Entries by Ómar

Þorbjarnarfell og nágrenni

Þorbjarnarfell, eða Þorbjörn, eins og fellið er nefnt í daglegu tali ofan Grindavíkur, er eitt af vinsælustu útvistarsvæðum Grindvíkinga o.fl. Auðveldast er að ganga á fellið eftir ruddri götu á því austanverðu, en einnig er áhugavert að ganga á það bæði upp frá Baðsvöllum og upp eftir Gyltustíg á því suðaustanverðu. -Þorbjarnarfell Þorbjörn (Þorbjarnarfell) er […]

Helgafell og nágrenni

Í nágrenni Helgafells, sem í dag er orðið aðdráttarafl fyrir göngufólk í auknum mæli, er fjölmargt að skoða, s.s. Kaldárbotna, Helgadal, Valaból, Valahnúka, Húsfell, Litluborgir og Gvendarselshæðargígaröðina, svo eitthvað sé nefnt. Flest göngufólkið virðist þó hafa það að markmiði að ganga á fellið, njóta útsýnisins og þramma síðan umhugsunarlaust til baka. Þó eru þeir/þau til […]

Engin teikn um eldsumbrot á Reykjanesi – Páll Einarsson

Eftirfarandi frétt, viðtal við Pál Einarsson, jarðfræðing, birtist í Morgunblaðinu 20. október 2012 undir fyrirsögninni: “Engin teikn um eldsumbrot á Reykjanesi”. “Komi upp jarðeldar á Reykjanesi er ekki ólíklegt að þeim muni svipa til Kröfluelda 1975-1984. Þar yrðu gangainnskot með sprunguhreyfingum og hraunflæði aðallega þegar færi að líða á umbrotin. Hraungos af því tagi myndi […]

Moltke greifi á Bessastöðum og skjaldamerkið á Bessastaðkirkju

Í Mbl.is 12. janúar 1997 er fjallað um Moltke greifa á Bessastöðum. Nýjasta hefti danska tímaritsins Heraldisk Tidskrift er fróðleg grein, sem fjallar um skjaldarmerki aðalsættar, sem rekur kyn sitt til furstadæmisins Mecklenburg. Aðalsætt þessi kemur víða við sögu Þýskalands, Danmerkur og Íslands. Hér er um að ræða fjölda nafnkunnra manna, sem kenndu sig við […]

Selstöður í heiðinni – Árni Óla

Í bók Árna Óla, Strönd og Vogar – Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs, fjallar hann um “Selstöður í heiðinni” – Vogaheiði. “Seljarústir segja sína sögu um búskaparháttu fyrr á öldum. Landnámsmenn fluttu með sér frá Noregi þann sið að hafa í seli. Og íslenzka bændastéttin var fastheldin á þetta, því að um þúsund […]

Fagradalsfjall og nágrenni

Fagradalsfjall er margbrotið fjall norðaustan Grindavíkur, stærsti stapinn á svæðinu. Örnefni í Fagradalsfjalli má t.d. nefna Langhól, efstu bungu fjallsins í norðri. Auðveldasta uppgangan á hann er upp af Görninni í suðvestanverðu fjallinu. Þaðan er þægilegu aflíðandi gangur á hólinn. Fagurt útsýni er af honum allt til höfuðborgarsvæðisins. Þá ma nefna Geldingadal þar sem “dys” […]

Fornleifafræðingar Minjastofnunar í kapphlaupi við tímann….

Í Fréttablaðið.is 5. mars 2021 mátti lesa eftirfarandi “frétt”; “Minjar í hættu samkvæmt spá um hraunrennsli”. Þar segir m.a.: Yfirlitskort Minjastofnunar er unnið út frá þeim minjum sem eru þekktar og eru á skrá hjá stofnuninni en fleiri minjar er að finna á svæðinu þar sem heildarskráning fornleifa á svæðinu hefur ekki farið fram. Fornleifafræðingar […]

Reykjaneskagi – P.E. Kristian Kålund

Kristian Kaalund eða Kristian Kålund, fullu nafni Peter Erasmus Kristian Kaalund (19. ágúst 1844 – 4. júlí 1919) var danskur textafræðingur, lengst af bókavörður við Árnasafn (Den Arnamagnæanske Samling) í Kaupmannahöfn. Kristian Kaalund fæddist í Søllested á Lálandi. Foreldrar hans voru Caspar Ernst Kaalund (1806–1853), sóknarprestur í Søllested, og kona hans Anna Helene Riedewaldt (1817–1888). […]

Gos á Reykjanesskaga – sagan fram að þessu

Það hefur varla farið framhjá nokkrum að öflug og stöðug jarðskjálftarhrina hefur gengið yfir sunnanverðan Reykjanesskagann að undanförnu (skrifað 5. mars 2021). Í Fréttablaðinu 04.03.2021 (í gær) mátti lesa eftirfarandi: Gosspenna á Reykjanesskaga Óróapúls og kvikuhlaup á Reykjanesskaganum í gær bentu til að von væri á eldgosi á svæðinu á næstu dögum. Jarðeðlisfræðingur sem Fréttablaðið […]

Trölladyngja og nágrenni – Þorvaldur Thoroddsen

Í Andvara 1884 er hluti Ferðabókar Þorvaldar Thoroddsonar þar sem segir frá “Ferðum á Suðurlandi sumarið 1883”. En fyrst svolítið um höfundinn: “Þorvaldur Thoroddsen er fyrsti Íslendingurinn sem lagði jarðfræði fyrir sig í námi og starfi. Hann varð heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar á jarðrænni gerð Íslands og þeim ferlum sem þar eru virk. Hann er […]