Entries by Ómar

Kjalarnesþing og Alþingi hið forna – Árni Óla

Í Lesbók Morgunblaðsins 1969 fjallar Árni Óla um Kjalarnesþing og Alþingi hið forna: “Fundur landsins og landnám eru vitanlega að því leyti merkustu viðburðir í sögu landsins sem þeir eru nauðsynlegur undanfari alls þess, sem hér hefir síðar gerzt. Og vafalaust hafa margir landnámsmenn vorir unnið afreksverk um byggingu landsins. En landnámin eru þó eigi […]

Meðalfellsvatn – skilti

Á norðurbakka Meðalfellsvatns er upplýsingaskilti. Á því má lesa eftirfarandi texta: “Í Kjós er hægt að lesa merkilega sögu um hop og framskrið jökla ísaldar. Kjósin er dalur sem jöklar ísaldar hafa forðum grafið út úr Esjuhálendinu. meginjökull hefur skriðið út Hvalfjörð, en minni jöklar úr Kjós, sem hafa skilið Meðalfell eftir. Smærri skrijöklar hafa […]

Hvaleyrarvatn; minjar – Ómar Smári Ármannsson

Í Náttúrufræðingnum 1998 segir m.a. að “Hvaleyrarholt og Ásfjall eru að mestu úr grágrýti sem er yngra en 0,7 milljón ára og undir Hvaleyrarvatni og Ástjörn er einnig að finna grágrýti frá sama tíma. Hraunið sem stíflar vötnin er hluti af Hellnahrauni, sem er dæmigert helluhraun, með ávölum sprungnum hraunkollum, að mestu gróðurlaust nema í […]

Kárastaðir – Kárastaðakot – Brúsastaðir – Brúsastaðarétt III

FERLIR hafði að þessu sinni það verkefni að leita uppi, staðsetja og teikna upp Kárastaðakot í fyrrum Þingvallasveit. Auk þess var ákveðið að skoða grjóthlaðna rétt ofan Brúsastaða. Í Örnefnalýsingu Guðbjörns Einarssonar, bónda á Kárastöðum segir m.a. um Kárastaði og Kárastaðakot: “Miðsvæðis í Þingvallasveit, vestan vatns, er jörðin Kárastaðir. Hún liggur milli jarðanna Brúsastaða að […]

Esjuberg – útialtari

Fyrir neðan bæinn Grund á Kjalarnesi, vestan Esjubergs, er útialtari. Á skilti við altarið má lesa eftirfarandi texta, auk svilitlum viðbótafróðleik: “Þá stóð enn kirkja sú að Esjubergi er Örlygur hafði látið gera”. Hér í landi Esjubergs verður reist útialtari sem minnismerki um merkan kristinn kirkjustað. Sagnir herma að fyrsta kirkja á Íslandi fyrir kristnitöku […]

Sæmundarnef – skilti

Í Vogum er fróðleiksskilti á Sæmundarnefi sunnan Stóru-Voga. Á því er eftirfarandi texti: Skipsströnd Í fjörunni út af Sæmundarnefi má finna leifar af tveimur skipum sem strönduðu þar á fyrri hluta 20. aldar. Við Sandsker út af Sæmundarnefi má sjá kjöl og bönd af seglskipinu Fjallkonunni sem slitnaði upp í Vogavík og rak á land […]

Öxará – virkjun

Í Náttúrufræðingnum 2020 fjalla Árni Hjartarson og Snorri Zóphóníasson um “Virkjun Öxarár”: “Jón Guðmundsson, bóndi á Brúsastöðum, keypti Hótel Valhöll árið 1919. Þá stóð hótelið austan Öxarár á svokölluðum Köstulum. Þar kom hann upp raflýsingu árið 1927 og framleiddi rafmagnið með dísilvél til að byrja með. Árið 1929 var gamla hótelbyggingin tekin niður og endurbyggð […]

Kristrúnarborg og konan á bak við borgina – Jónatan Garðarsson

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins 2017 fjallar Jónatan Garðarsson um “Kristrúnarborg og konuna á bak við borgina“: “Hún var frá Miðfelli í Þingvallasveit. Hún hlóð ásamt bróður sínum stóra fjárborg, missti mann sinn úr holdsveiki frá ungum syni, tók formannssæti hans á fiskifari heimilisins, sótti sjóinn ásamt vinnumönnum sínum, var órög við að sækja á djúpmið og […]

Hraunin IV – Ómar Smári Ármannsson

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins 2017 fjallar Ómar Smári Ármannsson um “Hraunin” og Hraunabæina: Hraunabæirnir “Rétt við bæjardyr höfuðborgarsvæðisins er að finna einstaka vin sem staðið hefur nær óbreytt í aldir. Þetta eru Hraunabæirnir. Þeir liggja á svæðinu milli Straumsvíkur og Vatnsleysuvíkur, sunnan við Hafnarfjörð, í skugga hins risavaxna álvers. Þar þjóta bílarnir framhjá þúsundum saman en […]

Bakkarétt, Bárukot og Grímukot ofan Þingvalla

FERLIR fór um ofanverða Þingvelli, austanvert land Brúsastaða (land Þingvallabæjarins náði einungs að Öxará. Brúsastaðir áttu landið norðan hennar; þar með alla þinghelgina á Þingvöllum. Sögur herma að bóndinn á Brúsastöðum hafi t.d. gert sér stekk úr Snorrabúð í miðri fyrrum þinghelginni, ekki síst í þeim tilgangi að fullvissa Þingvallabóndann um hvað væri hvers. Þetta […]