Reykjaneshryggur

Í Náttúrufræðingnum 1965 birtist grein eftir Sigurð Þórarinsson með yfirskriftinni “Neðarsjávargos við Ísland“. Hér er útdráttur úr greininni er fjallar um neðansjávarkos við Reykjanes:
“Virkustu eldstöðvar neðansjávar undan Íslandsströndum eru í beinu framhaldi af vestra Karlinneldstöðvabeltinu, á svonefndum Reykjaneshrygg, sem gengur suðvestur af nesinu langt til hafs, og elzta heimild um neðansjávargos við Ísland — ef undanskildar eru óljósar írskar helgisagnir, sem hugsanlega gætu átt við gos á íslandi, eða við landið — varðar vafalítið gos á þessu svæði. Þessi heimild er Bók undranna, Liber Miruculorum, eftir Herbert nokkurn, sem var kapellán í Cisterciensaklaustrinu í Clairvaux á Frakklandi og ritaði þessa bók á árunum 1178—80, en hún er varðveitt í pergamentshandriti í ríkisbókhlöðunni í Miinchen (cod. lat. Monach. 2607 4to). Þessi bók hefur að innihalda Íslandslýsingu og benda sterkar líkur til þess, að heimildarmaður Herberts um Ísland hafi verið norrænn merkismaður, Eskell erkibiskup í Lundi, sem flutti til klaustursins í Clairvaux þegar hann lét af erkibiskupsembætti 1171 og dvaldi þar til dauðadags, 25. ágúst 1181. Var vinfengi með honum og Herbert kapelláni. En Eskell erkibiskup hafði góð sambönd við íslenzka kennimenn. M. a. vígði hann Klæng Þorsteinsson til biskups í Skálholti árið 1152.

Herbert

Á ofanverðum áttunda tug tólftu aldar dvaldist í hinu fræga cisterciensaklaustri í Clairvaux (Clara vallis) í Frakklandi kapellán, sem Herbert hét eða Herbertus. Herbert þessi hafði áður verið ábóti í Mores í héraðinu Longres og varð síðar erkibiskup í Torres á Sardíníu.
Á meðan Herbert dvaldist í Clairvaux-klaustri, samdi hann rit mikið, sem heitir Liber miraculorum eða Bók undranna. Þetta ritverk hefur varðveitzt í þremur handritum, en þó ekki í heild nema í einu þeirra, sem er pergament-handrit frá klaustrinu Aldersbech í Passau og varðveitt í ríkisbókhlöðunni í Munchen (Cod. lat. Monac. 2607 4to). Þetta handrit er frá því snemma á 13. öld.
Í ritinu Chronicon Clarevallense, frá þriðja tug 13. aldar, er sagt, að Herbert hafi ritað bók sína árið 1178. En í ritgerð, sem birtist í sænska tímaritinu Scandia 1931, hefur prófessor Lauritz Weibull í Lundi sýnt fram á, að bókin hafi ekki verið rituð öll á því ári, heldur á árunum 1178—1180.
Meðfylgjandi myndir eru smækkaðar myndir af textasíðunum 107v og 108r í Múnchen-handritinu.

Hér á árunum útvegaði ég frá München ljósmyndir af Íslandslýsingu Herberts og er hún prentuð í heild í Náttúrufræðingnum 1952, í þýðingu Jakobs Benediktssonar. Þar er m. a. að finna elztu lýsingu á Heklu og Heklugosi, sem varðveitzt hefur, og svo virðist einnig, sem Herbert hafi haft spurnir af Kötluhlaupi. En í þessari Íslandslýsingu stendur einnig eftirlarandi, sem ekki getur átt við annað en neðansjávargos og þá hlýtur það að vera gos, sem orðið hefur fyrir 1178; ,,Það ber og að muna, að vitað er, að þessi eilífi eldur er ekki aðeins undir rótum fjallsins, eins og áður er að vikið, heldur einnig undir mararbotni, því að oft sést eldur gjósa ákaflega upp úr hafsdjúpi hátt yfir sjávarbylgjur, og brenna fiska og allt kvikt í sjónum, svo og kveikir hann í og tortímir skipum og skipstjórum, nema þeir forði sér hið bráðasta á flótta.”

Reykjanes 7

Í Noregskróníku á latínu, Breve chronicon Norvegiæ (Munch 1850), skrifaðri um 1230, getur höfundur þess, að á vorum dögum hafi það gerzt, að hafið hafi á þriggja mílna svæði ólgað og soðið eins og í potti, en jörðin hafi opnazt og kastað upp úr djúpunum eldlegum gufum (ignivomes vapores) og myndað stórt fjall upp úr sjónum. Má vera, að hér sé átt við gos það, sem íslenzkir annálar telja að orðið hafi 1211 undan Reykjanesi, en það er elzta neðansjávargos, sem íslenzkar heimildir geta um. Um þetta gos hafa fornu annálarnir eftirfarandi að segja: Konungsannáll: Landskjálfti fyrir sunnan land. XIII menn létust. Eldur kom upp úr sjó. Sörli Kolsson fann Eldeyar (Isl, Ann. bls. 123). Skálholtsannáll er ítarlegri „Vætu sumar. Landskjálfti fyrir sunnan land. í þeim landskjálfta létust XIIII menn. Eldur kom upp úr sjó fyrir Reykjanesi. Sörli Kolsson fann Eldeyjar (Ibid. bls. 182). Og enn bætir Oddaverjaannáll um vitneskju vora: „Sörli íann Kldeyjar hinar nýju, en hinar hurfu er alla ævi höfðu staðið” (Ibid., bls. 478). Aðrir annálar geta aðeins landskjálftans og manntjónsins, sem er hið mesta sem vitað er um af völdum landskjálfta á’íslandi (Ibid., bls. 23, 62, 255, 325).

Landnám

Landnám Ingólfs – hluti af Íslandskorti 1550.

Þótt hinum fornu annálum beri saman um ártalið er þess að minnast, að þeir eru færðir í letur alllöngu eftir atburði þessa og væri ártalinu ekki fyllilega að treysta, ei: ekki kæmi til enn ein heimild, sem telja má næstum samtímaheimild, er getur neðansjávargoss þetta ár. Þessi heimild er Páls saga biskups, sem skráð mun skömmu eftir andlát hans, sem varð 29. nóv. 1211.
Höfundur vitnar til Ara fróða um það hversu jörðin drúpti eftir fráfall Gizurar biskups, en síðan er það rakið, „liversu margur viðbjóður hefir farið fyrir fráfalli þessa hins dýrlega höfðingja Páls biskups: jörðin skalf öll og pipraði af ótta; himin og skýin grétu, svo að mikill hlutur spilltist jarðar ávaxtarins, en himintúnglin sýndu dauðatákn á sér, þá er náliga var komið að hinum efstu lífsstundum Páls biskups, en sjórinn brann og fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómur stóð yíir sýndust náliga allar höfuðskepnur nokkuð hryggðarmark á sér sýna frá hans fráfalli” (Bisk. I, bls. 145). Loks er landskjálftans 1211 getið í Guðmundar sögu hinni elztu og sagt að „urðu XVIII menn undir húsum” (Bisk. I, bls. 503).
JarðskjálftarÞað sem draga má saman af þessum fáorðu heimildum er þetta. Árið 1211, líkast til síðla árs, verður eldgos undan Reykjanesi. Á gossvæðinu verða mikil umbrot, eyjar sökkva þar í sæ en aðrar rísa úr sæ og má mjög líklegt telja, að þar hafi átt upptök sín sá mikli jarðskjálfti og mannskaði er 14 eða 18 manns láta lífið undir hrynjandi húsum. Þær eyjar er myndast, eru nefndar Eldeyjar, og er nafnið út af fyrir sig næg sönnun þess að eldsumbrot hafi orðið á þessum slóðum.
Athyglisvert er, að Oddaverjaannáll segir Eldeyjar hafa verið þarna fyrir, er alla ævi hafi staðið, og bendir það til eldsumbrota á þessum slóðum löngu fyrir 1211.
ÍslandFrásögn Herberts kapelláns sannar, sem fyrr getur, að gosið hefur undan íslandsströndum, og þá líklegast undan Reykjanesi, iyrir 1178, en sé Oddaverjaannál að treysta, og hann virðist oft næsta traust heimild, bendir þetta til allmiklu eldri eldsumbrota, en ekki verður úr því skorið, hvort Eldeyjar hinar fornu hafi hlotið nafn af eldsumbrotum í nálægð þeirra, eða hvort það var vegna þess að menn vissu þær hafa risið úr sæ í eldsumbrotum. Ummæli Oddaverjaannáls ,,er alla ævi höfðu staðið” benda til hins fyrrnefnda. Orðið eldey tel ég samt rétt að nota sem vísindaheiti um eyjar, sem myndast við eldgos í sjó.

Arnarsetur

Arnarseturshraun rann um 1260.

Aftur geta annálar eldsuppkomu fyrir Reykjanesi 1226 (Isl. Ann. bls. 24, 64, 127, 186, 255, 326). Konungsannáll nefnir „myrkur um miðjan dag”. Oddaverjaannáll nefnir „Sandfallvetur” 1226 (bls. 479) en Resens annáll, Lögmálsannáll og Gottskálksannáll nefna veturinn 1227 „Sandvetur” (Ibid. bls. 24, 256, 326) og Guðmundar saga elzta segir „Sandvetur liinn mikli og fjárfellir 1227″ (Bisk. I, bls. 548), og liggur því næst að álykta, að það hafi verið veturinn 1226/27, sem þetta mikla sandfall varð, þá væntanlega af völdum áður nefnds neðansjávargoss, því annars goss er ekki getið þetta ár. Gossins er einnig getið í Guðmundar sögu elztu (Bisk. I, bls. 546) og í sömu sögu er sagt um sumarið 1231: „Þetta var kallað sandssumar því að eldur var uppi fyrir Reykjanesi og var grasleysi mikið” (Ibid., bls. 553—54). Ekki er þessa goss getið í annálum.
Fjórir annálar geta elds fyrir Reykjanesi 1238 (Isl. Ann., bls. 65, 130, 188, 327) og Resens annáll nefnir „eldsuppkomu í Reykjanesi” (Ibid. bls. 25), Konungsannáll getur einnig elds fyrir Reykjanesi 1240 og mikilla landsskjálfta fyrir sunnan land sama ár og rauðrar sólar (Ibid. bls. 131). Oddaverjaannáll segir hið sama að því viðbættu, að sólin hafi verið „rauð sem blóð” (Ibid. bls. 481) og rauðrar sólar þetta ár er einnig getið í Skálholtsannál (Ibid. bls. 188). Hugsanlegt er að þetta gos 1240 sé raunverulega það sama og aðrir annálar telja 1238, þótt Konungsannáll nefni bæði.

Stampar

Stampagígaröðin myndaðist um 1212.

Með þessu gosi lýkur tímabili mikilla eldsumbrota undan Reykjanesi, sem varað hafði að minnsta kosti frá 8. tug 12. aldar og líklegast allmiklu lengur. Líklegast er það eitthvað af þessum gosum, sem liggur að baki frásagnar enskrar króníku, Chronicon de Lancerot, sem fjallar um tímabilið 1201—1346. Þar er sagt um Vilhjálm nokkurn frá Orkneyjum, að hann hafi um 1275 sagt frá ýmsu af Íslandi, m. a. því, að einhvers staðar á því sama landi hafi sjórinn brunnið á mílu svæði og eftir skilið svart gjall og soralegt. Einnig mun til þessa eldsumbrota tímabils, líklega gossins 1211, að rekja eftirfarandi orð í íslandslýsingu Arngríms ábóta: „Það fylgir þessum fádæmum, að í sjálfu hafinu viku sjávar suður undan landinu, hefur upp komið af eldsganginum stórt fjall, en annað sökk niður í staðinn, það er upp kom í fyrstu með sömu grein.” (Bisk. II, bls. 5).
Í annálsbroti sínu, Annalium in Islandia Farrago, skrirar Gísli Oddsson um árið 1340:
Stampar„Var skaginn Reykjanes meir en hálfur eyddur eldi og sjást merki hans í opnu hafi, háir drangar þar úti kallast Eldeyjar (eða eins og hinir gömlu segja Driftarsteinn). Sömuleiðis Geirfuglasker, þar sem flestir steinar til þessa sjást vera útbrunnir.” Ekki geta eldri annálar neins goss á Reykjanesi á þessum árum en hins vegar um gos í Trölladyngjum innar á skaganu í kringum 1300 og vel má vera, að einnig hafi gosið undan Reykjanesi á þessum árum, en allsendis ósannað er það. Næst er eldsumbrota getið undan Reykjanesi 1422, i Lögmannsannál, sem teljast má samtímaheimild um atburðinn. Þar segir: „kom upp eldur í hafi í útsuður undan Reykjanesi. Skaut þar landi upp, sem sjá má síðan þeir, er þar fara um síðan” (Isl. Ann., bls. 293). Ekki er ástæða til að efa þessa frásögn.

Eldey

Eldey.

Árið 1597 hefur Gísli biskup Oddsson það eftir séra Gísla Guðbrandssyni (presti að Hvammi í Hvammssveit 1584—1620), að Brimarkaupmenn hafi lyrir 15 árum séð eld brenna í hafsdjúpi við Reykjanesskaga, eigi langt frá eyjum þeim, sem af eldi hafa hlotið nafnið Eldeyjar eða Gígeyjar (Ann. Farrago, Islandica X, bls. C). Samkvæmt þessu ætti að hafa orðið neðansjávargos þarna 1583.
Nafnið Gígeyjar kemur ekki fyrir í neinu öðru riti, svo mér sé kunnugt, en það er að finna dálítið afhakað (Geie eiar, Geye eyar) á liinu merkilega íslandskorti Guðbrands biskups Þorlákssonar, sem kom út í fyrsta sinn í viðhót við kortabók Abrahams Orkeliusar í Additamentum IV Theatri Orbis Terrarum 1590 og í Atlas Mercators 1595 (Nörlund, Isl. Kortlægning, Pl. 23, 24). Á þessum kortum er Eldey sýnd og Geirfuglasker suðvestur af henni, en Gígeyjar sunnan suðaustan Eldeyjar. Hvort sem Gígeyjar hafa raunverulega verið samheiti (sýnóným) Eldeyja eða nafn á sérstökum eyjum, er nafnið sjálft sönnun fyrir því, að í eina tíð hafi verið undan Reykjanesi eyjar með gíglögun, sem nú eru horfnar.
Nú líða 200 ár, þar til næst verður elds vart undan Reykjanesi, svo að í frásögur sé fært.

Eftirfarandi er promemoria Jörgens Mindelhergs, skipstjóra á húkkertunni Boesand, dagsett 8. júlí 1783. „Viðvíkjandi þeirri brennandi eyju, sem liggur 8l/£ mílu réttvísandi suðvestur frá syðsta Geírfuglaskerinu við ísland, höfum vér skráð eftirfarandi frá og með kl. 3 að morgni 1. maí: Kl. 3 um morguninn sáum vér reyk stíga upp úr hafinu og hugðum vera land en ígrunduðum þetta og niðurstaðan varð sú að þetta væri sérstakt Guðs undur og að náttúrlegur sjór gat brunnið. Við hrepptum síðan þoku og andbyr til 3 maí og slöguðum á þessum slóðum. Stundum sáum vér reykinn og stundum ekki. Kl. 5 að morgni 3. maí fengum vér hyr og tókum stefnu á jökulinn.

Eldey

Eldey.

Kl. 7 birti í lofti og sást þá eyland sem þennan hræðilega reykjarmökk lagði upp af. Sigldum upp að því til þess að sjá lögun þess og þegar vér vorum í hálfrar mílu fjarlægð urðum vér frá að hverfa vegna ótta um að skipverjar myndu lalla í ómegin sakir hins hræðilega brennisteinsreyks. Sérhver skipverja er reiðubúinn að vottfesta með eiði það sem hér fer á eftir. Eyjan er á að gizka 1/9 mílu og sú púðurgröf, sem þar brennur, er suðvestan á henni og leggur þar sannarlega og örugglega feiknar reyk upp úr grjótinu. Myndast þar af svo mikið af vikri, að það þekur sjóinn um 1/8 mílu. Réttvísandi
í NNA frá eynni er blindsker, um mílu frá eynni. Þar eru miklir brotsjóar og mjög hættulegir sjófarendum, vegna þess að skerið rís ekki upp fyrir sjávarmál. Eyjan lítur þannig út.
Eftirmáli: „Eldurinn er í gjá suðvestan í eynni, og að það sé, er ég og mínir menn reiðubúnir að sverja, ef þess gerist þörf.” Undir undirskrift er enn bætt við: „Mér flaug virkilega í hug, þegar ég sá þennan ferlega reyk, að kominn væri dómsdagur.”
Jörgen Mindelberg og skipverjar hans urðu fyrstir manna, svo vitað sé, til að líta þá margumskrifuðu eyju, sem vorið 1783 upp hlóðst undan Reykjanesi, nánar tiltekið þar, sem nú heitir Eldeyjarboði, um 62 km suðvestur af Reykjanesi.
EldeyNæst á vettvang var skipið Den hvide Svane, skipstjóri Hans Pedersen Manöe. Eftirfarandi er útdráttur úr skipsdagbók lians 10. og 11. maí 1783: „Laugardaginn 10. maí kl. 8 um kvöldið vorum við á að gizka 63° 10′ n. hr. og 354° 16′ 1. (niiðað við Ferro). Þá sáum við Ísland í kompásstelnu NA til A, í á að gizka 8—9 mílna fjarlægð, en þar eð loft var mistrað og liðið á kvöld vissum við ekki gjörla hvar við vorum, gizkuðum þó á að við værum milli Eyrarhakka og Bátsenda. Við sigldum áfram sem áður til að komast í sjónfæri við Geirfuglasker, og stefndum í N til V, og sáum nokkuð af brenndu grjóti á sjónum. Kl. 10 um kvöldið sáum við feiknlegan reyk og bruna í NV og höfðum þá sjón fyrir augum til morguns hins 11. kl. 3, þegar við sáum yzta Fuglaskerið, sem nefnist hið blinda og var þá í SV til V l/ý V á kompásinn, á að gizka 3 mílur frá oss og þaðan sýndist þessi reykur og éldur koma.

Reykjaneshryggur

Um miðjan september 2013 lauk mánaðarlöngum rannsóknarleiðangri á Reykjaneshrygg með rannsóknarskipinu Marcus G. Langseth.Í leiðangrinum var syðsti hluti Reykjaneshryggjar kortlagður með fjölgeislamælitækni í fyrsta sinn.Reykjaneshryggur er lengsti samfelldi rekhryggur jarðar.
Það er því heimsviðburður að í lok leiðangurs er hryggurinn að fullu kortlagður.

Samtímis tókum við stefnu á hið yzta af þeim allháu Fuglaskerjum í NA til A á kompásinn, 814 mílu frá oss og tókum þaðan stefnu N til A eftir jöklinum og var þá mikið af áðurnefndu grjóti í háfinu framundan okkur og sigldum við í gegnum það 12 til 13 mílur norðan Fuglaskerja. Svo þykkt var þetta lag á sjónum að úr ferðskipsins dró svo að munaði l/4 niílii á hverri vakt. Lá þetta á hafinu á 20 til 25 mílna breiðu svæði.”
Hinn 22. maí 1783 gefur Peder Pedersen, skipstjóri á liúkkertunni Torsken, sem liggur í Hafnarfjarðarhöfn, skýrslu um sína reisu til landsins. Þar segir: „Þegar ég kom til landsins fann ég land í hafinu úti. Þar var eldur uppi á þrem stöðum og er þetta land jafnstórt og eitt af stærstu Fuglaskerjunum. Þetta land var ekki þama áður. 2 mílur suðvestur af landi þessu reyndi ég að lóða og fann 42 faðma dýpi og brunagrjót í botni, sem leit út eins og ,,Ravn-kull”, og hafið var þakið vikri, sem land þetta spúði úr sér. Ég sigldi kringum um það í  1/2 mílu fjarlægð til að skoða það. Þetta land hggur V-S á kompás eða SV réttvísandi frá yzta Fuglaskerinu á að gizka í 7—8 mílna fjarlægð.”

Karlinn

Karlinn á Reykjanesi – afurð Nýeyjar?

Uppgötvun þessarar nýju eyjar vakti mikla athygli þeirra háu herra, sem réðu málum Íslands úti í Kaupinhafn. 26. júní 1783 er gefin út konungsúrskurður (stjórnarskipun) til Rentukammersins, svo hljóðandi: „Þar eð eyja hefur óvænt orðið til í landskjálftum og eldsumbrotum í hafinu út af Reykjanesi, nokkrar mílur undan suðurströnd landsins, og ástæða er til að óttast, að þegar eldur sá slokknar, sem enn logar, muni útlendingar geta sezt að á eynni til óbætanlegs tjóns íslenzkum fiskveiðum, ber voru kammeri að gefa stiftamtmanninum á Islandi eindregna skipun þess efnis, að þegar er mögulegt verður að nálgast þetta nýja land skuli hann fara með einu af skipum Íslandsverzlunarinnar og slá hátíðlega eign vorri á það, og ekki aðeins draga þar upp danska fánann heldur reisa þar þann stein með ártali og fangamarki voru, sem héðan verður sendur. Einnig skal hann semja skjal um landnám þetta í tveim samhljóða eintökum og skal annað geymast á Íslandi, hitt sendast hingað. Eynni skal gefið nafnið Nýey. Allt þetta verður að gjöra, enda þótt svo kunni að fara að eyjan hverfi svo sem hún til kom. Vort kammer, sem þetta er falið, verður að semja um allt viðvíkjandi skipi því, sém notað yrði, við stjórn Íslandsverzlunarinnar. Thodal stiftamtmanni var skrifað bréf 28. júní og honum uppálagt að framkvæma skipunina og skipa kaupmanninum í Hafnarfirði að vera til aðstoðar og láta póstskip taka með stein þann, sem reisa skuli í eynni og tilbúinn muni eftir nokkra daga. Er steinninn sagður þriggja álna hár, breidd hans neðst y4 álnar, en hálf alin efst, og þykkt sem því samsvari. Virðist steinninn hafa verið höggvinn, því varðveittur er reikningur frá steinihöggvaranum til Finanskollegium, að upphæð 17 ríkisdalir og 4 mörk. En aldrei komst sá stóri steinn út í Nýey.
Í plaggi frá Rentukammerinu 81. ianúar 1784 er þess getið, að Thodal stiftamtmaður hafi tilkynnt, að sakir þess, hve áliðið var árs og vegna stöðugrar þokn, hafi hann ekki getað slegið eign á eyna í konungsnafni samkvæmt tilskipun frá 3. júlí 1783, sér í lagi þar sem samkvæmt frásögn skipstjóra þess, er eyna fann, yrði landtaka að ske í bátum. Hafi hann því að ráði skipstjórans frestað framkvæmdum til næsta vors. Þó hafði stiftamtmaðurinn samið um það við téðan skipstjóra, að á heimleið sinni skyldi hann reyna að komast þar á land, og eftirskilja þar trékefli með fangamarki hans hátignar, eða þá mynt, en stiftamtmanni höfðu síðar borizt þær fregnir, að engir af skipstjórum verzlunarinnar hafi séð eyna, líklega vegna þess að stöðugar þokur hafi fælt þá frá að nálgast hana.
Í tilefni af þessu er gefinn út nýr konungsúrskurður 9. febrúar 1784 þar sem: 1) vorum stiftamtmanni Thodal er falið á ný að gera á vori komanda allt sem í hans valdi stendur til að framkvæma skipunina frá 26. júní og resolútíórina frá 3. júlí s.l. ár viðvíkjandi „Okkupation” Nýeyjar. 2) Stjórn Íslandsverzlunarinnar er falið að skipa versluninni í Hafnarfirði á Íslandi að láta skip það, sem í næsta mánuði á að flytja Levetzow kammerherra og stúdent Magnús Stephensen frá Íslandi, koma það nærri Nýey að sá síðarnefndi geti framkvæmt þær athuganir, sem honum samkvæmt tilskipan var falið að gera í þessu sambandi.

Eldgos

Eldgos á Reykjanesskaga.

Í lok bókar sinnar um Skaftárelda víkur Magnús Stephensen að þessu. Það sem hann skrifar þar um eyna og legu hennar mun byggt á frásögnum áðurnefndra skipstjóra, einkum Mindelbergs, en hann segir skipstjóra ekki sammála um stærð hennar, segi sumir hana mílu ummáls, en aðrir 1/2 úr mílu eða litlu meir. Hann bætir því við, að á þessu ári, þ. e. 1784, hafi engir sæfarar séð eyna og ,,þó að þau skip sem ég og herra kammerherra Levetzow fórum með út og utan hafi haft eindregin fyrirmæli um að finna eyna, ef mögulegt væri, höfum við ekki komið auga á hana, enda þótt við á útleið sigldum langa stund Iram og tilbaka um það svæði, þar sem eyjan átti að vera.” Magnús Stephensen skrifar að lokum: „Ef mér leyfist að draga af þessu nokkra ályktun, hlýtur hún að verða sú: að Nýey liafi sokkið með sama hætti og hún reis úr sjó fyrir ári.” Hann segir legu eyjarinnar eftir „nöiagtig Giskning” hafa verið „umtrent paa (53° 20′ nordre Bredde og 354° 20′ Længde” og mun hér miðað við eyna Ferro.
SprungudalurSumarið 1786 kom hinn dugmikli forstjóri dönskn sjómælinganna, P. de Lövenörn til Íslands. Meðan hann dvaldist í Hólmsins höfn sendi hann lautinant Grove út með jagt til að leita Nýeyjar, en hann fann ekkert nema þann hoða, sem nú er nefndur Eldeyjarboði og taldi hann leifar Nýeyjar (Löwenöm 1788). Þar með er upptalið það, sem vitað er um þá ey Nýey og örlög hennar. Hvenær hún hvarf undir sjávarborð er óvíst, en líklegt má telja, að það hafi ekki verið þoku einni um að kenna, að skip fundu ekki eyna haustið 1783, heldur hafi hún þá þegar verið horfin að mestu eða öllu. Einfaldasta skýringin á því að sjónarvottum bar ekki saman um stærð eyjarinnar er sú, að stærð hennar hafi verið breytileg eða að ruglað hafi verið saman kvartmílum og landmílum.
Í eldfjallasögu sinni tekur Þorvaldur Thoroddsen upp tölur þær, sem Magnús Stephensen nefnir, að ummál eyjarinnar hafi verið míla að sögn sumra, en aðeins þriðjungur úr mílu að sögn annarra. Þorvaldur telur, að hér sé um danskar mílur, þ. e. 7 1/2 kmmílur að ræða, en ég fæ ekki betur séð en að þetta muni eiga að vera kvartmílur eða sjómílur.

Eldgos

Eldgos á Reykjanesskaga.

Að minnsta kosti er víst, að þegar Hans Pedersen skipstjóri á Hvíta Svaninum segist hafa siglt 12—13 mílur gegnum vikurbreiður, eftir að Irann var kominn norður fyrir Geirfuglasker, á hann ekki við landmílur. Sé um kvartmílur að ræða hefur eyjan sarakvæmt upplýsingum Peder Pedersens verið um 900 m löng, en ummál samkvæmt upplýsingum Magnúsar Stephensens nærri tveir km. Má ætla, að eyjan hafi orðið svipaðrar stærðar og Surtsey var orðin eftir 10 daga gos eða svo, en það er trúa mín, að hefði Surtur hætt þá, væri nú ekki mikið eftir af eynni hans.
Snemma í marzmánuði 1830 varð vart við neðansjávargos alllangt suðvestur af Reykjanesi. Samkvæmt skýrslu um þetta gos sem varðveitt er í danska sjókortaarkívinu, hófst það 13. marz og var gosmökkurinn geysimikill undir lok mánaðarins og sást frá Reykjavík. Mikið myndaðist af gjalli og vikri. Sumir þóttust sjá eld. Þannig hélt gosið áfram eina tvo mánuði, en þess varð og vart af og til næsta vetur. Engiendingurinn Wolley, sem ferðaðist um Reykjanes 1858 til þess að athuga afdrif geirfuglsins, segir gosið hafa byrjað 6. eða 7. marz og varað með nokkrum hléum í heilt ár. En þetta gos varð afdrifaríkt fyrir þann hinn vængjavana fugl, geirfuginn, því talið er að í gosinu og jarðhræringum, sem því fylgdu, hafi eina þáverandi varpstöð hans, Geirfuglasker, fordjarfast.
MyndunAð tilhlutan Kriegers stiftamtmanns fór Björn Gunnlaugsson út á Reykjanes til að staðsetja gosmökkinn og dvaldi þar frá 29. apríl til 11. maí, en sá mökkinn aldrei vegna dimraviðris. Hann reyndi þó að staðsetja mökkinn samkvæmt upplýsingum um stefnuna á lrann frá ýmsum bæjum, svo sem Útskálum og Stafnesi. En áður en hann fór út á nes hafði hann einnig reynt að staðsetja mökkinn með þríhyrninga mælingum heiman frá sér í Sviðholti, en hann skrifar í skýrslu sinni, sem varðveitt er í handriti, að hann hafi notast við alltof stutta grunnlínu, því að hann hafi ekki mátt ganga langt burt frá skólanum, þar eð kennsla var ekki hætt. Samvizkusamur kennari, Björn Gunnlaugsson. Samkvæmt mælingum Björns frá Sviðholti var lega eldstöðvanna 63° 29′ 54″ n. br. og 25° 57′ 16″ v 1. (miðað við París). Virðist gosið því hafa verið nærri Eldeyjarboða, þó líklega nokkru austar, um 55 km undan landi.
Aftur verða eldsumbrot út af Reykjanesi 1879. í Heilbrigðistíðindum Jóns Hjaltalíns (Nr. 6, 1879, bls. 48) birtist eftirfarandi bréf ritað 12. júlí það ár. Höfundur þess er B. Guðmundsson. „Eldsuppkoma fyrir Reykjanesi, þann 30. maí, nálægt Geirfuglaskerjum, sáu menn vel frá Höfnum, og eins daginn eftir, þann 31., á að gizka þaðan 12 viknr sjáfar, en skemmstu leið frá yzta tanga á Reykjanesi 8 vikur. Með júnímánuði komu vestan-útnyrðingsbræluvindar með svarta þoku, samfleytt í 13—14 daga, svo að ekki var ratfært á sjó né landi nema á vissum vegum, en þokulaust alstaðar fyrir innan, í Keliavík, Njarðvíkum og Garði, og eins í Grindavík, sem menn héldu að stæði al’ eldinum. Rétt áður en upp birti, kom öskufall, sem vel sá á grasi; gjörði þá þéttar skúrir og birti upp með sífelldum þurrki síðan. Sást þá verða vart við eldinn aðeins og svo ekki oftar mánuðinn út.
Í Grindavík og einkanlega í Höfnunum hefur verið einstakt fiskileysi frá lokum og til lesta, að menn muna ekki slíkt, eins á Miðnesi, en góður afli strax fyrir innan Skaga og einkanlega inn á Sviði allt árið; svo það lítur út fyrir að fiskurinn hafi flúið undan eldinum. Ekki hefur verið getið um, að menn hafi orðið varir við vikur, og ekki heldur jarðskjálfta, við þessa eldsuppkomu, og heldur engin vissa fyrir, live nærri Geirfuglaskerjum eldurinn var að brenna.” Þannig hljóða þau orð og annað vitum við eiginlega ekki um þessi eldsumbrot. Sé það rétt, að fiskurinn hafi fælzt þau, hvað hann ekki hefur gert við Surtsey, er ástæðan líkegast sú, að þarna reis ekki eyja úr sjó og megnið af hitaútstreymi og útstreymi lofttegunda í sambandi við gosið hefur farið í sjóinn, en ekki upp í loftið. Þess má geta, að um sama leyti og þessi eldsumbrot voru undan Reykjanesi urðu snarpir jarðskjálftar í Krýsuvík og baðstofa féll á Vigdísarvöllum.

Reykjanesviti

Reykjanesviti. Bæjarfell er framan við nýja Reykjanesvitann á Vatnsfelli.

Fimm árum síðar, hinn 1. ágúst 1884, skrifar vitavörðurinn á Reykjanesi, Jón Gunnlaugsson, skipstjóri, Ísafold eftirfarandi: „Hinn 26. f. m. (júlí) gekk jeg hjer upp á svo kallað Bæjarfell með kíkir og var að skoða sjóinn mjer til skemmtunar, og sýndist mjer jeg sjá skip norðvestur af Eldey (Mels;ekken), en sýndist það furðu stórt, dró jeg sundur kíkir minn, og sá fljótt, að þetta er eyja, stærri en Eldey, á að giska hjerumbil 3 mílur norðvestur af Eldey. Hefi jeg skoðað hana á hverjum degi og er hún alltaf með sömu ummerkjum og þegar jeg sá hana fyrst. Þetta hafa einnig séð kunnugir menn í Höfnum hjá mér í kíkir” (Ísafold XX. 33, 13. ágúst 1884, bls. 129).
í 13. blaði Fjallkonunnar 1884, dags. 20. ágúst (20. árg., bls. 52) er þessarar fregnar getið í léttum tón. Stingur greinarhöfundur, líklega ritstiórinn, Valdimar Ásmundsson, upp á því, að frægustu vísindamenn höfuðborgarinnar verði sendir til eyjarinnar og „Til þess að vera foringi fararinnar ætlum vjer hinn sprenglærða landafræðing herra Halldór K. Friðriksson sjálfkjörinn, og geti hann jafnframt og hann rannsakaði allt eðli eyjarinnar athugað, hvort ekki myndi tiltækilegt að rækta eyjuna með góðum áburði, að minnsta kosti svo, að nægileg beit yrði fyrir nokkrar rollur…
Vesturháls…Til fararinnar viljum vjer því næst kjósa herra Gest Pálsson til þess að kynna sjer skriðkvikindi þau, er vera kynnu í eyjunni, og vonum vér, að honum verði sýnt um þann starfa.” En svo sleppt sé gamni Fjallkonunnar. Hvað skal segja um þessa eyju. 1879 sjá menn gos en enga ey; fimm árum síðar sjá menn nýja ey en ekkert er vitað með vissn um gos. Raunar segir í Fjallkonugreininni: „Víst hafa nú í sumar verið eldsumbrot þar” (Fjallkonan 13. blað 1884. 20. árg., bls. 52), og setur greinarhöfundur jarðskjálfta sem vart hafi orðið snemma í ágúst, í samband við uppkomu eyjarinnar. En ummæli hans um eldsumbrot geta verið byggð eingöngu á ofangreindu bréfi vitavarðarins.

Geirfuglasker

Geirfuglasker.

Dönsk herskip, sem fóru á vettvang um sumarið, urðu hvorki vör við eyju né eldgos. Þrátt fyrir frásögn vitavarðarins verður vart talið sannað, að eldgos hafi orðið undan Reykjanesi 1884 og að þar hafi myndast eyja stærri en Eldey virðist með ólíkindum. Rétt í því að ég var að ganga frá þessari grein til prentunar fræddi Gestur Guðfinnsson, góðkunnur Ferðafélagsfrömuður og ljóðskáld, mig á því, að hann hefði eigi alls fyrir löngu talað við sjómann, sem hefði fyrir mörgum árum orðið var við neðansjávargos undan Reykjanesi. Fyrir milligöngu Gests hafði ég uppá þessum manni, Jafet Sigurðssyni, sjómanni, sem búsettur er í Hafnarfirði en dvelst sem stendur á Vífilsstaðahæli. Jafet tjáði mér, að fyrri hluta júnímánaðar 1926 hefði hann, þá unglingur, verið í róðri ásamt þremur
öðrum, á mótorbátnum Braga frá Njarðvík. Voru þeir með línu skammt norðaustur af Eldey. Veður var stillt, svo að sjór var nær spegilsléttur. Þá sáu þeir koma eins og stórar bólur á sjóinn nærri bátnum. Þessi ólga í sjónum ágerðist mjög og sjórinn „fór að toppa allmikið”, svo fóru að fljóta þarna upp allmargir dauðir fiskar, bæði þorskur og þyrsklingur, og töldu þeir því að heitt myndi undir. Þeir horfðu á þetta nokkrar klukkustundir og var þetta farið að minnka er þeir héldu frá staðnum, en þeim þótti þó ekki ráðlegt að halda sér lengur þarna nærri. Þeir höfðu verið á þessum slóðum nokkra undangengna daga en ekki orðið varir við neitt óvenjulegt, en næstu daga fóru þeir til róðra á aðrar slóðir. Þeir sögðu frá þessu fyrirbæri, er þeir komu í land, en flestir voru vantrúaðir á frásögn þeirra. Ekki vissi Jafet til þess að aðrir bátar hefðu þá verið á þessu svæði. Ekki virðist mér vafi leika á að þarna hafi verið um að ræða einhver smávegis eldsumbrot á sjávarbotni. Slík eldsumbrot hafa vafalítið iðulega getað átt sér stað á umliðnum öldum án þess að nokkur yrði við þau var.
Eru þá upptalin þau eldsumbrot undan Reykjanesi, sem öruggt er eða líklegt að orðið hafi síðan land byggðist samkvæmt skráðum heimildum. Fullyrða má, að þar hafi gosið a. m. k. 10 sinnum og að 3 sinnum a. m. k. hafi eyjar risið þar úr sæ, ein eða fleiri, en engin þeirra er lengur ofan sævar.”

Magnús Á. Sigurðsson sitar grein um Yngra Stampagosið á Reykjanesi í Náttúrufræðinginn 1995. Þar segir hann m.a. um ritaðar heimildir um gos á Skagagnum: “Í rituðum heimildum kemur fram að gos í sjó hafí verið tíð undan Reykjanesi á öndverðri 13. öld, á tímabilinu 1211-1240 e.Kr. Nefnd eru sex gos frá þessum tíma, þ.e. árin 1211, 1223, 1226, 1231, 1238 og 1240, sem bendir til goshrinu við Reykjanes (sbr. annálasamantekt Sigurðar Þórarinssonar 1965). Hefur þessi goshrina verið nefnd Reykjaneseldar (Haukur Jóhannesson 1989, 1990).

Gjóskusnið

Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.

Við gjóskulagarannsóknir á Reykjanesskaga fundust fjögur gjóskulög sem tengja má Reykjaneseldum, þ.e. gjóskulögin R-7-R-10 (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992a,b). Ekki er hægt að fullyrða neitt um gosár Yngri-Stampagígaraðarinnar, en í ljósi þess að Yngra-Stampagosið er fyrsti merkjanlegi atburðurinn í Reykjaneseldum er ekki útilokað að fyrsta ártalið sem tilgreint er í heimildum, árið 1211, eigi þar við.
Í heimildum er hvergi sagt berum orðum að hraun hafi runnið á Reykjanesi en helst er þó ýjað að þvi í frásögnum við árið 1210/11 (Storm 1888). Í Oddaverjaannál er sagt: „Elldur wm Reykianes: Saurli fann Elldeyjar hinar nyo enn hinar horfnar er alla æfi haufdu stadit.” Af þessari klausu má skilja að gefið sé í skyn að eldur hafi verið uppi á Reykjanesi og þá væntanlega með hraunrennsli. Í öðrum frásögnum af gosum í sjó á 13. öld er ávallt talað um eldgos eða elda í sjó við eða fyrir Reykjanesi.
Það bendir ótvírætt til goss í sjó.

Surtsey

Surtsey.

Í Páls sögu biskups segir við árið 1211: „Jörðin skalf öll og pipraði af ótta; himin ok skýin grétu, svá at mikill hlutr spilltist jarðar ávaxtarins, en himintúnglin sýndu dauðatákn ber á sér, þá er náliga var komit at hinum efstum lífsstundum Páls biskups, en sjórinn brann ok fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómur stóð yfir sýndist náliga allar höfutskepnur nokkut hrygðarmark á sér sýna frá hans fráfalli” (Biskupasögur I 1858). Þegar sagt er að himintunglin sýni á sér dauðatákn er vel hugsanlegt að þar sé vísað til móðu i lofti sem gjarnan er fylgifiskur hraungosa og að sól og tungl hafí af þeim sökum sýnst rauð. Sem dæmi um þetta mætti nefna hina kunnu Skaftárelda 1783-1784 og móðuna sem þeim fylgdi. Í Eldsögu Sveins Pálssonar frá 1784 kemur m.a. fram að sól hafi á stundum verið rauð sem blóð og að óvenjulegt bláleitt mistur hafi legið í lofti (Sveinn Pálsson 1984). Þó að Yngra-Stampagosið standist ekki samjöfnuð við Skaftárelda er ekki útilokað að nokkurt mistur eða móða hafi verið í lofti við gosstöðvarnar sem orsakað gat rauðan blæ á himintungl (sólu).”

Nýey

Eldgos.

Sveinn Jakobsson segir m.a. í grein sinni í Náttúrufræðingnum 1974 um eldgos við Eldeyjarboða: “Eldgos, og einnig jarðskjálftar, hafa verið tíð á Reykjaneshrygg (Þ. Thoroddsen 1925, Sig. Þórarinsson 1965). Vitað er með vissu um tíu gos á þessu svæði, og a. m. k. þrisvar hafa myndazt eyjar, sem síðan hafa skolazt burt aftur, eða 1211, 1422 og 1783. Staðarákvörðun þessara gosa er oftast mjög óviss, þó er hægt að segja nokkuð nákvæmlega til um, hvar þær eldstöðvar eru, sem gosið hafa síðustu tvær aldir, þ. e. árin 1783, 1830, 1879, 1884 og 1926.
Nýey, eða svo hét eyjan, sem myndaðist árið 1783, er af flestum talin hafa verið þar, sem nú er Eldeyjarboði eða þar í nánd (sbr. Þorv. Thoroddsen 1925).
Yngri-StamparFrekari könnun á heimildum leiðir í ljós, að það getur varla verið rétt. Séu bornar saman fjarlægðarmælingar hinna þriggja dönsku skipstjóra, sem hafa greint frá gosinu, þá er ekki um annan stað að ræða en neðansjávarhrygg þann, sem er um 30 km SV af Eldeyjarboða. Þessi sjávarhryggur er um 10 km á lengd og 2—3 km á breidd; minnsta dýpi er 41 m. Hér er gert ráð fyrir, að fjarlægðareining skipstjóranna, 1 míla, sé gömul sjómíla eða 7,4 km, en að sögn Gunnars Bergsteinssonar, forstöðumanns Sjómælinga Íslands, er nær öruggt, að danskir sjómenn hafa á þessum tímum notazt við hana. Standast þá flestar mælingar skipstjóranna, t. d. segir Mindelberg, skipstjóri á Boesand (sjá ítarlegar tilvitnanir hjá Sigurði Þórarinssyni, 1965), að Nýey sé 8 1/2 mílu réttvísandi suðvestur af syðsta Geirfuglaskerinu (Geirfugladrangi).

Reykjanes

Reykjanes.

Einnig segir hann, að blindsker, sem ekki rísi upp fyrir sjávarmál, sé 13/8 mílu NNA af eynni, en þar er einmitt um hrygg að ræða, þar sem dýpi er minnst 22 m, og brýtur oft á slíkum blindskerjum. Magnús Stephensen (1785) taldi Nýey hafa verið nálægt 63° 20′ n.br. og 354° 20′ v.l. (miðað við Hierro, Kan.). Eftir ofangreindri niðurstöðu hefur eyjan verið u. þ. b. á 63° 17′ n.br. og 24° 11′ v.l., er þá breiddargráðan svo til rétt hjá Magnúsi, en lengdargráðan fjarri lagi. Mindelberg skipstjóri taldi Nýey hafa verið um 800 m í breidd. Ef þetta er rétt, þá hefur Nýey verið mjög svipuð á stærð og Jólnir, sem myndaðist 1966 í Surtseyjareldum. Örlög þessara tveggja eyja urðu hin sömu, Jólni skolaði sjórinn burt, áður en níu mánuðir voru liðnir frá myndun eyjunnar, og að öllum líkindum hefur Nýey náð svipuðum aldri. Dýpi er nú um 20 m þar sem Jólnir var, en 41 m þar sem Nýey kom upp.

Geirfuglasker

Geirfuglasker.

Björn Gunnlaugsson (1830) staðsetti gosið, sem varð árið 1830 á Reykjaneshrygg. Aðstæður voru ekki góðar til mælinga, en samkvæmt mælingu Björns var gosmökkurinn á 63° 29′ 54″ n.br. og 25° 57′ 16″ v.l. Hér er miðað við París, miðað við Greenwich er lengdargráðan 23° 37′ 02″ v.l. Sé sjókortið hins vegar skoðað getur ekki hafa gosið á þessum stað nýlega, botninn er marflatur og engar mishæðir að sjá. Líklegast er, að staðarákvörðun Björns sé o£ austlæg, og gosið hafi á hryggnum, sem er aðeins um 4 km í VNV þaðan. Kemur þetta heim og saman við þær upplýsingar Þorvaldar Thoroddsen (1925), að eldstöðvarnar séu um 4 km frá Eldeyjarboða.
Eldstöðvarnar frá 1879 voru aldrei staðsettar nákvæmlega, en sagt, að þær væru nálægt Geirfuglaskerjum (Heilbrigðistíðindi Jóns Hjaltalíns 1879). Fjarlægð var talin um 12 vikur sjávar frá Höfnum, en 8 vikur skemmstu leið frá yzta tanga Reykjaness. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur, segir, að 1 vika sjávar hafi verið breytileg mælieining frá einum tíma til annars, en á 19. öld hafi hún sennilega gilt það sama og ein míla, eða 7,4 km. Eftir þessu að dæma ættu gosstöðvarnar frá 1879 að hafa verið um 60 km frá yzta tanga Reykjaness, eða nálægt Eldeyjarboða. Þetta stangast illa á við hina fullyrðinguna, að gosið hafi verið nálægt Geirfuglaskerjum, og eins stenzt heldur ekki, að 4 vikur (30 km) séu á milli Hafna og Reykjaness, miðað við stefnu á Geirfuglasker. Sé hins vegar gert ráð fyrir, að ein vika sé hér um 4 km (4 vikur sé sama og u. þ. b. 15 km, sem er fjarlægðin á milli Hafna og Reykjaness), þá er fjarlægðin frá yzta tanga Reykjaness að gosstöðvunum um 30 km, sem er skammt SV af Geirfuglaskeri.
ReykjaneshryggurFrásagnir af gosi á Reykjaneshrygg árið 1884 stangast allmikið á (Ísafold 1884). Vitavörðurinn á Reykjanesi og ýmsir aðrir mætir menn töldu sig hafa uppgötvað nýja eyju, að sjá norðvestan við Eldey. Þetta var í lok júlí. Áhafnir tveggja skipa, er komu á vettvang í ágúst, urðu einskis vísari. Ýmsir menn í landi sáu samt enn eyjuna og töldu hana vera nálægt Geirfuglaskerjum. Ýmislegt við þessar frásagnir er með ólíkindum, t. d. sást aldrei neitt gos. Samt verður varla gengið á móti vitnisburði margra manna. Gert er ráð fyrir gosstöðvum þessum við Geirfuglasker og þær merktar þannig, þótt raunar sé mjög í óvissu, hvar þær eru.
Loks er að geta frásagnar um lítið gos, sem varð í júní 1926 (Sigurður Þórarinsson 1965), skammt NA af Eldey. Nokkrir sjómenn urðu sjónarvottar að þessu, og virðist nær öruggt, að þarna hafi orðið smágos.”

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 35. árg. 2. tbl., 01.09.1965, “Neðarsjávargos við Ísland”, Sigurður Þórarinsson, bls. 53 – 68.
-Náttúrufræðingurinn, Magnús Á. Sigurðsson, Yngra Stampagosið á Reykjanesi, 64. árg. 3 tbl. 01.01.1995, bls. 211 – 230.
-Náttúrufræðingurinn, Sveinn Jakobsson, Eldgos við Eldeyjarboða, 44. árg. 1 tbl, 01.10.1974, bls. 22-31.
-Náttúrufræðingurinn, 2. tbl. 1952, Herbert múnkur og Heklufell, Sigurður Þórarinsson, bls. 49-61.

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.