Entries by Ómar

Esjuberg – útialtari

Fyrir neðan bæinn Grund á Kjalarnesi, vestan Esjubergs, er útialtari. Á skilti við altarið má lesa eftirfarandi texta, auk svilitlum viðbótafróðleik: “Þá stóð enn kirkja sú að Esjubergi er Örlygur hafði látið gera”. Hér í landi Esjubergs verður reist útialtari sem minnismerki um merkan kristinn kirkjustað. Sagnir herma að fyrsta kirkja á Íslandi fyrir kristnitöku […]

Sæmundarnef – skilti

Í Vogum er fróðleiksskilti á Sæmundarnefi sunnan Stóru-Voga. Á því er eftirfarandi texti: Skipsströnd Í fjörunni út af Sæmundarnefi má finna leifar af tveimur skipum sem strönduðu þar á fyrri hluta 20. aldar. Við Sandsker út af Sæmundarnefi má sjá kjöl og bönd af seglskipinu Fjallkonunni sem slitnaði upp í Vogavík og rak á land […]

Öxará – virkjun

Í Náttúrufræðingnum 2020 fjalla Árni Hjartarson og Snorri Zóphóníasson um “Virkjun Öxarár”: “Jón Guðmundsson, bóndi á Brúsastöðum, keypti Hótel Valhöll árið 1919. Þá stóð hótelið austan Öxarár á svokölluðum Köstulum. Þar kom hann upp raflýsingu árið 1927 og framleiddi rafmagnið með dísilvél til að byrja með. Árið 1929 var gamla hótelbyggingin tekin niður og endurbyggð […]

Kristrúnarborg og konan á bak við borgina – Jónatan Garðarsson

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins 2017 fjallar Jónatan Garðarsson um “Kristrúnarborg og konuna á bak við borgina“: “Hún var frá Miðfelli í Þingvallasveit. Hún hlóð ásamt bróður sínum stóra fjárborg, missti mann sinn úr holdsveiki frá ungum syni, tók formannssæti hans á fiskifari heimilisins, sótti sjóinn ásamt vinnumönnum sínum, var órög við að sækja á djúpmið og […]

Hraunin IV – Ómar Smári Ármannsson

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins 2017 fjallar Ómar Smári Ármannsson um “Hraunin” og Hraunabæina: Hraunabæirnir “Rétt við bæjardyr höfuðborgarsvæðisins er að finna einstaka vin sem staðið hefur nær óbreytt í aldir. Þetta eru Hraunabæirnir. Þeir liggja á svæðinu milli Straumsvíkur og Vatnsleysuvíkur, sunnan við Hafnarfjörð, í skugga hins risavaxna álvers. Þar þjóta bílarnir framhjá þúsundum saman en […]

Bakkarétt, Bárukot og Grímukot ofan Þingvalla

FERLIR fór um ofanverða Þingvelli, austanvert land Brúsastaða (land Þingvallabæjarins náði einungs að Öxará. Brúsastaðir áttu landið norðan hennar; þar með alla þinghelgina á Þingvöllum. Sögur herma að bóndinn á Brúsastöðum hafi t.d. gert sér stekk úr Snorrabúð í miðri fyrrum þinghelginni, ekki síst í þeim tilgangi að fullvissa Þingvallabóndann um hvað væri hvers. Þetta […]

Hólahjalli – dularfulli skúrinn?

Eftirfarandi spurning var send til FERLIRs þann 1. ágúst 2021. Sendandinn nefndi sig Björgvin. “Góðan daginn. Vitið þið söguna á geymslunni hjá rólóvellinum fyrir neðan Hólahjalla? – hnit: 64°06’31.3″N – 21°52’57.4″W. Bestu kveðjur og takk fyrir fróðleikinn hérna inn á.” FERLIRsfélagar fóru á vettvang og skoðuðu aðstæður. Þarna, neðan Hólahjalla og ofan Heiðarhjalla í Digraneshæð […]

Vefsíða sem getur verið uppspretta að ókeypis leið til að hreyfa sig – Guðni Gíslason

Í Fjarðarfréttum í janúar 2020 segir ritstjórinn, Guðni Gíslason, frá endurnýjaðri vefsíðu FERLIRs (www.ferlir.is) undir fyrir sögninni; “Vefsíða sem getur verið uppspretta að ókeypis leið til að hreyfa sig”.  Þar segir m.a.: Í upphafi árs horfir fólk gjarnan til lýðheilsu sinnar fyrir reglubundna áeggjan fjölmiðla. „Svo virðist sem fréttaflutningurinn sé fyrst og fremst runninn undan […]

Þorbjarnastaðir í Hraunum – frásögn

Nýtti sem FERLIRsfélagi góðviðrið í morgun að rölta í rólegheitum um slóðir forferðranna í Hraunum. Á Þorbjarnastöðum bjuggu skömmu eftir aldarmótin 1900 langamma mín, Ingveldur Jónsdóttir, dóttir Jóns Guðmundssonar hreppstjóra á Setbergi, og Þorkell Guðnason frá Guðnabæ í Selvogi. Hann var langdvölum við sjósókn, en Ingveldur stjórnaði búrekstrinum af röksemi. Þau, hjúin, eignuðust samt sem […]

Örnefni og örnefnaskráningar – dæmi um álitamál

Örnefni eru ekki bara örnefni. Þau geta einnig verið rangnefni í minni annarra er telja sig veita betur. Örnefni eiga það nefnilega til að breytast, bæði mann fram af manni sem og á milli manna í gegnum tíðina. Fólk flytur á brott og nýtt flytur að. Örnefni skráð á einum tíma af tilteknum aðila haft […]