Entries by Ómar

Sigga og Siggubær – skilti

Á tveimur  upplýsingaskiltum framan við Siggubæ gegnt Hellisgerði í Hafnarfirði er annars vegar fjallað um „Siggu í Siggubæ“ og hins vegar „Siggubæ„: Sigga í Siggubæ Sigríður eða Sigga eins og hnún var ávallt kölluð var fædd að Merkinesi í Höfnum sunnudaginn 17. júlí 1892 og var hún einkabarn foreldra sinna. Hún var atorkusöm kona sem […]

Varmahlíð skilti

Við Varmahlíð í Hveragerði er upplýsingaskilti. Á því er eftirfarandi texti: „Íbúðarhúsið Varmahlíð er elsta hús Hveragerðis, reist árið 1929, og markar það, ásamt garðyrkjustöðinni Fagrahvammi sem hóf starfsemi sama ár, upphaf byggðar í Hveragerði. Varmahlíð var byggð á lóð Mjólkurbús Ölfusinga sem hafði keypt stórt land undir starfsemi sína árið áður. Húsið var upphaflega […]

Strandarkirkja – skilti II

Skilti er framan við Strandarkirkju, innan girðingar. Á því eru eftirfarandi upplýsingar: „Strandarkirkja Strönd í Selvogi var stórbýli og höfðingjasetur lengi framan af öldum. Elsta skjalfesta heimild um kirkju á Strönd er frá því um 1200, en öruggt má samt telja að kirkja hafi risið þar skömmu eftir kristnitöku. Kirkjan á Strönd var í kaþólskum […]

Arnarbæli – skilti

Ofan við Arnarbæliskirkjugarð í Ölfusi er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta: „Arnarbæli var höfuðból í Ölfusi gegnum aldirnar. Þar var fyrst getið kirkju um 1200. Hún var helguð heilögum Nikulási, dýrlingi sæfara. Ýmsir þekktir menn bjuggu í Arnarbæli, til dæmis Tumi Sighvatsson um 1200 og Þorvaldur Þórarinsson 1289. Þar hefur hann skrifað Njálu […]

Elliðavatn – skilti

Á upplýsingaskilti við Elliðavatn má lesa eftirfarandi um „Elliðavatn – Þingnes og Vatnsenda“: Elliðavatn Elliðavatn var upphaflega tvö vötn; Vatnsendavatn (í Kópavogi) og Vatnsvatn (í Reykjavík) og tengdust með mjóum ál framan við Þingnes. Á árunum 1924-1928 var miðlunarstífla reist við Elliðavatnsengi og við það nær tvöfaldaðist flatarmál vatnsins (40%). Alls er Elliðavatn nú um […]

Kópavogsþingstaður – skilti

Við fyrrum Kópavogsþingstað er skilti með eftirfarandi upplýsingum: „Kópavogur virðist hafa verið vorþingstaður á þjóðveldistímanum, en með lögtöku Járnsíðu 1271 verður hann hreppaþingstaður, svonefnt þriggja hreppa þing. Kópavogur var einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu og fyrir margar sakir þeirra frægastur. Mikill fjödi dóma og mála gengu á Kópavogsþingi á þeim árum sem þess er getið […]

Einbúinn á Óttarstöðum efri – Guðmundur Ingvarsson

Í bókinni „Á förnum vegi – rætt við samferðafólk“ eftir Loft Guðmundsson er rætt við „Einbúann að Óttarstöðum“ – Guðmund bónda Ingvarsson. „Við ökum fyrir Straumsvíkina út á Vatnsleysuströnd, lognværan sólskinsdag seint í júní. Sjór er ládauður úti fyrir, varla að sjáist kvika við fjörugrjótið og ekkert lífsmark við víkina. Undarlegt til þess að hugsa […]

Landsýn við Strandarkirkju – Gunnfríður Jónsdóttir

Í bók Lofts Guðmundssonar „Á förnum vegi – rætt við samferðamenn“ frá árinu 1966 er m.a. fjallað um Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og styttuna „Landsýn“, sem nú stendur framan við Strandarkirkju í Selvogi: „Þrjár kirkjur eru kunnustar á hér á landi; tvær á biskupsstólunum fornu, sú þriðja í hálfeyddri byggð á suðurströndinni, við lága vík fyrir […]

Víghóll – skilti

Á Víghóll/Víghólum í Kópavogi er upplýsingaskilti. Þar segir m.a.: „Víghóll var friðlýstur sem náttúrvætti 1983 skv. náttúruverndarlögum nr. 47/1971. Stærð friðlýsts svæðis er um 1 hektari en útivistarsvæðið er rúmir 3 hektarar. Um tíma stóð til að byggja Digraneskirkju á svæðinu og voru framkvæmdir við grunn kirkjunnar hafnar þegar horfið var frá því skipulagi. Digraneskirkja […]

Kópavogur – hernámið – skilti

Á Kársnesi í Kópavogi er upplýsingaskilti um hernámið. Þar stendur m.a. eftirfarandi um „Hernámið í Kópavogi 1940–1944“. 10. maí 1940 var Ísland hernumið af Bretum. Þá höfðu Þjóðverjar sigrað Pólland, Danmörku og Noreg. Óttast var að sömu örlög biðu Íslands en við það hefðu bandamenn misst yfirráð siglingarleiða á Atlantshafi. Bretar lögðu því áherslu á […]