Entries by Ómar

Sandgerðisvegur – gönguleiðabæklingur

Ferðamálasamtök Suðurnesja hefur gefið út gönguleiðabækling fyrir gömlu leiðina, Sandgerðisveg, milli Sandgerðis og Grófarinnar í Keflavík. Nágrenni Sandgerðar hefur upp á fjölmargt að bjóða eins og kemur fram hér á vefsíðunni, hvort sem um er að ræða sögu, náttúru og umhverfi. Í bæklingnum er fróðleikur um framangreint er nýtist útivistarfólki, sem hefur áhuga á að […]

Örnefna- og minjakort fyrir Grindavík

Grindavíkurbær og Saltfisksetur Íslands hafa gefið út  Örnefna- og minjakort fyrir einstök svæði bæjarins með stuðningi Pokasjóðs. Þegar hafa komið út kort fyrir Járngerðarstaðahverfi (sögusvið Tyrkjaránsins 1627), Þórkötlustaðahverfi, Þórkötlustaðanes, Staðarhverfi og Hóp. Unnið er að sambærilegum kortum fyrir Hraun og Stórubót (sögusvið Grindavíkurstríðsins 1532). Kortin eru unnin með hliðsjón af örnefnalýsingum sem og bestu upplýsingum elstu […]

Hraun – Hraunsheiði – götur – Litlaland

Ætlunin var að rekja gamla þjóðleið frá mótum Ölfusár (ferjustað við Hraun) yfir Hraunsheiði og áfram áleiðis að Litlalandi þar sem hún tengist Ólafsskarðsvegi. Að öllum líkindum tengist hún þjóðsögunni um Draugshelli, sem var áningarstaður ferðamanna á þessari leið fyrr á öldum, auk þess sem hún kemur við sögu lykla bryta í Skálholti. Gatan er […]

Minjar á Reykjanesskaganum – erindi

Eftirfarandi er megininntak erindis, sem einn FERLIRsfélaganna flutti á opinni ráðstefnu Landverndar um þá framtíðarsýn að Reykjanesskagi verði eldfjallagarður og fólkvangur. Ráðstefnan var haldin í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 24. febr. 2007: Reykjanesskaginn geymir miklar náttúru- og mannvistarminjar – mikil verðmæti. Með sanni má segja að á svæðinu megi sjá minjar um svo til alla búsetu- og atvinnusögu […]

Garðsstígur – gönguleiðabæklingur

Ferðamálasamtök Suðurnesja hefur gefið út gönguleiðabækling fyrir gömlu leiðina, Garðsstíg, milli Garðs og Grófarinnar í Keflavík. Nágrenni Garðs hefur upp á fjölmargt að bjóða eins og kemur fram hér á vefsíðunni, hvort sem um er að ræða sögu, náttúru og umhverfi. Í bæklingnum er fróðleikur um framangreint er nýtist útivistarfólki, sem hefur áhuga á að […]

Sel og seljabúskapur – 407 sel á Reykjanesskaga

Á vefsíðunni „Wikipedia.org“ er fjallað um sel hér á landi. Vitnað er í bók Birnu Lárusdóttur, „Mannvist“ (2011). FERLIRSfélagar hafa löngum leitað uppi sel á Reykjanesskaganum, í fyrrum landnámi Ingólfs. Samantekt á fjölda seljanna telur nú 407 slík. Selin hafa jöfnum höndum fundist með vísan í skriflegar heimildir, við leitir á þekktum örnefnastöðum, eftir fróðra […]

Sandakravegur III

 Ætlunin var að ganga eftir hluta af svonefndum Sandakravegi, þ.e. frá Kasti, yfir Dalahraun og áleiðis að Skógfellavegi, sem liggur þar millum Stóra- og Litla Skógfells á leiðinni frá Grindavík í Voga. Sandakravegur var forn þjóðleið vermanna sem komu af Suðurlandi um Krýsuvíkurveg á leið í Voga eða norður á nes. Leiðin lá frá Slögu […]

Húsatóftir – refagildrur I

FERLIR fann fyrir allnokkru hlaðna refagildru ofan við Húsatóptir við Grindavík. Þegar svæðið var skoðað betur fyrir skemmstu komu í ljós tvær aðrar til viðbótar og líklegt má telja að þar kunni að leynast fleiri slíkar. Auk refagildranna ofan við Húsatóptir eru fleiri hlaðnar refagildrur við Grindavík, s.s. í Básum ofan við Staðarberg, í Sundvörðuhrauni […]

Í útverum

Í bókinni „Ferðir um Ísland á fyrri tíð“ segir Sigurður Jónsson frá Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum frá ferð hans og fleiri að Njarðvíkum, Miðnesi, á Reykjanesskaga þann 24. janúar 1879. Leiðin, sem þeir félagar fóru, lá um Krýsuvík, Krýsuvíkurháls, Vigdísarvelli, Móhálsa, með Keili niður á Strönd og áfram að Njarðvíkum. Í bókinni eru nokkrir snjallir íslenzkir […]

Stórgripagirðing við Borgarkot

Ofan við Borgarkot, milli Kálfatjarnar og Keilisnes, frá vestri til austurs, í aflíðandi bogadregna línu frá suðaustanverðum túngarði Bakka og Litlabæjar, og síðan austast í línu til norðurs, er u.þ.b. 1.340 m löng stórgipagirðing, gerð af uppreistu grjóti, ca. 0.60-1.00 m háu með jöfnu millibili. Ofan á og ofarlega til hliðar eru greiptar holur og í þær reknir trétappar. […]