Bálkahellir

Gengið var í Klofning í Krýsuvíkurhrauni. Þar var farið í Bálkahelli og Arngrímshelli.
Fyrrnefndi hellirinn er um 500 m langur. Hann endurfannst fyrir einum áratug eftir að hafa gleymst og legið í þagnargildi Bálkahellir efstí um 170 ár. Efsti hlutinn er að jafnaði um 7 m breiður og 5 m hár. Neðsti hlutinn er heill með miklum dropsteinsbreiðum. Síðarnefndi hellirinn er fornt fjárskjól sem nefndur er í þjóðsögunni um Grákollu.
Tilefni ferðarinnar var ekki síst sá að áratugur er liðinn síðan Bálkahellir endurfannst. Ætlunin er m.a. að skoða hvort mannaferðir á þessu tímabili hafi haft áhrif á myndanir í hellinum og þá hverjar.
Á fundir Stjórnar Reykjanesfólksvangs 13.12.2007 var eftirfarandi m.a. fært til bókar: “Rætt um hella í fólkvanginum sem eru þó nokkrir. Bálkahellir í Krýsuvíkurhrauni er dæmi um helli þar sem hafa orðið skemmdir. Rætt um að koma mætti á samstarfi við Hellarannsóknarfélagið, Ferlir og fleiri varðandi umgengni og fræðslu. Kristján Pálsson lagði til að stjórnin heimsækti hellana.”
ArngrímshellirUm framangreint er einungis tvennt um að segja; annars vegar eru slíkar bókanir orðin ein því enginn er gerður ábyrgur um að fylgja þeim eftir, og hins vegar hefur enginn hlutaðeigandi haft samband við FERLIR og beðið um að boða betri umgengni um hellana á fólkvanginum. Mikill fróðleikur um slíkt leynist þó hér á vefsíðunni – ef grannt er skoðað.
Arngrímshellir er með miklum mannvistarleifum. Við hann gerðist þjóðsagan af Grákollu. Þar segir af Arngrími á Læk um og eftir 1700 og (130 árum síðar) Krýsuvíkur-Gvendi Bjarnasyni, sem héldu fé sínu í hellinum. Gólfið er flórað að hluta, hleðslur eru við op og inni í hellinum, auk tóftar, sem gamlar sagnir eru um.
BálkahellirarÞjóðsagan segir að Arngrímur á Læk í Krýsuvík hafi haldið 99 grákollóttar ær á auk einnar grákollóttrar, sem systir hans átti, nefnd Grákolla. Þetta var um aldamótin 1700. Óveður geisaði og hraktist féð fram af Krýsuvíkurbjargi, allt nema Grákolla. Er talið að allt fé Krýsuvíkurbænda sé frá henni komið. Arngrímur lést síðan skömmu eftir aldamótin (1724) er hann var við sölvatekju undir bjarginu með öðrum. Silla féll úr bjarginu og varð hann og tveir aðrir undir henni. Mörðust þeir til bana. Einn maður bjargaðist og varð til frásagnar um atburðinn.
Um 130 árum síðar er getið um að nefndur Gvendur Bjarnason nokkur frá Krýsuvík hafi haft fé í hellinum. Hlóð hann þvervegg sem og stíur. Byggði hann og hús fyrir opið. Helst þótti til tíðinda að gler var í gluggum þess. Tóftir þess sjást enn, auk annarra nefndra minja í hellinum.
Hún var skemmtileg aðkoman að hellunum þennan febrúardag árið 2010. 

Bálkahellir efstasta opið

Hitinn var um frostmark en hiti innanopa. Opin voru því hrímuð umleikis en allt um kring auð jörð.
E
kki var að sjá að mikil umferð hafi verið um opin, einkum það neðsta. Allar jarðmyndanir virtust að mestu ósnortnar utan þess að hraunstrá í neðsta hluta Bálkahellis höfðu brotnað úr loftum þegar fólk rak höfðuð sín í þau. Er það að mörgu leyti skiljanlegt því bæði er erfitt að koma auga á grönn stráin, einkum ef ljósabúnaður er ekki nægilega góður, og fáir eru að líta upp fyrir sig þegar gengið er inn eftir hellisgólfi.
Að hellunum var gengin gömul fjölfarin gata um Klofning, en á bakaleiðinni var rakin gata að hellunum mun ofar í hrauninu. Vörður voru við götuna, bæði á hraunbrún og á barmi hrauntraðar. Auðvelt var að rekja götuna þegar upp á hraunstall var komið því þaðan var hún einstaklega greiðfær um annars úfið apalhraun. Á leiðinni fannst op á enn einum hellinum. Niðri var stór hraunrás, en ekki vannst tími til að kanna hana nánar að þessu sinni.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Bálkahellir

Í Bálkahelli.