Entries by Ómar

Hraun í og við Fagradalsfjall – Jón Jónsson

Í ritvélarituðu verki Jóns Jónssonar, jarðfræðings, útgefnu af Orkustofnun  árið 1978, er gagnmerkt “Jarðfræðikort af Reykjanesskaga og skýringar við þau”. Kortin, sem þar birtust, eru handunnin og einkar nákvæm – á þess tíma mælikvarða. Arfveri Orkustofnunar mætti gjarnan gefa út hin fjölmörgu nákvæmari jarðfræðiuppdráttarkort Jóns af Reykjanesskaganum, umfram það sem sjá má í framangreindu ritverki. […]

Latur – Huldukona í peysufötum

Í Tímanum 1996 er grein um “Frumbyggja í Kópavogi og yngri kynslóðir sem eiga sér þjóðsögur líkt og aðrir”. Anna Hedvig Þorsteinsdóttir og Inga Þóra Þórisdóttir segja frá: “Rótarýklúbburinn í Kópavogi hefur gefið út bókina Þjóðsögur og sagnir úr Kópavogi, sem Anna Hedvig Þorsteinsdóttir og Inga Þóra Þórisdóttir söfnuðu af elju meöal eldri Kópavogsbúa. Einnig […]

Torfdalur – Selhóll

Stefnan var tekin á Torfdal ofan við bæinn Helgadal í Mosfellssveit (Mosfellsdal). Dalurinn er fremur stuttur. Um hann rennur Torfdalslækur, vatnslítill nema í leysingum. Neðarlega myndar hann fossagil, Stórutorfugil. Ætlunin var að staðsetja Selhól, sem getið er í örnefnalýsingu svog mögulegar selminjar af draganda nafngiftar hólsins. Að sögn bóndans í Helgadag, Ásgeirs Péturssonar, eftir að […]

Gunnuhver – litadýrð

Gunnuhver er gufuhvera- og leirpyttaklasi á Reykjanesi, en svo nefnist ysti oddi Reykjanesskagans. Gufu- og leirhverir stafa af suðu í jarðhitageymi. Gufan leitar upp og blandast yfirborðsvatni. Henni fylgja gastegundir. Þær gera vatnið súrt. Af því umbreytist hraungrýti og móberg í leir með tilheyrandi sílitabreytingum. Gufustreymið jókst áberandi á tímabili er þrýstingur lækkaði í jarðhitageyminum […]

Sveifluháls – frábært útivistarsvæði

Sveifluháls eða Austari Móháls er bæði eitt af aðgengilegustu útivistarsvæðunum á Reykjanesskaganum og jafnframt það stórbrotnasta. Óvíða er hægt að sjá fyrrum jarðmyndun skagans jafn augljóslega og á hálsinum. Arnarvatn í samspili við Folaldadalina í norðri og Smérdalina í suðri eru einstakar náttúruperlur – sjá MYNDIR…

Ketilsstígur og aðrar leiðir frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur – Ólafur Þorvaldsson

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943 fjallar Ólafur Þorvaldsson um “Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar”, þ.á.m.a. Ketilsstíg: “Ég ætla nú að lýsa að nokkru vegum, götum og stígum, sem liggja milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur og oftast voru farnir. Að sjálfsögðu sleppi ég hér þeim nýja Krýsuvíkurvegi, sem nú er að mestu fullger. Þó á […]

Kjalarnesþing og Alþingi hið forna – Árni Óla

Í Lesbók Morgunblaðsins 1969 fjallar Árni Óla um Kjalarnesþing og Alþingi hið forna: “Fundur landsins og landnám eru vitanlega að því leyti merkustu viðburðir í sögu landsins sem þeir eru nauðsynlegur undanfari alls þess, sem hér hefir síðar gerzt. Og vafalaust hafa margir landnámsmenn vorir unnið afreksverk um byggingu landsins. En landnámin eru þó eigi […]

Meðalfellsvatn – skilti

Á norðurbakka Meðalfellsvatns er upplýsingaskilti. Á því má lesa eftirfarandi texta: “Í Kjós er hægt að lesa merkilega sögu um hop og framskrið jökla ísaldar. Kjósin er dalur sem jöklar ísaldar hafa forðum grafið út úr Esjuhálendinu. meginjökull hefur skriðið út Hvalfjörð, en minni jöklar úr Kjós, sem hafa skilið Meðalfell eftir. Smærri skrijöklar hafa […]

Hvaleyrarvatn; minjar – Ómar Smári Ármannsson

Í Náttúrufræðingnum 1998 segir m.a. að “Hvaleyrarholt og Ásfjall eru að mestu úr grágrýti sem er yngra en 0,7 milljón ára og undir Hvaleyrarvatni og Ástjörn er einnig að finna grágrýti frá sama tíma. Hraunið sem stíflar vötnin er hluti af Hellnahrauni, sem er dæmigert helluhraun, með ávölum sprungnum hraunkollum, að mestu gróðurlaust nema í […]

Kárastaðir – Kárastaðakot – Brúsastaðir – Brúsastaðarétt III

FERLIR hafði að þessu sinni það verkefni að leita uppi, staðsetja og teikna upp Kárastaðakot í fyrrum Þingvallasveit. Auk þess var ákveðið að skoða grjóthlaðna rétt ofan Brúsastaða. Í Örnefnalýsingu Guðbjörns Einarssonar, bónda á Kárastöðum segir m.a. um Kárastaði og Kárastaðakot: “Miðsvæðis í Þingvallasveit, vestan vatns, er jörðin Kárastaðir. Hún liggur milli jarðanna Brúsastaða að […]