Entries by Ómar

Sjötta eldgosið á Reykjanesskaga á þremur árum

Eldgos hófst á Reykjanesskaga klukkan rúmlega sex þann 8. febrúar. Um er að ræða þriðju goshrinu á sömu sprungurein ofan Grindavíkur. Sú fyrsta var 18. desember 2023 og önnur 14. janúar 2024. Bæði fyrrnefndu goshrinurnar voru skammvinnar, vöruðu í rúman sólarhring. Sprungan að þessu sinni er innan við 3 km löng, liggur frá Sundhnúk í […]

Eldfjallagarður og jarðminjasvæði á Reykjanesskaga

Helgi Páll Jónsson skrifaði ritgerð um „Eldfjallagarð og jarðminjasvæði á Reykjanesskaga“ við jarðvísindadeild Háskóla Íslands 2011. Hér má sjá þann hluta af ritgerðinni er fjallar um einstaka staði innan slíks svæðis: „Í ritgerðinni er fjallað um jarðminjasvæði á Reykjanesskaga í tengslum við uppbyggingu eldfjallagarðs á svæðinu. Farið er yfir landfræðilega legu skagans, jarðfræðirannsóknir og fjallað […]

Gosið gæti hvenær sem er á Reykjanesskaga

Jón Jónsson, jarðfræðingur, vitnaði um gosvirkni Reykjanesskagans í viðtalsgrein í Morgunblaðinu 1965 undir fyrirsögninni „Gosið gæti hvenær sem er á Reykjanesskaga„: „Jón Jónsson, jarðfræðingur, hefur að undanförnu unnið að því að rannsaka sprungukerfin og misgengið á Reykjanesskaga, sem er eitt af mestu jarðeldasvæðum landsins, og er að gera jarðfræðikort í stórum mælikvarða af því svæði. […]

Eldvirkni á nútíma á Reykjanesskaga – Jón Jónsson

Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði um „Eldvirkni á nútíma á Reykjanesskaga“ í rit um Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins árið 1981: Í inngangi segir m.a.: „Við allt nútíma skipulag og áætlanagerð og þá ákvarðanatöku sem því er tengd er aðgangur að og notkun ákveðinna upplýsinga algert grundvallaratriði. Einn mikilvægasti lærdómur sem við getum dregið af skipulagsstarfi liðinna áratuga er […]

Endurheimt landkosta á Reykjanesskaga

Í Morgunblaðinu 1997 fjallar Andrés Arnalds um „Endurheimt landkosta á Reykjanesskaga„: „Það dylst fáum sem fara um Reykjanesskaga að þar hefur mikil landhnignun átt sér stað í aldanna rás. Í stað grænna grunda og vöxtulegs birkikjarrs blasa víða við gróðurtötrar ogjafnvel auðnir, skrifar Andrés Arnalds. Afieiðingamar em víðtækar, en koma e.t.v. hvað skýrast fram í […]

Eldvörp – Tvígígahellir

Stefnan var tekin á Eldvörp. Ætlunin var að reyna að opna leið milli tveggja eldgíga, en í fyrri ferðum FERLIRs á svæðið hafði komið í ljós að ekki væri ómögulegt að komast í gegnum þröngt gat með því að víkka það og síðan um rás úr öðrum gígnum og áfram inn í annan hærri (dýpri). […]

Gerir hættumat vegna eldgosa

Í Morgunblaðinu 2018 mátti lesa eftirfarandi viðtal við Þóru Björg Andrésdóttur; „Gerir hættumat vegna eldgosa„. Þóra var að leggja lokahönd á meistaraprófsverkefni við Háskóla Íslands. Þar reyndi hún að meta hvar líklegast væri að eldos geti orðið í Reykjaneskerfinu, sem er yst á Reykjanesskaganum. Í yfirskrift greinarinnar segir; „Eldvirknihætta á Reykjanesi metin og kortlögð eftir […]

Skáli Ingólfs í Skálafelli?

Í Alþýðublaðinu 28. júlí 1974, bls. 2, má lesa eftirfarandi um Ingólf, „Hinn fyrsta landnámsmann„, þræl hans Karla og skála er Ingólfur byggði í Skálafelli: „Sumar það er þeir Ingólfur fóru til að byggja Ísland, hafði Haraldur hárfagri verið tólf ár konungur að Noregi, þá var liðið frá upphafi heims sex þúsundir vetra og sjö […]

Eldsumbrot og spádómar; leiðari Fjarðarfrétta

Ritstjóri Fjarðarfrétta – blaði allra Hafnfirðinga, skrifaði leiðara blaðsins þann 1. febrúar 2024 undir fyrirsögninni „Eldsumbrot og spádómar„: „Eldsumbrotin á Reykjanesi hafa hrundið af stað margs konar áhyggjum fólks af því að hraun geti runnið að byggð á höfuðborgarsvæðinu. Er það skiljanlegt enda eru eldstöðvar allt í kringum okkur og við Hafnfirðingar höfum nokkrar innan […]

Reykjaneseldar

Augu allra beinast nú sem oftar að Reykjanesskaga og margt og mikið hefur verið ritað um gosið í Geldingadölum og Meradölum. Nú beinum við sjónum okkar vestar á skagann að eldstöðvakerfunum tveimur, Reykjanesi og Svartsengi, en þar lauk síðasta gosskeiði á Reykjanesskaga 1240. Hér verður sérstaklega fjallað um síðustu eldana sem urðu innan Reykjanes- og […]