Entries by Ómar

Kálfatjörn; kirkjan, búskapur, túnakort og tóftir – skilti

Á Kálfatjörn, þar sem íbúðarhúsið stóð er tvískipt skilti. Á öðru þeirra er fjallað um túnakort og minjar og á hinu um Kálfatjörn. Á með má lesa eftirfarandi texta: Kirkjur á Kálfatjörn Í máldaga (skrá um eignir kirkju) Páls Jónssonar Skálholtsbiskups frá því um 1200 er getið um kirkju á Bakka. En vegna landbrots af […]

Eldgos í Geldingadölum Fagradalsfjalls

Í frétt RÚV þann 19. mars 2021 segir frá eldgosinu í Geldingadölum í Fagradalsfjalli: “Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli um klukkan korter í níu föstudagskvöldið 19. mars 2021. Í fyrri hluta apríl hafa fleiri gossprungur opnast. Engin hætta steðjar að byggð vegna gossins. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosinu.” Framangreint gos í […]

Esjuberg; minjar og örnefni

Í skýrslu um “Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar” árið 2020 eru fornleifalýsingar. Ein þeirra getur um Esjuberg, sbr. eftirfarandi: “Bærinn á Esjubergi stendur á skriðuvæng upp undir rótum Esju. Mörk jarðarinnar eru á móti Skrauthólum að vestan og Mógilsá að austan. Á Esjubergi voru áður fyrr samþykktir og kveðnir upp dómar. […]

Arahóll og Aragerði – skilti

Í Vogum er upplýsingaskilti við Arahól og Aragerði. Á skiltinu er eftirfarandi texti: Arahólavarða Vörðuna á Arahól lét Hallgrímur Scheving Árnason útvegsbóndi í Minni-Vogum hlaða árið 1890. Verkið vann frændi hans Sveinbjörn Stefánsson. Varðan er hlaðin úr höggnu hraungrýti og steinlímd með kalki úr Esjunni sem unnið var í kalkofninum í Reykjavík. Varðan mun ekki […]

Eyrarkotsbakki – skilti

Í Vogum, skammt norðan við Stóru-Voga, er fróðleiksskilti á Eyrarkotsbakka. Á því er eftirfarandi texti: Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar Í fjörunni má sjá leifar af Gömlubryggju sem reist var að tilstuðlan Útgerðarfélags Vatnsleysustrandar sem stofnað var 1930. Ástæðan fyrir stofnun félagsins var breytt atvinnuástand í hreppnum í kjölfar þjóðfélagsbreytinga. Ungir menn réðu sig frekar á togara úr […]

Minni-Vogavör og lífið á bakkanum – skilti

Í Vogum er upplýsingaskilti sunnan við Minni-Vogavör um mannlífið á sjávarbakkanum. Á því er eftirfarandi texti: Vör og sjávarhús Í flæðarmálinu má sjá Minni-Vogavör er Egill Hallgrímsson (1817-1884) útvegsbóndi í Austurkoti lét ryðja. Vörin var sameiginleg fyrir Minni-Voga og Austurkot. Beggja vegna vararinnar voru hlaðnir öflugir grjótgarðar til að skýla henni. Efst í vörinni höfðu […]

Fiskverkun frá landnámi til nútíma

Veiddur fiskur hefur verið verkaður með ýmsum aðferðum í gegnum aldirnar hér á landi. Í “Þurrkhandbók” Matís; Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar um þurrkun á fiski, segir m.a.: “Þurrkun eða hersla fisks er ævaforn aðferð og er enn í dag mikilvæg aðferð til að lengja geymsluþol fiskafurða víða um heim. Skreið og þurrkaðar fiskafurðir hafa verið […]

Hellarnir í Brennisteinsfjöllum

Í Morgunblaðinu 2006 fjallar Örlygur Steinn Sigurjónsson um “Hellana í Brennisteinsfjöllum“: “Í Brennisteinsfjöllum á Reykjanesi er áhugavert útivistarsvæði sem státar af fjölmörgum hraunhellum, skrifar Örlygur Steinn Sigurjónsson að lokinni gönguferð um svæðið í fylgd kunnugra. Það er alltaf sérstök og dulúðug stemmning að fara í hellaferð og hvernig gat mann grunað að hin margumræddu Brennisteinsfjöll […]

Stóru-Vogar – skilti

Við Stóru-Voga í Vogum, milli Sæmundarnefs og Eyrarkotsbakka, er upplýsingaskilti. Á skiltinu er eftirfarandi texti: Fornt höfuðbýli Höfuðbýlið Stóru-Vogar mun hafa verið landnámsjörð Kvíguvogar. Þar var hálfkirkja, líklega fram til siðaskipta. Ekert sést til hennar í dag en mannabein sem fundust í bæjarhólnum að vestanverðu þykja benda til þess að þar hafi staðið kirkja og […]

Undir Vogastapa – skilti

Í Vogum, ofan við innri Vogavíkina, er upplýsingaskilti um Hólmabúðir og Gullkistuna. Á því má lesa eftirfarandi texta: Hólmabúðir og Gullkistan Í Hólmanum hefur eflaust verið veiðistöð um margar aldir en saga þeirrar útgerðar er glötuð. Frá um 1830 þekkja menn hins vegar söguna þegar verstöðin Hólmabúðir rísa. Þá risu hin svokölluðu “anleggshús” sem menn […]