Entries by Ómar

Söguleg hraun á höfuðborgarsvæðinu

Söguleg hraun á höfuðborgarsvæðinu „Byrjað verður á hraununum á vatnasviði Vallahverfisins. Aldur hvers hrauns er í sviga á eftir nafni þeirra í titli ásamt eldstöðvakerfinu sem það kom frá. Kapelluhraun (861 ár; Krýsuvíkurkerfið) Kapelluhraun er úfið apalhraun sem rann úr gígum hjá Vatnsskarði. Hefur það runnið til sjávar í Straumsvík eftir dæld milli Eldra Hellnahrauns […]

Þögn um merka athugun

Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, skrifar grein í Náttúrufræðinginn 1983 um „Hálfrar aldar þögn um merka athugun“. Þar segir hann m.a.: „Einhvers staðar í ritum sínum segir Helgi Péturss, að ekki sé nóg að gera uppgötvun, heldur þurfi aðrir líka að uppgötva að uppgötvun hafi verið gerð. Hér skal getið um eitt slíkt tilfelli, þar sem mér […]

Eldgos á sögulegum tíma

Eftirfarandi grein um „Eldgos á Reykjanesi á sögulegum tíma„ er eftir Jón Jónsson, jarðfræðing, og birtist í Náttúrufræðingum árið 1983. „Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu, sem liggur um Ísland þvert og er í beinu framhaldi af Reykjaneshryggnum, sem neðansjávar teygir sig langt suðvestur í haf og raunar er hluti af Atlantshafshryggnum mikla. Frá því að […]

Jónsmessa

Jónsmessan er fæðingarhátíð Jóhannesar skírara enda eru Jón og Jóhannes tvö afbrigði sama nafns í íslensku. Í gömlum ritum er Jóhannes skírari oft nefndur Jón eða Jóan skírari eða baptisti. Dagsetningu Jónsmessu má rekja til ákvörðunar Rómarkirkjunnar að haldið skyldi upp á fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara á fornum sólstöðuhátíðum, á stysta og lengsta […]

Neðansjávargos út af Reykjanesi

Í Náttúrufræðingnum 1965 birtist grein eftir Sigurð Þórarinsson með yfirskriftinni „Neðarsjávargos við Ísland„. Hér er útdráttur úr greininni er fjallar um neðansjávarkos við Reykjanes: „Virkustu eldstöðvar neðansjávar undan Íslandsströndum eru í beinu framhaldi af vestra eldstöðvabeltinu, á svonefndum Reykjaneshrygg, sem gengur suðvestur af nesinu langt til hafs, og elzta heimild um neðansjávargos við Ísland — […]

Setbergshellir – Markasteinn – Tjarnholt

Gengið var um Setbergssel austur með norðurjaðri Smyrlabúðarhrauns að Markasteini. Eftir að hafa skoðað þann merkisstein var gengið upp á Syðra-Tjarnholt og síðan til baka að Setbergsselshelli (Setbergshelli/-Selhelli). Í örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Setberg segir m.a. um þetta svæði: „Úr Gráhellu liggur [marka]línan í Setbergssel. Selvogsgatan liggur áfram suður frá Svínholti að Setbergshlíð, ýmist við hlíðina […]

Sundhnúkagígur – eldgos I

Eldgos hófst við Sundhnúk í Sundhnúkaröðinni ofan Grindavíkur klukkan 22:17 þann 18. desember 2023. Undanfari gossins var stutt skjálftahrina við Sundhnjúkagíga sem hófst skyndilega um kvöldið, klukkan 21:00. Almannavarnir lýstu þegar yfir neyðarástandi. Grindavíkursvæðið hafði verið rýmt. Á öðrum tímanum var áætluð lengd sprungunnar um 4 km. Hún liggur nokkurn veginn á gamalli sprungu eldra […]

Grásteinsstígur – Kúadalsstígur – Gamlarétt – Stekkjatúnsstekkur

Gengið var um Kúadali innan við Urriðakotsdali með það að markmiði að reyna að rekja tvær gamlar götur inn á Urriðakotshraunið, þ.e. svonefndan Grásteinsstíg og Kúadalsstíg, og leita staðfestingar á svonefndri „Réttin gamla“ og „Stekkjatúnsstekk“. Örnefnin eru tilgreind í heimildum við og í nágrenni við stígana, s.s. Grásteinn, Einbúi og Sprunguhóll, auk þess sem nokkurra minja frá búskapnum á Urriðakotsbænum […]

Leiðarendi IV

Leiðarendi er sá hellir á Reykjanesskaganum, sem einna styst er að frá þjóðvegi – og jafnframt einn sá margbreytilegasti á svæðinu, enda hefur umferð um hann síðustu misserin verið mikil – og fer vaxandi. Hellirinn er, líkt og aðrir hrauhellar á Íslandi, í einni af hinum fjölmörgu hraunbreiðum landsins er geyma steingerða ævintýraheima þar sem glóandi hraunelvur […]

Alfaraleiðin – milli Hvassahrauns og Þorbjarnarstaða (Gerðis)

Ætlunin var að ganga til baka og fram eftir Alfaraleiðinni, hinni gömlu þjóðleið milli Innnesja (Hafnarfjarðar) og Útnesja (Voga, Njarðvíkna, Hafna, Keflavíkur, Garðs og Sandgerðis). Vestari hluti leiðarinnar, milli Hvassahrauns og Voga, hefur jafnan verið nefnd Almenningsleið (Menningsleið), en kaflinn frá Hvassahrauni til Hvaleyrar Alfaraleið. Gangan hófst við nýlegt bílastæði sunnan undirgangna Reykjanesbrautar innan (austan) […]