Entries by Ómar

Svartihellir – Skessuhellir

Í Fréttablaðinu árið 2008 mátti lesa eftirfarandi um Svartahelli í Reykjanesbæ (Keflavík): Nýverið flutti óvenjulegur nýr íbúi inn í helli í Hólmsbergi við smábátahöfnina í Gróf í Reykjanesbæ. Það er fimm metra há og fjögur hundruð ára gömul skessa sem þó er með barnshjarta. Það var Herdís Egilsdóttir rithöfundur sem skapaði skessuna og hún átti […]

Krýsuvíkurkirkja brennd til grunna

Krýsuvíkurkirkja brann til kaldra kola í nótt [02.01.2010]. Slökkvilið Grindavíkur var kallað út laust eftir klukkan tvö í nótt. Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði að útkallið hafi komið frá Neyðarlínunni kl. 02:04 og að einn bíll hafi verið sendur á vettvang. Leiðin úr Grindavík í Krýsuvík er ekki auðfarin á þessum árstíma og var […]

Neysluvatn – brunnar og vatnsstæði

Gamlir brunnar teljast til fornleifa. Samkvæmt skilgreiningu þjóðminjalaga þá eru fornleifar allar leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða manna verkverk eru á, og eru 100 ára eða eldri. Sem dæmi um fornleifar eru nefndar; „brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð…“ […]

„Borgin“ í Selbrúnum – Víkursel – Árnakróksrétt og Litla-sel við Selvatn

Í „Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006„, skráða af Þjóðminjasafni Íslands, segir eftirfarandi um sögu Miðdals: „Miðdalur hefur trúlega verið í eigu Viðeyjarklausturs en er fyrst getið í Fógetareikningum 1547-52 sem „Mýdall“ eða „Mijdall“, þá í eigu konungs. Árið 1704 er hún ennþá konungsjörð og ábúandi einn (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 289-91). Árið 1847 […]

Lýsingar Njarðvíkur- og Kálfatjarnarsóknar árið 1840 – séra Pétur Jónsson

Í Faxa árið 2000 er frásögn séra Péturs Jónssonar á „Lýsingum Njarðvíkursóknar og Kálfatjarnarsóknar árið 1840„: „Takmörk Njarðvíkursóknar að utanverðu er skurður eður dæld, sem liggur beint frá heiði, rétt við höndlunarstaðinn Keflavík, ofan að sjó; frá hans efri enda upp í heiðina að Gömlu-Þúfu á svokölluðu Háaleiti, af hverju sjá má umhverfis á þrjá […]

Garðabær – fornleifar og áhugaverðir staðir

Í Fornleifaskráningu Garðabæjar 2009 er fjallað um  Garðabæ – fornleifar og áhugaverða staði: Fornleifar og byggð Syðst í landi Garðabæjar eru eldfjöll og hraunbreiður, en norðar og nær sjó eru grónir vellir og mýrarflákar inn á milli hraunkarga og klapparholta. Tvö friðlönd teygja sig inn fyrir bæjarmörkin að sunnanverðu, Heiðmörk og Reykjanesfólkvangur. Innan Garðabæjar eru […]

Garðabær – Hausastaðir – Hausastaðakot – Katrínarkot

Í Fornleifaskráningu Garðabæjar 2009 segir m.a. um Hausastaði, Katrínarkot og Selskarð: Hausastaðir Ekki hluti af Hafnarfirði 1367, eign Garða, DI III, 220. 1565, skrá yfir byggðar jarðir staðarins, sem ekki voru hjáleigur: „Gudmunde Hausastade fyrer malnytu kugillde. miöltunnu. manslán ad vertid. med jördenne eitt kugillde.“ DI XIV, 427. 1703: “ … lögbýli kallað því það […]

Garðabær – Miðengi – Hlíð – Móakot

Í Fornleifaskráningu Garðabæjar 2009 segir m.a. um Miðengi, Hlíð og Móakot: Miðengi var Garðakirkjueign. 1703: Hjáleiga Garða. Ekki hluti af Hafnarfirði „Gamli menn segja, að Miðengi sje fyrst bygt úr Hlíðarlandi ekki fyrir fullum 100 árum, og hefur í manna vinni verið hálft fyrirsvar, áður en Sr. Ólafur tó það var violenter satir; imó mag. […]

Garðabær – Garðar – Krókur – Ráðagerði og Nýibær

Í Fornleifaskráningu fyrir Garðabæ árið 2009 segir m.a um Garða á Garðaholti, Ráðagerði og Nýjabæ: Kirkjustaður. Hóll var hjáleiga 1803. 1307: „ad stadur j Gördum a Alftanese ætte allann vidreka og hvalreka fra Ranganiogre og [i] Leitu kvenna bása. ad kalftiorninga fiouru.“ DI II, 362. 1367 átti kirkjan allt heimland, Hausastaði og Selskarð, Hlið, Bakka, […]

Garðabær – Pálshús

Í Fornleifaskráningu fyrir Garðabæ árið 2009 er m.a. getið um Pálshús í Garðaholti: 1565: Á lista yfir byggðar hjáleigur í landi Garða. „Pálshus byggd Heriolfe fyrer iij. vætter fiska. og vera fyrer skipe stadarens heima. og Röa á þvi epter þvi sem sá skicka vill sem Ráda á stadnum. er þar med j kugillde.“ DI […]