Entries by Ómar

Norðurkot

Skoðað var umhverfi Norðurkots á Vatnsleysuströnd. Ætla mætti af áhuganum að dæma að þar hafi verið um höfuðbýli að ræða, en eittvað öðru nær – og miklu merkilegra. Norðurkot var dæmigert kotbýli frá höfuðbýlinu Þórustöðum. Þrátt fyrir það var á staðnum stofnsettur einn fyrsti barnaskóli landsins, auk þess sem staðurinn á sér bæði fagurt og […]

Grafningur – nafngiftin

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1933 er m.a. fjallað um „Nokkur byggðanöfn„, þ.á.m. Grafning. Orðið „grafningur“ er talið hafa tvær merkingar í íslenzku máli. Það getur fyrst og fremst merkt þann verknað, að grafast eftir einhverju. Þessa merkingu er orðið talið hafa á þeim eina stað í fornritunum, þar sem það kemur fyrir og er […]

Gamli FERLIR

FERLIR stóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík. Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu frá hversdagsins önn, krefjandi rannsóknum og kyrrsetu þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta í kringum sig – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta umhverfi, þ.e. Reykjanesskagans (fyrrum landnáms Ingólfs). Úr varð gönguhópur er líklega, með fullri virðingu […]

Bær í byrjun aldar – Magnús Jónsson

Í handritaðri bók Magnúsar Jónssonar „Bær í byrjun aldar – Hafnarfjörður„, sem hann gaf út árið 1967 á eigin kostnað, kemur margt fróðlegt fram. Úr formála fyrstu útgáfu segir: „Á þessu verki, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, eru ýmsir ágallar. Er það fyrst til að taka, að betur hefði verið farið á að miða við […]

Hafnir – upphaf byggðar

Í bókinni „Hafnir á Reykjanesi„, skrifaða af Jóni Þ. Þór, er saga byggðar og mannlífs í Höfnum rakin í ellefu hundruð ár. „Fornar heimildir eru fáorðar en gagnorðar um upphaf mannvistar í Höfnum. Í Sturlubók Landnámu segir stutt en laggot; Herjólfr hét maðr Bárðarson, Herjólfssonar, frændi Ingólfs landnámsmanns. Þeim Herjólfi gaf Ingólfr land milli Vágs […]

Hvítanes

Hvítanes í sunnanverðum Hvalfirði er merkilegur staður, ekki síst vegna mikilla stríðsminja, sem þar eru. Friðþór Eydal skrifaði um „Hernámið og hersetuna“ í Fréttablaðið 9. maí 2020. Þar minnist hann t.d. á Hvítanes. Satt og logið um hernámið og hersetuna „Friðþór Eydal hefur rannsakað umsvif erlendra herja á Íslandi, meðal annars í skjalasöfnum þeirra. Margt […]

Norðurkot – Gamla skólahúsið

Í bók Guðmundar Björgvins Jónssoar, „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi“ má lesa eftirfarandi um gamla skólahúsið í Norðurkoti, sem síðar var híft af stalli og síðan staðsett og endurreist vestan við Kálfatjarnarkirkju í sama hverfi. Það var árið 2003 þegar skólahúsið í Norðurkoti stóð enn þar sem það upprunalega var, að Rafn Sigurðsson fór til […]

Ásláksstaðahverfi – bæir

Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi„, segir m.a. frá bæjunum í Ásláksstaðahverfi. Ytri-Ásláksstaðir Ásláksstaðahúsið, sem nú stendur, var byggt um 1883-4 úr kjörviði sem seldur var á uppboði úr skipinu James Town, er strandaði í Höfnum árið 1881. Lúðvík og Friðrik Davíðssynir eru eigendur að jörðinni og er Atlagerði, Móakot og […]

Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar – Ólafur Þorvaldsson

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1943 lýsir Ólafur Þorvalddson „Fornum slóðum milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar„. „Gömlum vinum og gömlum götum á enginn að gleyma“. Þetta segja frændur okkar Færeyingar, og væri gott, að fleiri minntust. Með þennan málshátt í huga rifja ég hér upp minningar um nokkrar gamlar götur hér í nágrenni, sem voru […]

Krýsuvík – Þórður Jónsson

Þórður Jónsson á Eyrarbakka skrifaði grein í Alþýðublaðið 1935 um „Krýsuvík„: „Krýsuvík er staður, sem virðist vera að falla í gleymsku, og vegna þess að ég heyri varla þann stað nefndan á nafn, langar mig aö minna menn á, að Krýsuvík er þó enn til á landi voru, þó að sé með öðrum hætti en […]