Þingvellir

Í Lesbók Mbl 27. maí 1956 skrifar Tómas Tryggvason grein er nefndist “Jarðsaga Þingvalla”. Í henni er m.a. rakin myndun og mótun svæðisins frá upphafi:

Thingvella

“Þegar rannsaka skal og rekja jarðsögu einhvers svæðis, er hægt að líkja því við bitaþraut, þar sem nokkur hluti bitanna er glataður. Þrautin er sú, að koma þeim bitum, sem ennþá kunna að finnast, á réttan stað og fylla síðan í eyðurnar með hjálp hugmyndaflugsins eins og sennilegast má þykja.
Land okkar er einkum skapað og mótað fyrir tilverknað tveggja meginafla, eld og íss. Sem þriðja meginafla mætti nefna öfl í jarðskorpunni, sem valda misgengi og öðrum jarðskorpuhræringum, en þær koma mjög við jarðsögu Þingvallasvæðisins.
Talið er að Ísland hafi verið þakið jöklum um milljón ára skeið, og að ekki séu liðin nema 10.000 ár síðan ísöldinni létti. Ísöldin var ekki látlaus fimbulvetur, heldur skiftist hún í kaldari og hlýrri tímabil. Á kuldaskeiðunum huldi jökull landið, en á vortímabilunum mun landið hafa verið íslaust að mestu, svipað og nú er.

Uppdráttur með greininni

Á einu þesssara hlývirðisskeiða, líklega því síðasta, hófust áköf og mikil grágrýtisgos víða um land. Næstu blágrýtiseldfjöllin við Þingvelli munu hafa verið Ok, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Áður en gosin hófust virðist landslagið hafa verið fremur slétt, enda sorfið af jöklum hins nýafstaðna kuldaskeiðs. Af þeim afstöðnum voru allar minni háttar ójöfnur farnar í kaf, þar sem hraunflóðin náðu til. Þykk grágrýtishella þakti stór svæði í landinu, þar á meðal mestallt Suðvesturland. Grágrýtiseldfjöllin hafa verið fremur lágar en víðáttumiklar dyngjur.
Er líða tók á kuldaskeiðið hefjast móbergsgos á sprungu milli Lyngdalsheiðar og Úlfljótsvatnsfjalla. Dráttarhlíðin og Höfðinn bak við Kaldárhöfða hrúgast upp og stífla farveg skriðjökulsins. Þegar hér er komið sögunni er í raun og veru hægt að tala um dæld bak við þennan þröskuld, þar sem nú er Þingvallavatn, enda þótt ekki sé vitað, hvort jarðsigin, sem mestan þátt eiga í myndun hennar, séu ennþá byrjuð. Móbergsþröskuldinn við Dráttarhlið varð samt ekki hærri en svo, að skriðjökullinn flæddi yfir hann og hélt gamla farveginum niður um Grafning.
Landsigið, sem á þingvöllum blasir við augum í gjám og hamraveggjum, er eldra miklu og stórkostlegra en Almannagjá, sem liggur í fremur ungu hrauni, ber vitni. Almannagjá, Hrafnagjá, Heiðargjá og aðrar sprungur í hraununum, sem runnið hafa eftir íslöld, eru merki um seinasta þáttinn til þess í landsiginu. Þar sem nýju hraunin ná til, eru vegsummerki eldri tíma hulin, og við sjáum ekki nema yngstu misgengin. Við suðvesturhorn Þingvallavatns sést aftur á móti allt misgengið ofan vatnsborðs frá lokum ísaldar. Vesturveggur Almannagjár er vart meir en 2-20 m á hæð þar sem hann er hæstur, en hamraveggur Jórukleifar mun vera um 80-100 m hár. Við það bætist svo 

Þingvallasvæðið

Langahlíð og Símonarbrekka. Ef þess er gætt, að botn Þingvallavatns er um sjávarmál þar sem það er dýpst, en brúnir efstu stallanna um og yfir 300 m yfir sjó, fáum við dálitla hugmynd um hversu stórstígar jarðhræringarnar hafa verið, á ekki lengri tíma en frá lokum ísaldar. Þess ber samt að gæta, að ekki er allur sá hæðarmunur misgengi. Eins og áður er nefnt, mun Þingvallasvæðið upprunalega hafa verið dæld milli Lyngdalsheiðar og Mosfellsheiðar, sem auk þess er sorfin skriðjökli á seinustu ísöld. Ef við athugum sigstallana þrjá, Lönguhlíð, Jórukleif og Símonarbrekku, sjáum við að samanlagt misgengi yfir vatnsborði Þingvallavatns er þarna samt sem áður milli 150 og 200 m.
Seinasta landsigið á Þingvallasvæðinu átti sér stað 1789, en þá lækkaði hraunspildan milli Almanngjár og Hrafnagjár um 2/3 úr m. Að sama skapi gekk vatnið á land norðanmegin, en ströndin að sunnan hækkaði lítilsháttar að sögn.
Þingvallavatn og úrennsli þess um SogHraunin, sem setja svip á landslagið umhverfis Þingvallavatn, að norðan og austan, hafa sum runnið frá Skjaldbreið en önnur úr eldgjám austan udnir Tindaskaga og Hrafnabjörgum. Gígaröðin frá Þjófahrauni austan undir Tindaskaga nær ofan í hraunið skammt norðaustan undir Miðfelli. Það má telja víst, að hraunið, sem liggur á yfirborði jarðar á Þingvöllum, sé runnið frá Tindafjallaheiði bak við Hrafnabjörg. Vafalaust hafa fleira en eitt hraunflóð þurft til þess að fylla upp í allar ójöfnur í landslaginu og skapa þá víðlendu hraunsléttu, sem lá umhverfis Þingvallavatn norðanvert að seinustu gosunum afstöðnum, áður en jarðhræringarnar röskuðu landslaginu á nýjan leik.
Yfirborð Þingvallavatns hefir staðið allmiklu hærra í lok ísaldar en nú. Umhverfis Krók og Ölfusvatnsheiði í Grafningi eru miklir malarhjallar um það bil 25 m yfir núverandi vatnsborði Þingvallavatns. Malarhjallar þessir eru greinilegar strandmyndanir og vitnisburður þeirra verður ekki dreginn í efa. Erfiðara er að finna merki eftir afrennsli er samsvari þessum strandhjöllum.
Í Skinnhúfuhelli í BjörgunumEftir lok leysingaskeiðsins er Þingvallavatn jökulvatn enn um skeið. Afrennsli þess, gamla Efra Sog, hefir farveg gegnum þröskuldinn milli Dráttarhlíðar og Kaldárhöfða rétt við hliðina á núverandi farvegi sínum og grefur sér æ dýpra gil í móbergið. Enda þótt móbergið sjálft sé fremur mjúk bergtegund og auðgrafin, eru samt í því grágrýtiseitlar, sem eru seiagri undir tönn en sjálft móbergið. Leifarnar af slíkum eitli eða gangi sjást í gilinu nær miðjum þröskuldi, þar sem heitir Borgardalur eða Stekkjarhvammur. Norðan í Dráttarhlíðinni meðfram ósvíkinni vottar fyrir hjalla eða þrepi 9 m yfir vatnsborði. Þrep þetta gengur vestur í Björgin vestan við Ósvíkina, og er þar að finna allstóran helli, Skinnhúfuhelli. Hjalli þessi og hellirinn hafa orðið til eftir að útrennslið ruddi sér braut milli Dráttarhlíðar og Kaldárhöfða og stafar af því, að vatnsborðið hefir haldizt óbreytt um lengri tíma. Líklega hefur svörfunin í árgilinu tafizt á grágrýtishaftinu í Bogardal, og brimþrepið og hellirinn orðið til meðan áin var að vinna á því. Að þessari kyrrstöðu lokinni heldur svo svörfunin áfram jöfnum skrefum unz Miðfellshraun brennur, stíflar farveg Gamla Sogs og markar ný tímamót í þróunarsögu Þingvallavatns.
Það vill svo vel til,a ð hægt er að komast nærri um yfirborð Þingvallavatns áður en Miðfellshraun brann. Í burgðunni þar sem Efra Sog beygir ofan í skarðið milli Dráttarhlíðar og Kaldárhöfða koma fram lindir í gilinu rétt ofan við og í vatnsborði árinnar. Einmitt þarna mun ís Gamla Sogs hafa legið, og að líkindum koma lindirnar upp rétt ofan við þröskuldinn í botni óssins. Lindirnar, og þar með þröskuldurinn, liggja 6-7 m undir núverandi vatnsborði Þingvallavatns. Hafi nú ósinn verið tveggja m djúpur á þröskuldinum, er hægt að draga þá ályktun, að áður en Miðfellshraun brann hafi vanið staðið 4-5 m lægra en það gerir nú.
Nokkru eftir lok ísaldar tekur Skjaldbreiður að gjóra og jafnframt eða skömmu seinna sogsprungan mikla bak við Tindaskaga og Hrafnabjörg, Hraun frá Skjaldbreið renna í farveg jökulkvíslarinnar frá Langjökli og fylla áður en lýkur dalinn, sem hún rann eftir. Söm verða örlög annarra lækja og alls rigningarvatns, sem kemur síðan fram sem tært bergvatn í uppsprettum í botni Þingvallavatns. Yfirborðsrennsli í Þingvallavan er auk Öxarár, tvær smáár að sunnan, samtals á að gizka 5-10 tengingsmetrar á sekúndu hverri að jafnaði. Meðalrennsli Sogsins er aftur á móti rösklega 110 teningsmetrar á sekúndu. Þessar tölur gefa svolitla hugmynd um vatnsmagn í hraununum.

Þingvellir

Á Þingvöllum.

Þá kemur að síðasta þættinum í sögu Þingvallavatns. Þegar Miðfellshraun brann, fyllti það fyrrverandi ósvik, og lítil renna úr því féll eftir farvegi Gamla Sogs niður eftir skarðinu að Úlfljótsvatni. Ný hraunbylgja féll skömmu seinna á Kaldárhöfða og Dráttarhlíð og rann spottakorn niður eftir skarðinu á milli þeirra. Þegar hraun eru komin að því að storkna og orðin tregfljótandi, verða brúnir þeirra oft nokkuð háar. Svo fór og í þetta sinn, og myndaðist því allstór vik milli hraunsins og Dráttarhlíðar. Eftir gosið hækkaði í vatninu, og leitaði það sér útrásar um þetta vik, sem virðist hafa verið nógu stórt tiul þess að rúma messt allt Efra Sog, án þess að til muna flæddi yfir hraunið við Ósvíkina.
Hraunið var nú búið að fylla gamla farveginn í skarðinu, og Efra Sog tók til óspilltra málanna við að grafa sér nýtt gil við hliðina á því gamla. Fór enn á sömu leið og með Gamla Sog, að grágrýtiseitillinn í Borgardal var seigur fyrir og tafði gröftinn. Meðan á eitlinum stóð, mun vatnsborðið í Þingvallavatni hafa verið því sem næst 5 m hærra en nú. Undir Hrafnskletti vestan í Miðfelli liggur bárugarður ofan á hrauninu en annar nýr við vatnið. Hæðarmunurinn á þessum bárugörðum hefir mælzt 5 m með loftvog. Annar bárugarðurinn ofan á hrauninu neðan við bæinn í Meðfelli (Sandskeið) mældist 6 m yfir vatnsborði. Grafningsvegur yfir Ölfusvatnsheiði liggur á malarhjalla í svipaðri hæð.
Ekki hefir aldur Skjaldbreiðarhrauns né Miðfellshraun verið ákveðinn, en sennilega má gera ráð fyrir að hin yngstu hraun þeirra hafi brunnið nokkrum árþúsundum fyrir landnámsöld.”

Heimild:
-Tómas Tryggvason – Lesbók Mbl 27. maí 1956, 19. tbl, bls. 293-297.

Þingvellir

Á Þingvöllum.