur við báða skeljahelminga og taka síðan til við að toga skeljarnar í sundur.
Ásamt þessum dýrategundum má nefna svona helstu tegundir sem finnast við íslenskar fjörur eins og hrúðukarla, slöngustjörnur, skollakroppur og þangflugur.

Fjörugróður
ÞariDvergþang er fremur smávaxinn brúnþörungur sem eingöngu vex mjög ofarlega í fjörunni. Dvergþang vex þar sem sjórinn er sæmilega hlýr. Dvergþang vex oftast á grjóti eins og annað þang, en einnig finnst það stundum á jarðvegi á sjávarfitjum innan um gras. Dvergaþang þolir þurrk betur en flestir aðrir fjöruþörungar. Það getur lifað af þótt það komist ekki í snertingu við sjó vikum saman. Þegar flæðir yfir það drekkur það í sig vökvann og verður á skömmum tíma sem nýtt, rís upp frá dauðum. Dvergþangið þolir hins vegar ekki að vera á kafi í sjó of lengi í senn, og er það óvanalegt fyrir fjöruþörungar.
Þari er samheiti yfir nokkrar tegundir stóvaxinna brúnþörunga. Þarinn vex aðallega neðan fjörunnar þar sem hann myndar víða mikla þaraskóga. Þar er líf fjölskrúðugt og mikið, og á það bæði við dýr og þörunga. Þarinn sem vex í fjörunni er alltaf fremur smávaxinn miðað við þarann í skógunum neðan fjörunnar. Flest þau dýr sem berast með þaranum upp í fjöruna eru dauðadæmd. Þau verða að vera stöðugt í kafi í sjó til þess að halda lífi.
Söl eru með stærstu rauðþörungum sem hér vaxa í fjöru, þótt þau séu minni en margir algengir brúnþörungar. Sölin eru fræg fyrir að vera gómsæt bæði mönnum og skepnum. Söl vaxa neðarlega í fjörunni, oft svo lágt að ekki næst til þeirra nema á stórstraumsfjöru. Þau eru ekki vandlát með setstað, og vaxa bæði á grjóti og oft á öðrum þörungum, til dæmis þara, og jafnvel stundum á þéttu leirseti.
Eins og með dýrin og fjörunni þá eru tegundir einnig margar af fjörugróðrinum og má þá nefna helst marhálm, sagþang, klóþang, purpuruhimnu og steinskúf.”
Sjá meira um fjörur HÉR og HÉR.

Þari

Þari.