Entries by Ómar

Var munkurinn draugur?

Í Morgunblaðiðinu 1967 er grein, sem segir frá Magnúsi Hafliðasyni á Hrauni, Eyjólfi J. Eyfells og Jóhannesi Kolbeinssyni af ferð þeirra á Seltanga. “Við vorum á leið suður á Reykjanesskaga, ætluðum að koma við hjá Magnúsi Hafliðasyni á Hrauni, þeirri kempu. Ferðinni var heitið að Selatöngum, þar sem gamlar búðatóttir standa enn og vitna um […]

Eldgos á Reykjanesskaga

“Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu, sem liggur um Ísland þvert og er í beinu framhaldi af Reykjaneshryggnum, sem neðansjávar teygir sig langt suðvestur í haf og raunar er hluti af Atlantshafshryggnum mikla. Frá því að síðasta kuldaskeiði lauk hefur mikil eldvirkni verið á þessu svæði bæði ofansjávar og í hafi. Sú eldvirkni hefur á umliðnum […]

Um Kjós – “Talir þú gott, þá lýgur þú”

Í Alþýðublaðinu, helgarblaði, segir m.a. um Kjós; “Talir þú gott, þá lýgur þú“. “Kjósin lætur ekki mikið yfir sér, þegar maður virðir hana fyrir sér af þjóðvegjnum. En hún er ekki öll þar sem hún er séð. Hún leynir á sér. Og þetta er falleg sveit og búsældarleg, þótt hér verði hvorki tíunduð fegurð hennar […]

Sæfinnur með sextán skó

Raunasaga Sæfinns með sextán skó hefur þegar verið skráð. Sæfinnur Hannesson, þekktastur undir nafninu Sæfinnur með sextán skó, var einn af vatnsberum í Reykjavík á seinni hluta nítjándu aldar. Hann var hinn ókrýndi konungur þeirrar stéttar þótt ekki hafi það verið glæsimennska, sem hóf nafn hans upp úr hópi hinna nafnlausu og nafngetnu vatnsbera því […]

Marbendill – huldufólkssögur

Í “Huldufólkssögum – úrvali úr þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar”, segir m.a. um “Marbendil, Mjer er í minni stundin, þá marbendill hló; blíð var baugahrundin, [er bóndinn kom af sjó]; kysti hún laufalundinn, lymskan undir bjó. Sinn saklausan hundinn sverðabaldur sló. Á Suðurnesjum er bæjaþorp nokkurt, sem heitir í Vogum, en raunar heitir þorpið Kvíguvogar, […]

Umhverfis Keili – Sesselja Guðmundsdóttir

Eftirfarandi er frásögn Sesselju Guðmundsdóttur í Lesbók Morgunblaðsins árið 2001 af umhverfi Keilis; einkennisfjalls Reykjanesskagans: “Umhverfis Keili eru fjöll, gígar, lækir, hverir, hraun, vötn og víðáttumiklir vellir. Þar getum við líka séð fornminjar eins og seljarústir og gamlar götur sem sumar hverjar eru vel markaðar af hestum og mönnum. Við beygjum af Reykjanesbrautinni rétt sunnan […]

Garðar á Álftanesi – Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson skrifar um “Garða á Álftanesi” í Alþýðublað Hafnarfjarðar 1972: “Lengi hefur það verið rnér undrunarefni, hve fáskrúðugar eru sagnir úr landnámi Ingólfs Arnarsonar hér við Faxaflóa. Segja þó bækur, að Ingólfur hafi verið frægastur allra landnámsmanna. Verður og ekki annað sagt um þá frændur, en þeir hafi frægir orðið: Þorsteinn sonur hans stofnar […]

Dysjar hinna dæmdu III – Þorgauts-/Þorgarðsdys

Í uppgraftarskýrslu um “Dysjar hinna dæmdu – uppgröftur á Þorgauts-/Þorgarðsdys á Arnarnesi”, sem fram fór árið 2019, má t.d. lesa eftirfarandi: Útdráttur Grafið var í meinta dys, Þorgautsdys/Þorgarðsdys, á Arnarnesi í Garðabæ í júlí 2019. Uppgröfturinn var hluti af rannsóknarverkefninu “Dysjar hinna dæmdu”. Markmið uppgraftarins var að ganga úr skugga um hvort um dys væri […]

Dysjar hinna dæmdu II – Hallberuhellir

Í rannsókn á “Dysjum hinna dæmdu – Rannsókn á Hallberuhelli í Lækjarbotnum”, sem fram fór árið 2019, má t.d. lesa eftirfarandi: Rannsókn Þann 7. ágúst 2019 fór fram rannsókn á Hallberuhelli í Lækjarbotnalandi. Í hellinum er talið að Margrét Símonardóttir og Eyvindur Jónsson hafi haldið til um tíma en þau voru tekin af lífi á […]

Dysjar hinna dæmdu I – áfangaskýrsla

Í áfangaskýrslu um “Dysjar hinna dæmdu” frá árinu 2018, segir m.a.: Inngangur “Skömmu eftir siðaskiptin færðist réttur til refsinga frá kirkju til veraldlegra valdhafa. Var þá farið í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr að beita líkamlegum refsingum fyrir hvers kyns afbrot. Nýjum lagabálki, Stóradómi, var einnig bætt við gildandi lög en dæmt var eftir […]