Entries by Ómar

Brú milli heimsálfa – skilti

Við „Brú milli heimsálfa“ á vestanverðum Reykjanesskaganum, skammt ofan við Stóru-Sandvík eru tvö skilti, sitt hvoru megin við brúna. Á vestari skiltinu stendur eftirfarandi: „Þú getur ímyndað þér að þú standir nú á Norður-Ameríkuflekanum, sjötta stærsta jarðskorpufleka jarðarinnar. Fyrir um 200 milljónum ára var hann samfastur Evrasíu-, Afríku, og Suður-Ameríkuflekanum eða allt þar til risa […]

Reykjanesviti – skilti II

Við Valahnúk á Reykjanesi eru þrjú upplýsingaskilti. Tvö þeirra eru um vitana, annars vegar á Valahnúk og hins vegar á Vatnsfelli. Um fyrrnefnda vitann segir: „Fyrsti ljósvitinn á Íslandi var reistur á Valahnúk árið 1878. Hann var tekinn í notkun 1. desember sama ár. Vitinn var áttstrendur, 4.5 metrar í þvermál og 8.2 metrar á […]

Reykjanesviti – skilti I

Við Valahnúk á Reykjanesi eru þrjú upplýsingaskilti. Á einu þeirra eru upplýsingar um Reykjanesvita. Þar stendur eftirfarandi: „Reykjanesviti er elsti vitinn sem nú stendur við Íslandsstrendur, tekinn í notkun 20. mars 1908. Vitinn var fyrsta stórframkvæmdin sem ráðist var í eftir að Íslendingar fengu heimastjórn frá Dönum 1. desember 1904. Vitinn er sívalur turn, 9 […]

Stampar – skilti

Neðan gígs á Stampagígaröðinni vestast á Reykjanesskaganum er skilti með eftirfarandi texta: „Tvær gossprungur liggja frá sjó inn í land á vestanverðu Reykjanesi og mynda gígaraðir. Þessar gígaraðir hafa verið kenndar við Stampa. Gígaraðirnar eru frá tveimur tímaskeiðum og fylgja stefnunni SV-NA sem er algengasta sprungustefna á Reykjanesi. Sú eldri myndaðist í gosi á tæplega […]

Reykjavíkurflugvöllur

Vorið 1919 kom Rolf Zimsen, flugmaður og frændi borgarstjórnans Knud Zimsens, til landsins til að kanna aðstæður fyrir samgöngur í lofti á Íslandi. Rolf leizt bezt á Vatnsmýrina sem flugvallarstæði og bæjarstjórnin lagði til 92.300 m² af svonefndu Briemstúni. Samtímis var hið fyrsta af fjórum fyrirtækjum, sem hlutu nafnið „Flugfélag Íslands”, stofnað og fyrsta flugvélin […]

Minnismerki við Nauthólsvík

Við Nauthólsvík, vestan við Nauthólsvíkurveg, er minningarsteinn um veru herdeildar 330 norsku flugsveitarinnar sem var stofnuð sem herdeild í Konunglega breska flughernum (Royal Air Force) í Bretlandi í apríl 1941. Verkefni herdeildarinnar var að leita að kafbátum og fylgja lestum flutningaskipa yfir hafið. Hún byrjaði með 24 Northrop N-3PB sjóflugvélar sem Noregur hafði haft í […]

Nauthóll

Bærinn Nauthóll var reistur um árið 1850. Hann var eitt margra nýbýla, sem risu í nágrenni Reykjavíkur á þessum tíma og einn af sex bæja er byggðust út frá Skildinganesi. Hann var því hjáleiga frá Skildinganesbænum og stóð við fjölfarinn vegaslóða. Taugaveiki kom upp á bænum í kringum aldamótin 1900 og var hann þá brenndur. […]

Stóri-Hólmur og Bæjarsker

Farið var að Stóra-Hólmi þar sem Guðmundur og Bjarni Kjartanssynir tóku á móti hópnum. Veður var í einu orði sagt stórkostlegt – sól og blíða – þrátt fyrir vonda spá. Enda höfðu bræðurnir orð á því að þeir myndu ekki eftir annarri eins blíðu og höfðu þeir þó báðir alið þar allan sinn aldur. Þeir […]

Álfasteinn við Hótel Loftleiðir – skilti

Austan við Hótel Loftleiðir (Hótel Reykjavík Natura) í Vatnsmýrinni er skilti, sem á stendur eftirfarandi: „Tilvist Álfasteinsins má rekja til árdaga Icelanair Hótels Reykjavík Natura, sem þá hét Hótel Loftleiðir. Sagan segir að þegar reynt var að hrófla við álfasteininum á sínum tíma var snarlega hætt við vegna vandræða sem upp komu í kjölfarið. Alþekkt […]

Víkursel í Öskjuhlíð

Í „Byggðakönnun; fornleifaskrá og húsakönnun fyrir Vatnsmýri – Seljamýri – Öskjuhlíð“ frá árinu 2013 má lesa eftirfarandi um Víkursel: „Vestan í Öskjuhlíðinni er merkilegur staður sem nefnist Víkursel. Nafngiftin bendir til seljabúsakapar þar. Helgi M. Sigurðsson sagnfræðingur rannsakaði sögu selsins og ritaði eftirfarandi: Elsta ritaða heimild um seljabúskap Reykjavíkurbænda er eignaskrá, öðru nafni máldagi, frá […]