Entries by Ómar

Camp Russel – skilti

Ofarlega á Urriðaholti hefur verið komið skilti um herkampinn “Russel”. Kampurinn sá er hluti af mörgum slíkum á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu frá heimstyrjaldarárunum síðari. Í texta á skiltinu stendur eftirfarandi: “Í landi Urriðakots og Vífilsstaða er víða að finna minjar um hernaðarumsvif í seinni heimstyrjöld. Stórar herbúðir stóðu sunnan megin á Urriðaholti og voru varðstöðvar víða í […]

Einbúi – skilti

“Einbúi er hóll austan í Digraneshálsi. Um hólinn lágu landamerki jarðanna Breiðholts, Bústaða, Digraness og Fífuhvamms. Í hólnum sjást leifar tilhöggvinna grágrýtissteina sem ætlaðir voru í undirstöður undir járnbraut sem fyrirhugað var að leggja þar sem Reykjanesbrautin liggur nú. Um var að ræða atvinnubótavinnu á kreppuárunum. Talið er að í hólnum hafi búið álfur eða […]

Samtíningur um Suðurnes – Björn Þorsteinsson

Í ritinu “Keflavíkurgangan“, 1. tbl. 19.06.1960, er “Samtíningur um Suðurnes” eftir Björn Þorsteinsson: Landið “Helztu jarðfræðileg atriði á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur. — Að mestu samkvæmt frásögn Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings. Eitt helzta kennileiti á leiðinni er Vogastapi; hann er úr grágrýti, svipuðu Hafnarfjarðar- og Reykjavíkurgrágrýtinu. Á hæstu bungu hans, Grímshól, stefna jökulrispur til norðurs, […]

Draugagangur á Stóru-Vatnsleysu

Í “Þjóðsögum um Suðurnes”, sem Hildur Harðardóttir hefur tekið saman er að finna söguna “Draugagangur á Stóru-Vatnsleysu”. Skammt sunnan við bæinn á Stóru-Vatnsleysu eru minjar af bæ, sem byggður var ofan á hálfkirkju, sem þar var. Sæmundur á Vatnsleysu staðfesti þessa frásögn þegar FERLIRsfélagar heimsóttu hann einn daginn. Gekk hann með þeim um sögusviðið: Draugagangur […]

Jón Daníelsson Stóru-Vogum á Vatnsleysuströnd – sagnir og sögur

Jón Daníelsson í Stóru-Vogum á Vatnsleysuströnd varð þjóðsagnarpersóna í lifandi lífi. Auk þess að vera atorkumikill sjávarútvegsbóndi þótti mörgum til hans koma af ýmsum öðrum gáfum og atgervi. Hér er ætlunin að rekja lítillega sögu og afrek þessa merka manns, sem engar myndir virðast vera til af. Í Ægi 1998 fjallar Jón Þ. Þór um […]

Skrímsli í Kleifarvatni – Einar Sigurðsson í Ertu

Í Morgunblaðinu 1984 er viðtal við Einar Sigurðsson í Ertu um  “Skrímsli í Kleifarvatni“: „Ég sé enga ástæðu til þess að Kleifarvatnsskrímslinu sé minni sómi sýndur en Lagarfljótsorminum og tel að hér í Hafnarfirði þurfi að gera átak í þessum skrímslamálum hið fyrsta. Hvers vegna skyldi Kleifarvatnsskrímslið sætta sig við að það sé látið liggja […]

Prestsvarðan – varða séra Sigurðar Br. Sívertsen Útskálaprests ofan Leiru

Í Faxa 1999 er fjallað um Prestsvörðuna – vörðu séra Sigurðar Br. Sívertsen Útskálaprests (1837-1887) austarlega í Miðnesheiði, ofan Leiru: “Sr. Sigurður Brynjólfsson Sívertsen var fæddur hinn 2.11.1808 í litla prestseturskotinu að Seli við Reykjavík. Hann var sonur prestshjónanna sr. Brynjólfs Sigurðssonar og Steinunnar Helgadóttur. Sigurður flutti ungur að árum eða 18 ára í Garðinn. […]

Arnarseturshraun – Jón Jónsson

Í Náttúrufræðingnum 1983 fjallar Jón Jónsson, jarðfræðingur, um Arnarseturshraun á Gíghæð ofan Grindavíkur og reynir að áætla aldur þess. Arnarseturshraun, sem rann úr gígum efst í Arnarsetri, nefnast ýmsum nöfnum, en hafa þó það sameiginlegt að hafa runnið úr sömu goshrinum (-hrinum): Hraun þetta hefur komið upp í tveim gígum og ber sá þeirra sem […]

Undir og yfir Krýsuvíkurbjargi

Í Morgunblaðinu 1951 skrifar Kjartan Sveinsson minningarorð um Ingibjörgu Sigurðardóttur. Ingibjörg bjó ásamt eiginmanni sínum, Jóni Magnússyni, í Krýsuvík á árunum 1907-1914. Of sjaldan hefur kvennanna fyrrum verið minnst með svo sanngjörnum hætti. Hér á eftir verður í framhaldinu endurbirtar lýsingar tveggja manna á ferðum þeirra um Krýsuvíkurberg (-bjarg) eftir miðja síðustu öld. Lýsingarnar þarf […]

Hreindýrsslagurinn í Þingvallarétt haustið 1854

Fjárréttir í Þingvallasveit fyrrum voru nokkrar. Í dag eru flestar þeirra fallnar í gleymskunnar dá. Eftir standa þó minjarnar um það sem var. Skammt austan við Brúsastaði (vestan við Bárukot) er mikil hlaðin rétt. Ekki er að sjá að hennar hafi sérstaklega verið getið í örnefnalýsingum eða öðrum heimildum. Ekki heldur annarri rétt, mun minni […]