Entries by Ómar

Hvalsnesgata – án leyfis

FERLIR hafði vinsamlega sótt um leyfi til lögreglu- og tollyfirvalda á Keflavíkurflugvelli að fá að fylgja hinni fornu Hvalsnesgötu frá Keflavík að Hvalsnesi. Leyfisbeiðnin fólst í að fá að fylgja fornu götunni í gegnum hið svonefnda „ytra varnarsvæði“ vallarins, sem í dag verður að teljast alger tímaskekkja. Þegar hvorutveggja yfirvöldin svöruðu engu um alllangt skeið, […]

Hafnahreppur – minjastaðir

Árið 1903 birtist í Árbók Hins íslenska fornleifafélags „Rannsókn Brynjúlfs Jónssonar í Gullbringusýslu og Árnessýslu árið 1902„. Þar fjallar hann m.a. um aðstæður og minjastaði í Hafnahreppi: „Kirkjuvogur hefir til forna staðið langt inn með Ósunum að norðanverðu. Ósarnir eru sem dálítill fjörður, sem gengur til austurs inn úr Hafnavík. Innst skiftist hann í smá-voga, […]

Svolítið um Vatnsleysuströnd á liðinni öld

Adolf Björnsson skrifaði um „Eirík Björnsson“ í Norðurkoti á Vatnsleysuströnd í Íslendingaþætti Tímans árið 1973. Minningin lýsir að nokkru aðstæðum og mannlífi á Ströndinni á fyrri hluta síðustu aldar: „Heiðurshjónin Halla Matthíasdóttur og Björn Jónsson og fluttust frá Norðurkoti á Vatnsleysuströnd árið 1922 til Hafnarfjarðar og ólu þar aldur sinn til æviloka. Þau lifðu bæði […]

Stórbúið að Vífilsstöðum

Í blaði SÍBS árið 2010 í tilefni af 100 ára afmæli Vífilsstaðaspítala er m.a.a fjallað um „Stórbúið að Vífilsstöðum„: „Í dagblaðinu Vísi 20. október 1931 segir frá búskapnum á Vífilsstöðum. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að við upphaf starfsemi Vífilsstaðaspítala 1910 sé talið að ræktað land hafi gefið af sér um 60 hesta heyfengs. Búskapur […]

Þingvallakirkja – Orri Vésteinsson

Orri Vésteinsson skrifar um „Þingvallakirkju“ í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 2002-2003 (útg. 2204): „Þingvallakirkja sú sem nú stendur er byggð 1859 en forverar hennar eru taldir hafa staðið á sama stað að minnsta kosti frá því á fyrri hluta 16. aldar. Hún er uppi á hraunhól norðan við Þingvallabæ en kirkjugarðurinn er hins vegar vestan […]

Skógarreiturinn Bakki við Vífilsstaðavatn

Í blaðinu „Vífilsstaðir – Sagan í 100 ár 1910-2010“ er m.a. sagt frá „Skógræktarstarfi berklasjúklinga„. Þar segir: „Austan við Vífilsstaðavatn gefur að líta fagran trjálund sem berklasjúklingar á hælinu eiga heiðurinn af. Hann heitir Bakki. Upphaf hans má rekja til skógræktaráhuga hins unga vélstjóra, Harðar Ólafssonar, sem ungur kom til dvalar á Vífilsstöðum, sjúkur af […]

Krýsuvík – landið og framtíðin

Í Skinfaxa árið 1951 er ma.a. fjallað um „Landið og framtíðina – Boranir eftir jarðhita í Krýsuvík„: „Í Krýsuvík er eitt mesta jarðhitasvæði á landinu, enda ber Reykjanesskaginn allur ljósar menjar mikilla jarðumbrota og eldgosa. — Festi Hafnarfjarðarbær ekki hvað sízt kaup á Krýsuvík vegna jarðhitans, enda hafa jafnan miklar vonir til hans staðið og […]

Krýsuvík – borun eftir jarðhita

Valgarður Stefánsson skrifar um „Borun eftir jarðhita og rannsóknir á borholum“ í Náttúrufræðinginn árið 1981: „Nýting jarðvarma á Íslandi er um þriðjungur af orkunotkun landsmanna. Eina landið sem getur státað af svipuðu nýtingarhlutfalli jarðhita og Ísland er El Salvador, en þar er jarðhitinn notaður til raforkuframleiðslu. Meginhluti þess jarðvarma sem nýttur er á Íslandi er […]

Reykjanesskagi – jarðhitarannsóknir

Jarðhitarannsóknir á Krýsuvíkursvæðinu eiga sér áratugalanga forsögu áður en HS Orka hóf djúprannsóknarboranir á Krýsuvíkursvæðinu vorið 2025 þegar fyrsta rannsóknarholan boruð við Sveifluháls þá um sumarið. Markmið rannsóknanna var að kanna hvort finna megi svæði með nægjanlegum hita og því sem kallast lekt – það er hvort heitt vatn geti flætt auðveldlega um jarðlögin. Ef […]

Krýsuvík í „algoritma“

FERLIR spurði https://chatgpt.com (algoritma) um Krýsuvík. Svörin komu s.s. ekki á óvart. Þau voru bæði mjög takmörkuð og verulega yfirborðskennd. Nánast allt er skipti raunverulega máli var þar undanskilið. Upplýsingarnar gætu komi fáfróðu fólki að einhverju gagni, en nákvæmlega engar þeim er betur þekkja til. Svörin byggjast nánast einungis á ferðaþjónustuvefsíðum fjársterkra opinberra aðila, sem […]