Entries by Ómar

Fagradalsfjall – jarðfræði

Fagradalsfjall er móbergsfjall á Reykjanesskaganum vestanverðum. Það er talið vera vestasti hluti Reykjanesfjallgarðsins, en vestan þess eru stök fell. Fagradalsfjall er aflangt frá austri til vesturs, um 385 metrar á hæð og er þar með hæsta fjall á Reykjanesskaga. Það hefur orðið til á ísöld við gos undir jökli og er smáhraunlag á því ofanverðu, […]

Alinmál-steinninn á Þingvöllum

Síra Guðmundur Einarsson skrifar um „Alin-málsteininn á Þingvöllum“ í Dagrenningu árið 1946. Steinn þessi stendur fyrir sjónum manna framan við dyr Þingvallakirkju. „Steinn nokkur allstór stendur fyrir framan dyrnar á Þingvallakirkju, sem mér var sagt, þegar ég kom sem prestur til Þingvalla, að á væri alinmál Íslendinga til forma, og þar sem ég sá,- að […]

Steinarnir á Álftanesi

Í þjóðsögunni um „Steinarnir á Álftanesi“ er getið um tvo staka steina sunnan og neðan við Grástein á Álftanesi. Grásteinn er þekktur af sögnum, en fáir hafa veitt framangreindum steinum sérstaka athygli. Sagan segir: „Það vita allir að flestir hólar eða steinar sem nokkuð kveður að eru byggðir af fólki því sem álfar heita. Nú […]

Hækingsdalssel I og II

Gengið var norður gamla Svínadalsveginn upp frá Vindáshlíð að Sandfelli og þaðan beygt til austurs að Blautaflóða. Ofan hans átti Hækingsdalsselið að vera í gróinni skriðu. Síðan var gengið niður með Uxagili og skoðað heimasel undir gilinu áður en gengið var að tóftum Sauðhúss, sem ku hafa verið kot byggt upp úr seli frá Hækingsdal. […]

Gunnuhver – þjóðsögur

Í „Íslenskar þjóðsögur og ævintýri“ Jóns Árnasonar, sem bókaútgáfan Þjóðsaga gaf út 1954 eru fjórar sögur um Gunnuhver á Reykjanesi: Gunnuhver Vilhjálmur Jónsson lögréttumaður bjó á Kirkjubóli á Rosmhvalanesi; hann dó 1706. Hann átti illt útistandandu við kerlingu eina sem hét Guðrún Önundardóttir, út af potti sem hann átti að hafa tekið af henni, líklega […]

Digranesbærinn – skilti

Við leifar gamla Digranesbæjarins í Kópavogi má lesa eftirfarandi á upplýsingaskilti, sem þar er: „Hafinn var búskapur á jörðini Digranesi sennilega á árunum milli 1300 og 1313, en þá er jarðarinnar fyrst getið í máldagaskrá Viðeyjarklausturs. Er hún sennilega elsta jörðin í Kópavogi. Síðasti bóndinn í Digranesi, Jón Guðmundsson, hóf þar búskap árið 1896 og […]

Bæjarsker og nágrenni

Í „Fornleifaskráningu fyrir Bæjarsker á Reykjanesi vegna deiliskipulags“ segir m.a. um Bæjarsker og nágrenni: Bæjarsker (býli) Nafnið Bæjarsker eða Býjasker á Rosmhvalanesi er nefnt í fjölmörgum heimildum. Elsta heimildin um bæinn kemur fram í Landnámabók og um og eftir 1300 kemur bæjarnafnið oft fram í Diplomatarium Islandicum eða Íslensku fornbréfasafni. Jörðin hefur því að líkindum […]

Hrafna-Flóki; Hvaleyri – skilti

Ofan við Hvaleyri í Hafnarfirði er varða. Ofan hennar er skilti. Á því eru upplýsingar um tilvist vörðunnar sem og söguna að baki henni: „Um Flóka Vilgerðarson má lesa í Landámsbók. Samkvæmt henni var Flóki norskur víkingur sem ætlaði sér fyrstur mann að setjast á Íslandi um 870. Hann lagði af stað snemma sumars frá […]

Fífuhvammsbærinn – skilti

Ofan við gamla bæjarstæði Fífuhvamms/Hvamms/Hvammkots í Kópavogi má lesa eftirfarandi á upplýsingaskilti, sem þar er: „Jarðardýrleiki er óviss. Eigandinn er kóngl. Majestat.“ Svo hefst umfjöllun Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 23. október 1703 um konungsjörðina Hvammkot í Seltjarnarneshreppi. Fram að siðaskiptum um miðja 16. öld hafði jörðin verið í eigu Viðeyjarklausturs en elsta […]

Skerseyri – Langeyri og nágrenni

Í skráningarskýrslu um „Fornleifar milli Skerseyrar og Langeyrar“ árið 1998 segir m.a.: „Skráningin afmarkast af Flókagötu og Hjallabraut, Skjólvangi að norðan, bæjarmótum við Garðabæ að vestan og sjó að sunnan. Fornleifar í Hafnarfirði milli Skerseyrar og Langeyrar Svæði það sem hér er birt skýrsla um er í útjaðri Hafnarfjarðarkaupstaðar, á mörkum landbúnaðarhverfisins í kringum Garða […]