Entries by

Eldvörp I

Skoðaður var svonefndur “Útilegumannahellir” vestan við borholuna. Í honum eru hleðslur. Ein kenningin er sú að í honum hafi Húsatóttarfólkið bakað brauðið sitt, en Brauðstígurinn, sem liggur upp í gegnum Sundvörðuhraun frá “Tyrkjabyrgjunum” kemur niður skammt frá opinu. Í þessum helli var talsverður jarðhiti þangað til fyrir nokkrum árum. Í stað þess að fara Brauðstíginn […]

Herdísarvík I

Haldið var í Herdísarvík. Ætlunin var m.a. að reyna að finna opið á Breiðabáshelli eftir ábendingu Þorkels Kristmundssonar. Fulltrúar HERFÍs voru mættir, en þrátt fyrir grjóttilfærslur og innlit, varð ekki komist að opinu. Sjávarkamburinn er orðinn allhár þarna, en undir honum er opið á Breiðabáshelli. Hin aldna kepma Kristófer Bjarnason, kirkjuvörður, kom á staðinn til […]

Selvogur – Fornigarður (Strandargarður) – Vogsósar

Gengið var frá Nesi í fylgd fjölfróðs uppalings í Selvogi. Stóð á endum þegar ekið var af Strandarheiði að Selvogi að birti til og ekki laust við að birtugeislanir vildu nota tækifærið við komu FERLIRsfara og leika við nýkomna farfuglana því þarna mátti snemma vors bæði sjá og heyra í tjaldi, steindepli og einstaka lóu. […]

Grindavíkurkaupstaður 20 ára – Höfuðbólið og hjáleigan – Jón Þ. Þór.

Jón Þ. Þór Höfuðbólið og hjáleigan. Fyrirlestur fluttur í tilefni af 20 ára afmæli Grindavíkurkaupstaðar 10. apríl 1994. (Birtist í Árbók Suðurnesja 1994, VII. árangi). Í almennum ritum um sögu Íslands á fyrri öldum eru þrír staðir nefndir öðrum oftar: Skálholt, Hólar og Þingvellir. Í sömu ritum er okkur tjáð, að biskupsstólarnir hafi verið mestu […]

Litlibær – Borgarkot – stórgripagirðing

Skoðuð var gömul stórgripagirðing austan Litlabæjar. Gengin var Gamli vegur (kirkjuvegurinn) í áttina að Keilisnesi og litið á stöplana. Þeir liggja í um 1.340 m aflíðandi bogadregna línu frá vestri, túngarði Bakka og Litlabæjar, til austurs og austast til norðurs að sjó. Um 10 metrar eru á milli steinstöpla og er höggnar tvær holur í hvern stein, önnur ofan á […]

Kálfatjörn – ártalssteinn (A°1674)

Leitað var ártalssteins í Kálfatjarnarvör. Í 9. tbl. Ægis árið 1936 segir að „þar við vörina hafi verið steinn í byrgi og á hann höggvið ártalið 1677. Steinninn hafi “fallið úr byrginu fyrir nokkru í brimi. Erlendur Magnússon á Kálfatjörn lét leita hans í grjóthrúgunni og fannst hann; er hann nú múraður í vegg byrgisins”. […]

Seltún – Ketilsstígur

Gengið var um Seltún í Krýsuvík og leitað Seltúnsselja, en gamlar heimildir kveða á um sel á túninu (sjá meira HÉR). Seltún er í Hveradal, en þar hafa orðið talsverðar (reyndar allmiklar) breytingar á landi síðan fyrrum. Síðast sprakk ein borholan í dalnum með miklum látum, en áður hafði hið ævintýralega brennisteinsnám farið þar fram […]

Óbrinnishólar – fjárskjól – Hvaleyrarvatn

Stórhöfðastígur var genginn frá fjárhellinum í Óbrinnishólum og stígurinn síðan þræddur í gegnum Óbrinnisbruna, Snókalönd og Stórhöfðahraun með viðkomu í Arnarklettum. Þar við fannst gamalt hlaðið hús, sem skoða þarf nánar síðar. Stígurinn er markaður í hraunið á kafla, en hefur því miður, af skammsýni, verið mokað burt á kafla. Frá Stórhöfða lá stígurinn í […]

Kaldárselshellar – Sléttuhlíðarhellar

Farið var í hellana sunnan Þverhlíðar norðan Sléttuhlíðar, haldið í Náttaga norðan Kaldársels og þaðan austur yfir hraunið í Kaldárselsfjárhellana gegnt Smalaskála. Gengið var um Lambagjá, skoðuð hleðslan undir vatnsleiðsluna frá Kaldárbotnum. Farið var undir haftið í Lambagjá og upp í Áttatíumetrahellirinn, litið í hellana í norðanverðum Helgadal (Vatnshelli) og síðan gengið að Hundraðmetrahellinum og […]

Stafnes – Kistugerði

Farið var að Stafnesi, rifjuð upp sagan af gamla manninum og tilurð nafnsins, skoðaður dómhringurinn og brunnurinn við hið gamla Lindarkot. Á Básendum var litið á einn stálkenginn, sem konungsskipin voru bundin við fyrr á öldum og gengið um garða og tóttir gamla bæjarins, sem var “dæmigerður íslenskur torfbær”. Skoðaðar voru undirstöðurnar undir gömlu verslunarhúsin […]