Djúpudalaborg – Nessel – Hellisþúfa – Fótalaus – Imphólarétt
Gengið var um Djúpudalahraun að Djúpudalaborg, þaðan upp í Nessel og áfram upp á Kvennagönguhól. Þá var haldið upp á Hellisþúfu og skoðaður Hellisþúfuhellir. Loks var gengið niður hæðina að vestanverðu, að klöppinni Fótalaus og staðnæmst við Imphólaréttina. Austurmörkin á Nesi lágu frá Þrívörðum við sjó, um Djúpudali og þaðan í Kálfahvamm í Geitfelli (Fálkaklett). […]