Entries by Ómar

Brennisteinsvinnsla í Krýsuvík – fornleifaskráning

Verkefnið um Brennisteinsvinnslu í Krýsuvík er unnið 2010-2014 með það að markmiði að safna upplýsingum um minjar tengdar brennisteinsnámusvæðunum á Reykjanesskaganum; í Seltúni og Baðstofu í Krýsuvík annars vegar og Brennisteinsfjöllum hins vegar, sem og að skrá og miðla fróðleiknum til annarra. Meginviðfangsefnið er þó að reyna að gefa sem sögulegast yfirlit um brennisteinsvinnsluna, bæði […]

Valahnúkar – Músarhellir – Mygludalir – Húsfell – Búrfell – Kolhóll

Gengið var frá Kaldárseli að Valahnúkum. Steinrunnin tröllin trjónuðu efst á hnúkunum. Þau sáust langt að og reyndu heldur ekki að leynast. Tröllin virtust vera að bíða af sér veturinn. Annars eru tröll fallega ljót, hvert með sitt sérkenni. Þau eru afar misjöfn í útlit, sum stórskorin, önnur með horn og vígtennur, stór eyru og […]

Stóri- og Litli-Hólmur

Gengið var um Stóra-Hólm og Litla-Hólm í Leiru. Í Landnámu segir, að Ingólfur Arnarson hafi gefið frændkonu sinni, Steinunni, Rosmhvalanes allt utan Hvassahrauns, en hún kaus að gefa fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla. Henni þótti það óhættara við riftingu. Steinunn kom út til Íslands, ekkja eftir Herlaug bróður Skalla-Gríms og með henni synir […]

Sundhnúkagígur – eldgos II

Klukkan þrjú í nótt, 14. janúar 2024, hófst áköf smáskjálftavirkni á sama svæði og gos hófst 18. desember síðastliðinn austan við Sundhnúk. Einkenni jarðskjálftavirkninnar voru á þá leið að talið var fullvíst að kvikuhlaup væri hafið. Grindavíkursvæðið var rýmt. Klukkan sex um morguninn hafi virst sem framrás gangsins hafi stöðvast. Eftir það virtist jarðskjálftavirkni hafa […]

Heiðmörk og Sandahlíð í Garðabæ

Árið 2013 var gerð fornleifaskráning vegna deiluskipulags í landi Garðabæjar; „Heiðmörk og Sandahlíð„. Í inngangi skýrslunnar segir: „Að beiðni Arinbjörns Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, tók ég undirrituð, Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur, að mér könnun á fornleifum í Heiðmörk í Garðabæ og Sandahlíð vegna fyrirhugaðs deiliskipulags, sbr. tillögu að deiliskipulagi dags. 14. febrúar 2013. Svæðið afmarkast af Heiðmörk […]

Urriðakot – Camp Russel – Markasteinn – Selgjá

Gengið var um Urriðakot, minjarnar í kringum bæinn skoðaðar og síðan haldið upp á Urriðakotskamp (Camp Russel) og stríðsminjarnar skoðaðar. Þaðan var gengið með vestanverðu Urriðakotshrauni að Markasteini og til norðurs yfir í Selgjá. Skoðaðar voru selsminjarnar í gjánni sem og fjárskjólin norðvestan hennar. Við Urriðakot var m.a. kíkt á leturstein í túninu. Á hann […]

Urriðakotshraun friðlýst sem fólkvangur

Friðlýsingu svæðisins sem fólkvangs er ætlað að tryggja aðgengi almennings að náttúru Urriðakotshrauns, sem býr yfir fjölbreyttum náttúru- og menningarminjum og miklum möguleikum til útivistar, náttúruskoðunar og umhverfisfræðslu, m.a. um göngu- og reiðstíga sem liggja um svæðið. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undirritaði í dag, 10. jan. 2024, friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangs. Friðlýsingin […]

Virkar eldstöðvar í kringum höfuðborgarsvæðið

Á Vísindavefnum má lesa eftirfarandi fróðleik Sigurðar Steinþórssonar, prófessor emeritusum, „Virkar eldstöðvar í kringum höfuðborgarsvæðið„: „Þegar spurt er hversu margar eldstöðvar séu á Íslandi kann jarðfræðingum að vefjast tunga um tönn — á til dæmis að telja einstakan gíg sérstaka eldstöð eða goshrinur eins og Kröfluelda 1974-85 eitt eða mörg eldgos. Þess vegna var kringum […]

Varnargarðar ofan Grindavíkur

Þann 29. desember 2023 birtist eftirfarandi á vefsíðu Dómsmálaráðuneytisins um „Bygging varnargarðs til að verja byggð og innviði í Grindavík„: „Dómsmálaráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi að ráðist yrði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík sem fyrst. Fyrsti áfanginn er sá hluti af varnargörðunum sem Almannavarnir telja mikilvægastan. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er hálfur milljarður […]

Jarðfræði Reykjanesskaga IV

Á vefsíðu ÍSOR er m.a. fjallaðum „Eldgos á Svartsengis/Sundhnúksgosreininni eftir ísöld„: „Svartsengiskerfið er um 30 km langt og 6-7 km breitt. Eftir að jökla ísaldar leysti fyrir um fimmtán þúsund árum hefur gosvirknin í kerfinu einskorðast við Eldvarpa-gosreinina annars vegar og Svartsengis/Sundhnúks-gosreinina hins vegar. Sú síðarnefnda liggur skammt austan móbergsfjallanna Þorbjarnar, Sýlingarfells (einnig nefnt Svartsengisfell) […]