Entries by Ómar

Reykjanes – táin

Í Wikipedia.org má lesa eftirfarandi um Reykjanesið: „Reykjanes er hællinn, suðvestasta táin, á Reykjanesskaga. Nesið er eldbrunnið, þar eru lág fjöll og hnúkar úr móbergi, jarðhiti, klettótt strönd og hraun runnið í sjó fram. Á Reykjanesi ber mest á Skálafelli, sem er hæsta fellið, og Valahnúkum, sem eru ystir. Mikið brotnar úr Valahnúk á hverju […]

Eldgos í vændum – 1967

Í Vísi 1967 er fjallað um „Eldgos í vændum“ á Reykjanesi: „Á hverasvæðinu á Reykjanesi hafa orðið það miklar breytingar, að þær benda tvímælalaust til að eldgos geti verið í aðsigi. Öll einkenni benda til þess að gos geti hafizt með stuttum fyrirvara. — „Ef breytingarnar halda áfram og hverirnir verða öflugri á svæðinu á […]

Íslenskir vitar

Í Lögréttu 1928 er m.a. fjallað um upphaf sögu „Íslenskra vita„: „Nú um áramótin er liðin hálf öld síðan farið var að starfrækja fyrsta vitann hjer á landi. En það var Reykjanesvitinn, sem fyrst var kveikt á 1. desember 1878. Í öll þau rösk þúsund ár, sem siglingar höfðu þá verið stundaðar hjer við land […]

Sköpun Þingvalla – Pálmi Hannesson

Pálmi Hannesson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, skrifaði um „Sköpun Þingvalla“ í Alþingishátíðarrit Fálkans árið 1930: „Alt er breytingum háð. Vísindin kenna oss, að enginn hlutur sje að öllu hinn sami i dag og hann var í gœr. Og árin sem líða láta eftir sig drjúg ummerki á öllu, sem er, löndum og liföndum. Sumt þroskast, […]

Falin skógræktarperla í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar

Kristbjörg Ágústsdóttir skrifaði um skógræktina í Brunntorfum (Brundtorfum/Brunatorfum) í Skógræktarritið árið 2012 undir fyrirsögninni „Hraunið“ – falin skógræktarperla í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar„: „Um miðbik síðustu aldar hófu fjórir menn að gróðursetja tré í hrjóstrugu hrauni suður af Hafnarfirði. Skógrækt ríkisins átti landið en taldi ekki miklar líkur á því að þar gæti risið skógur. Í dag […]

Brennisteinsminjar í Krýsuvík

FERLIR hefur um árabil upplýst um mögulegar minjar brennisteinsnáms í Krýsuvík, enn sýnilegar, með vísan til skráðra heimilda um slíkt allt frá því á 18. öld. Svörun viðkomandi stofnana eða einstaklinga hefur hingað til engin verið. Í óvæntri umfjöllun um löngu fyrrum uppljóstrun um efnið í Grindavík mátti lesa eftirfarandi;  „Þetta kemur mér mjög á […]

Landvinningar á Reykjanesskaga

Í Þjóðviljanum helgina 23.-24. ágúst 1980 var viðtal við Björn Þorsteinsson undir fyrirsögninni „Landvinningar á Reykjanesi“ um unaðsreiti og löglausan sauðfjárbúskap: „Reykjanesskaginn hefur jafnan búið yfir mestu aðdráttarafli allra héraða á Íslandi. Björn Þorsteinsson prófessor hefur um áratugaskeið stundað skógrækt í Straumsheiðinni ásamt nokkrum öðrum áhugamönnum um landgræðslu. Þar heitir í Straumsseli. Björn telur Reykjanesskagann […]

Reykjanesstrandið mikla og Jamestown

Í Ægi árið 1930 er m.a. fjallað um „Reykjanesstrandið mikla“ utan við Valahnúksmöl á Reykjanesi og „Stóra strand“ Jamestown við Hvalvík utan við Ósa, gegnt Höfnum: „Hr. hreppstjóri Ólafur Ketilsson á Óslandi í Höfnum, hefur sent »Ægi« ágæta grein um skipströnd þar syðra. Með því hér er um langt mál að ræða, en rúm í […]

Vitar á Íslandi – ágrip

Eftirfarandi ágrip af „Vitasögu Íslands“ var tekið saman af Tómasi Lárusi Vilbergssyn, í tengslum við nám í NKN-2007: „Margir sjá vita í gegnum rómantísk augu, þeir draga upp mynd í hugum manna af björgunarafrekum og hetjudáð annars vegar og kyrrð og náttúrufegurð út á afskekktu nesi hins vegar ásamt heillandi byggingarlist. Vitabyggingar eru sér arkitektúr […]

Vatnafjallakofinn

Snemma árs 1897 fóru bræðurnir Þorsteinn Kjarval og Ingimundur fiðla fótgangandi úr Ölfusi yfir Hellisheiði. Þeir sungu sálma á leiðinni að Kolviðarhóli þar sem þeir gistu; næsta dag lentu þeir í blindbyl í Svínahrauni og var nauðugur einn kostur að gista í Vatnakofanum, rústir hans eru örskammt frá vegamótum Suðurlandsvegar og Bláfjallavegar, sjá ljósmynd. Í […]